Endurteknar fréttir af engum breytingum

Veðrakerfin eru jafnlæst sem fyrr - mikil háloftalægð situr sem fastast við Ísland eins og að undanförnu. Að vísu á hún að mjakast til norðurs um miðja vikuna og víkja sæti fyrir annarri - nærri því eins - sem kemur að vestan undir vikulokin. Ekkert verulega hlýtt loft kemst til landsins en ekkert mjög kalt heldur. 

w-blogg140714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortið sýnir 500 hPa hæðar- og hitaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á þriðjudag (15. júlí). Hún hefur lítið grynnst frá því á (laugardag - sjá kort í 3 daga gömlum pistli) - og hiti í miðjunni er nánast sá sami og var þá. En hún er samt orðin flatneskjulegri og vindur í kringum hana er því hægari. Ef hún mjakast norður - snýst háloftavindurinn hér á landi til suðvesturs - það breytir ekki miklu - nema hvað líklega kólnar aðeins á Vesturlandi frá því sem verið hefur undanfarna daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna, Trausti minn.
Það er nú meira hvað þessar lægðir hafa tekið ástfóstri við landið nú í sumar og laða til sín rigningu hingað eins og títuprónar að segulstáli.

Mikið vildi ég óski að hæð myndi koma í staðinn fyrir þessar lægðir, og hreinlega festa sig yfir landinu það sem eftir lifði sumars.  Þá fengjum við heiðskírt veður og sól alla daga. 
Og þó að það kæmi ekki dropi úr lofti það sem eftirlifði sumars, myndi ég ekki gráta það, enda er búð að rigna nóg í sumar, svo að þurrkur yrði öllum kærkominn, sérstaklega bændum.

Birgir Már (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 327
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband