10.6.2014 | 00:59
Íslandssöguslef 7 (enn af ístölum)
Hér verður enn fjallað um ísvísitölur Lauge Koch og Astrid Ogilvie - en í þetta sinn saman á sömu mynd. Til að það sé hægt deilum við í tölu Koch með tíu og margföldum tölu Ogilvie með tíu. Auk þess höfum við búið til 7-ára keðjumeðaltal talnanna. Taka verður fram að þótt önnur talan kunni að vera hærri en hin á ákveðnu tímabili þýðir það ekki endilega að ís vanti í hina. Við höfum hér aðeins áhuga á breytingum í tíma - hvort tölurnar hitti á mikinn ís (eða lítinn) á sama tímabili.
Skyggðu svæðin á myndinni sýna ístölu Ogilvie, en rauða línan tölu Koch. Lárétti kvarðinn nær frá 1600 og fram undir 2000. Byrjum til hægri á myndinni - því nýjasta. Hafísárin 1965 til 1971 koma mjög vel fram í báðum vísitölunum, minni ís er bæði áður og eftir. Mikil þrep eru í báðum tölunum bæði um 1920 sem og rétt um aldamótin 1900.
Lágmarkið um miðja 19. öld sést mjög vel - skammvinnt að vísu - en mjög greinilegt. Síðan er langt tímabil með miklum, viðloðandi ís. Það tímabil byrjar í báðum tilvikum um 1780. Munum þó (sjá fyrri pistla) að mikil áraskipti voru að ískomunum. Milli 1760 og 1780 virðist ís hafa verið heldur minni en bæði áður og eftir. Enn eru að því er virðist ísrýr tímabil bæði í kringum 1720 til 1730 og um miðja 17. öld.
Trúlega eru ísfregnir nokkuð gloppóttar á 17. öld og fram eftir þeirri 18. Líklega vantar helst upplýsingar um skammvinnar ískomur (í vikum eða mánuðum) - en þær gætu samt hafa verið verulegar. Þrátt fyrir þessa galla er líklegt að vísitölurnar greini ísmikil tímabil frá þeim sem færðu okkur minni ís.
Allgott samband er á milli ískoma við Ísland og hitafars. Hafísárin 1965 til 1971 voru kaldari heldur en þá hafði þekkst um alllangt skeið. Við vitum líka að það hlýnaði mjög á árunum upp úr 1920 og sömuleiðis að kuldinn hafði þegar náð hámarki þegar kom fram að aldamótunum 1900. Það sáu menn strax fyrir 1920 (sjá hungurdiskapistil þar um).
Þótt nítjándualdarhlýskeiðið hafi verið heldur rýrt í roðinu miðað við systkinin á 20. og 21. öldinni skar það sig samt úr sem hlýrra miðað við það sem á undan og eftir fór.
Við vitum líka að það getur verið kalt án þess að ís sé mjög mikill. Það á t.d. við árin í kringum 1980 (2. hluta síðtuttugustualdarkuldaskeiðins mikla). Þá var lengst af íslítið hér við land. Trúlega á það líka við um fyrri tíð. Hlýindi eru ólíkleg sé ís mikill - en þó er slíkt ekki útilokað.
Líklegt er að kalt hafi verið í fyrri íshámörkum - við vitum um kulda á fyrstu tveimur áratugum 19. aldar og af mjög köldum stökum árum (eða pörum) á öðrum og þriðja áratugi þeirrar sömu aldar.
Til að auðvelda okkur að greina hugsanleg hlýskeið 18. og 17. aldar skulum við horfa á þessa sömu mynd undir öðru sjónarhorni. Við snúum henni við - þannig að upp sé hlýtt en niður kalt.
Fyrst skulum við muna að víst má telja að ís vanti á 17. og 18. öld þannig að að línurnar ættu að liggja neðar í myndinni en þær gera. Það sem skiptir máli eru rauðu og bláu borðarnir neðarlega á myndinni. Þeir eiga að greina að hlý (rautt) og köld (blátt) tímabil. Við vitum að ákveðnir veikleikar eru í sambandi ísmagns og hita á 19. og 20. öld. Trúlega á það líka við 17. og 18. öldina. Þar er munurinn hins vegar sá að við eigum nær engar mælingar. (Jú, eitthvað frá og með 1779 - kannski nægilega mikið til að giska á hitann - en það verður ekki reynt hér).
Skyldi hafa verið sæmilega hlýtt um miðja 17. öld og á tveimur skömmum tímabilum á þeirri 18?
Þetta er allt eftir rituðum heimildum - en hvað með önnur veðurvitni? Meira síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 3.5.2014 kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1795
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1600
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.