Enn af hundadögum

Orðin „enn af“ benda til þess að eitthvað hafi verið fjallað um hundadaga áður hér á hungurdiskum. Nánar tiltekið var það fyrir tveimur árum (alltítarleg umfjöllun) og fyrir þremur árum (mest í framhjáhlaupi). 

En síðan hafa tvennir hundadagar, 2012 og 2013, bæst við. Fróðlegt er að sjá hvernig þeir koma út úr samanburði við fyrri tíma. Við látum okkur nægja að líta á hundadagahita og hundadagaúrkomu í Reykjavík frá 1949. Í pistlinum frá 2012 sem tengt er á hér að ofan má einnig sjá niðurstöður fyrir Akureyri og samanburð milli staðanna tveggja. 

En hundadagahitinn í Reykjavík:

w-blogg130714-hundadagar-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðrétti ásinn sýnir hita, súlurnar meðalhita 13. júlí til 23. ágúst ár hvert. Við hálfhrökkvum við að sjá ástandið á hundadögum 1983 - alveg í sérflokki. Einnig sker í augu að öll árin frá 2003 til 2012 eru hlýrri en 11,8 stig. Hundadagar 2013 voru aftur kaldari - en samt rétt við meðalhita tímabilsins alls. Fjórir hlýjustu hundadagarnir eru á nýrri öld, 1950 er svo í fimmta sæti.  

Og þá úrkoman:

w-blogg130714-hundadagar-b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru hundadagarnir 1984 á toppnum - og rigningasumrin miklu, 1976, 1983 og 1955 þar næst á eftir. Á nýrri öld eru hundadagar 2002 úrkomusamastir - en annars allt í kringum meðaltal - eða neðar. Það á meira að segja við um sumarið 2013 - þá kom nefnilega mjög góður sumarkafli frá 20. júlí og meir en viku af ágúst um landið sunnanvert - talsvert stykki úr hundadögunum. 

Nú er byrjað með hreint borð - úrkoman sem fallið hefur fyrr í sumar telst ekki með hundadagaúrkomunni 2014 - og hlýindin ekki heldur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér Trausti að það hafi komið mjög góðurkafli efdtir 20. júlí fyrra eftir langa og leiðinlega rigningartíð. Samkvæmt langtímaspám er þess hins vegar ekki að vænta í ár. Að vísu er spáð góðu veðri um næstu helgi en síðan sama dumbungnum og verið hefur ... eftir það.

Þetta sumar ætlar þannig að verða verra en í fyrra nema það rætist úr því í ágúst.

Hlýindi undir lok júlí í fyrra entust nefnilega ekki fram í meira en viku af ágúst eins og þigi misminnir Trausti.

Strax fyrsta dag mánaðarins gerði frost á láglendi og í kjölfarið leiðinda rok svo stórsá á gróðri.

Þú brást auðvitað rétt við þessu og fórst að birta frosttölur í stað hitatalna! Haustið var komið enda rigndi síðan stanslaust út mánuðinn!!!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 11:09

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þeir sem hallmæltu sem mest sumrinu í fyrra sunnanlands, villdu ekkert muna eftir þessum ágæta þriggja vikna kafla. Kannski mundu þeir hann ekki í alvöru! Óánægjustellingin byrgði þeim og byrgir þeim enn sanngjarna sýn. Ansi mörg sumur hafa ekki boðið upp á slíka kafla þó þessi öld hafi kannski verið stóra undantekningin. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.7.2014 kl. 12:49

3 identicon

Hefur þú kannað sumar að vetri? Undanfarin ár hefur það oft komið um febrúarleitið.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 98
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 2420
  • Frá upphafi: 2413854

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 2235
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband