Suðvestanátt í þrjá daga (hvað svo?)

Í dag (miðvikudaginn 5. mars) fór meðalvindátt á landinu loks vestur fyrir suður og hinni hreinu austanáttarsyrpu því lokið. Líklega verður meðalátt líka úr suðvestri eða vestri á morgun, fimmtudag, og sömuleiðis á föstudaginn. Þann dag verður kröpp lægð suður í hafi sem spurning er hvað gerir.

Eins og er gera spár ráð fyrir því að hún fari til norðausturs við Suðausturland á laugardaginn. Fyrir utan braut lægðarinnar er nokkur óvissa með úrkomutegund - það er að segja hvar rignir og hvar snjóar. Rétt að fylgjast með spám Veðurstofunnar varðandi slíkt - sem og auðvitað vindhraða.

En við bregðum upp spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á föstudag.

w-blogg060314a 

Stóra lægðin er þarna um 963 hPa í miðju, dýpkar ört og hreyfist hratt til norðnorðausturs. Hún skefur upp dálítinn hæðarhrygg á undan sér - eins og hver önnur jarðýta og þá herðir tímabundið talsvert á suðvestanáttinni norðan við hrygginn þegar hann aftur stuggar við lægðinni vestan við land. Þessu fylgir eitthvað leiðindaéljakóf um landið vestanvert. - En svo slaknar á áður en djúpa lægðin tekur völdin.

Í framhaldi af hlýindafréttunum frá Svalbarða sem voru hér upp á borðinu í gær má geta þess að einnig var mjög hlýtt á Norðaustur-Grænlandi, hiti var 6,9 stigum ofan meðallags við Scoresbysund og 5,6 stig ofan þess á Station Nord. Einnig var óvenjuhlýtt í Syðri-Straumfirði (+4,9) og norður við Thule (+2,6 stig). Í Nuuk og þar sunnan við var hiti hins vegar nærri meðallagi - enda náði kuldinn að vestan stundum þangað. Einnig má koma fram að (alþjóða-) veturinn var sá hlýjasti í Björgvin í Noregi frá því að samfelldar mælingar hófust þar 1861. Kuldafréttir úr fjarlægum heimsálfum virðast oftast sjá um að birta sig sjálfar á athugasemdum hungurdiska án aðkomu ritstjórans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landafræðiþekking ritstjóra Hungurdiska er víðfræg: "Kuldafréttir úr fjarlægum heimsálfum..."(sic)

Keflavík - Svalbarði = 2163.03 km

Keflavík - Quebec = 3109.31 km

Við getum haldið fjarlægðarsamanburðinum áfram:

Keflavík - Helsinki =  2451.16 km

Keflavík - New York = 4174.80 km

En Reykjavík er auðvitað nafli alheimsins (http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1328867/) :) 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 10:12

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Svo virðist sem síðan sé ekki einungis áhugaverður vettvangur til þess að fræðast um veður og lofthjúp jarðar. Hér er einnig hægt að fylgjast með þeim illvíga sjúkdómi sem nefndur er paranoia querulantis.

Hólmgeir Guðmundsson, 6.3.2014 kl. 12:04

3 identicon

Láttu þér batna Hilmar Hafsteinsson.

Skemmtilegir pistlar Trausti.

Óðinn (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 17:22

4 identicon

Auðvitað bið ég þá félaga HG og Óðinn afsökunar á því að hafa upplýst Trausta um að "fjarlæga heimsálfan" Norður-Ameríka er rétt fyrir vestan Ísland.

Þannig telst t.a.m. Grænland til N.-Ameríku og Vestfirðingar sjá yfir til "fjarlægu heimsálfunnar" í góðu skyggni (að vísu á fjöllum þegar snjóa leysir).

Þetta hélt ég nú satt að segja að veðurfræðingurinn Trausti vissi :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 17:35

5 identicon

The Role of ENSO in High Plains Drought. To see two neutral ENSO-winters in a row is fairly uncommon, but not unprecedented – analogous pairs occurred in 52-54, 59-61, 80-82, and 89-91. http://drought.unl.edu/Portals/2/Ranchplan%20Images/Presentations/1_9_2014/Wolter.GardenCity2014.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 446
 • Sl. sólarhring: 604
 • Sl. viku: 2539
 • Frá upphafi: 2348406

Annað

 • Innlit í dag: 398
 • Innlit sl. viku: 2231
 • Gestir í dag: 382
 • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband