Óvenjuöflug hæð yfir Labrador

Nú (mánaðamót apríl/maí) er árstími mikilla háþrýstisvæða á norðurslóðum. Hér á landi er norðaustanátt með tiltölulega háum loftþrýstingi algengust frá því um 20. apríl til 10. maí. Þrýstingur kemst nokkuð oft upp fyrir 1040 hPa í þessum háþrýstisvæðum, en sjaldnar er að hann nái 1050 hPa eins og er í dag yfir Norður-Labrador.

Hæsti þrýstingur sem mælst hefur í apríl hér á landi er 1050,8 hPa á Egilsstöðum þann 16. árið 1991. Frá 1873 að telja hefur þrýstingur náð 1040 hPa eða meira í 16 aprílmánuðum (9. hvert ár eða svo). Í maí er hæsti þrýstingur sem vitað er um hér á landi á sama tímabili 1045,0 hPa og mældist á Akureyri 18. maí 1894. Þrýstingur hefur mælst 1040 hPa eða meira í 11 maímánuðum (um 12. hvert ár að meðaltali). 

En lítum á kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á miðnætti mánudagskvöldið 28. apríl.

w-blogg290414a 

Heildregnar línur sýna sjávarmálsþrýstinginn, en litafletir hita í 850 hPa. Hæðin yfir Norður-Labrador er hér með um 1051 hPa í miðju. Hún hreyfist nú suður og veikist hratt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1042
  • Frá upphafi: 2354706

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 927
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband