Meðalþrýstingur metlágur hér á landi

Meðalsjávarmalsþrýstingur í desember, janúar og febrúar hefur aldrei verið jafnlágur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1823. Þessa þrjá mánuði höfum við hér á hungurdiskum kallað alþjóðaveturinn, þann tíma sem alþjóðlega telst til vetrarins, en hér á landi telst mars einnig með.

Reyndar munar aðeins sjónarmun á tölunum nú og alþjóðaveturinn 1989 til 1990 - en samt. Þann vetur var líka óvenjuhlýtt í Evrópu norðanverðri - rétt eins og nú. Lítum nú á línurit sem sýnir meðaltölin allt frá 1823 til 2014.

w-blogg070314

Lárétti ásinn sýnir árin - en sá lóðrétti meðalsjávarmálsþrýsting í hPa. Enga sérstaka leitni er að sjá en talsverða tímabilaskiptingu. Stutt er síðan þrýstingur alþjóðavetrarins var mjög hár (2010).

Já, veðrakerfi hafa hegðað sér óvenjulega í vetur. Þrýstingur fyrstu dagana í mars hefur haldið áfram að vera óvenjulágur - en þó er ekki endilega víst að þrýstingur í desember til mars nái nýju meti. Samkeppnin er hörð á botninum, bæði við áðurnefndan vetur 1989 til 1990, en einnig 1988 til 1989 og síðan er 1893 til 1894 ekki langt undan.

En svona er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu tíu daga, frá hádegi 6. mars til hádegis þann 16.

w-blogg070314b 

Þrýstingi er spáð langt undir meðallagi hér á landi þess daga (talan -13,6 sést yfir landinu sé kortið stækkað) en að sama skapi háum yfir meginlandinu. - Svo kemur hér ein löng setningasambreyskja:

Þótt ekki sé vitað hvort aukin gróðurhúsaáhrif ýti undir þessa afbrigðilegu hegðan veðrakerfa í vetur eða ekki má samt segja að þetta afbrigðilega þrýstifar, og einkennilegt háloftamynstur, sem veldur því, fer, eitt og sér, langt með að skýra hita- og úrkomuvik bæði hér við norðanvert Atlantshaf sem og  í Bandaríkjunum, Kanada og Alaska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gétur verið að umpólun sólar valdi þessu skilst að hún umpólist á um 10.ára frest.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 10:49

2 identicon

Ég sé ekki betur en að Trausti sé að blogga um "aukin gróðurhúsaáhrif"!

Bendi í því sambandi góðfúslega á glæný skrif Judith A. Curry: "Causes and implications of the pause" (http://judithcurry.com/2014/03/04/causes-and-implications-of-the-pause/#more-14835)

"For the past 15+ years, there has been no increase in global average surface temperature, which has been referred to as a ‘hiatus’ in global warming. By contrast, estimates of expected warming in the first several decades of 21st century made by the IPCC AR4 were 0.2C/decade."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 22:58

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Judith Curry á sourcewatch.org

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.3.2014 kl. 00:22

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Judith Curry á SkepticalScience.com

PS. ekki að hennar skoðun skipti nokkru máli fyrir efni pistilsins hjá Trausta - það gerir það ekki.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.3.2014 kl. 00:25

6 identicon

Það fer vel á því að SAG skuli vísa í sourcewatch.org og skepticalscience.com :)

Hvort tveggja eru vægast sagt vafasamar vefsíður:

"As with the online reference Wikipedia, the contents of SourceWatch are written and edited by ordinary Web users. Says SourceWatch: “You don’t need any special credentials to participate — we shun credentialism along with other propaganda techniques."

"It isn't skeptical and it isn't science IMO. It is more of a political blog that pretends to be about science. I have looked on it for information but it doesn't take long before it inevitably makes unsubstantiated claims and reveals its AGW bias."

Þessi tegund vefmiðla virðist henta SAG vel.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 01:04

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Maður skilur svo sem vel að allir þeir sem hafa aðrar skoðanir en Hilmar, t.d. eins og á sourcewatch og SkepticalScience, þar sem getið er heimilda og reynt að skjalfesta mál sitt, skuli ekki vera Hilmari að skapi - mjög eðlilegt að Hilmar þoli ekki svoleiðis og vísi í eitthvað glundur (án þess að geta heimilda) til að styðja mál sitt ;)

PS. Mun ekki svara glundri Hilmars frekar hér - það er ekki þess virði...og náttúrulega algjör tímasóun, þar sem ekkert er að marka hann hvort sem er...

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.3.2014 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 1036
 • Frá upphafi: 2354700

Annað

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 921
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband