Ný meðalhitamet á Svalbarða og nágrenni

Rigningamet á Bretlandseyjum, austanáttamet á Íslandi, stappar nærri landshitameti í Noregi og glæsileg meðalhitamet sett á Svalbarða.

Norska veðurstofan upplýsirað hiti á Svalbarðaflugvelli hafi verið 14,5 stigum yfir meðallagi og 11,9 stigum yfir því í Nýja-Álasundi. Þetta eru ekki bara ný hitamet fyrir febrúar heldur eru þau fjórum og fimm stigum fyrir ofan hæsta meðalhita til þessa. Á Finnmörk var hiti um 11 stigum ofan meðallags inn til landsins. Hiti á Bjarnarey og eyjunni Hopen suður af Svalbarða var líka hærri en vitað er um til þessa. Á Bjarnarey var hiti 7,1 stigi ofan meðallags en 11,9 á Hopen. Einnig var hlýtt á Jan Mayen - þó ekki met. Hiti var þar 4,9 stigum ofan meðallags.

Í Norður-Noregi var fádæma úrkomuleysi en óvenjulegar úrkomur víða í Suður-Noregi. Óvenjulega hlýtt var líka í Svíþjóð og Finnlandi - sérstaklega norðan til í þessum löndum. Snjóalög eru með allra minnsta móti um mestallt Finnland.

Þótt enginn febrúar hafi orðið hlýrri en nú í kringum Svalbarða og á Finnmörku var febrúar 1990 enn hlýrri um sunnanverða Skandinavíu heldur en sá nýliðni. Við skulum til fróðleiks bera saman hæð og hæðarvik 500 hPa-flatarins þessa tvo mánuði. Fyrst febrúar 1990.

w-blogg050314d 

Neikvæð vik eru blá (þau allramestu fjólublá) en jákvæð rauð. Vikið suður af Íslandi er -280 metrar og yfir Íslandi er það á bilinu 200 til 250 metrar.

Svo febrúar nú.

w-blogg050314d 

Hámarksvik nýliðins febrúar er -276 metrar, nærri því það sama og 1990. Við nánari skoðun sést þó að töluverður munur er á kortunum. Austanátt er miklu meiri hér á landi heldur en 1990 og jafnvikalínur liggja miklu þéttar yfir landinu og nágrenni þess heldur en 1990. Sömuleiðis eru vik jákvæð við Norðaustur-Grænland ólíkt því sem var í febrúar 1990.

Séu hæðartölurnar skoðaðar kemur í ljós að 500 hPa-flöturinn lá talsvert lægra yfir Íslandi 1990 heldur en nú og hefur raunar aldrei svo vitað sé verið lægri hér á landi í nokkrum mánuði svo öruggt sé. Ákveðnir mánuðir á fyrri tíð (fyrir 1920) liggja þó undir grun.

Veður hér á landi var ákaflega erfitt í febrúar 1990 - ekki aðeins sums staðar um landið norðan- og austanvert eins og nú heldur um allt land að kalla. Alhvítir dagar voru þá 24 í Reykjavík en enginn nú. Alhvítt var allan mánuðinn á Akureyri rétt eins og nú.

En hvað svo? Mars og Apríl 1990 voru leiðindamánuðir hér á landi - svo ekki sé meira sagt. Það segir þó ekkert um framhaldið nú. Veðraframtíðin er ætíð óráðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alúðarþakkir fyrir fjórföldu metaskrána þína Trausti. Eins er það vel þegið að Hungurdiskarnir skuli nú leggjast í landvinninga í Norðurhöfum, enda fátt að frétta á Íslandi annað en kuldi og ofankoma, með tilheyrandi týndum snjómælum (http://www.ruv.is/frett/snjomaelar-a-kaf-1000-mm-fra-22-desember)

Þá er nú gott að ylja sér við glæsilega meðalhitametið í febrúar 2014 á Svalbarða :)

En því miður fylgir böggull skammrifi, eins og oft í heinni veröld:

1. Kaldasti 3. mars í Atlantic City, USA, síðan . . . 1874!

2. Kaldasti 3. mars í Wilmington Delaware, USA, síðan . . . 1894!

> http://nws.noaa.gov/view/validProds.php?prod=RER&node=KPHI

3. 300cm snjókoma í Coquihalla, Kanada, í febrúar 2014! Glæsilegt úrkomumet Trausti :)

> http://www.news1130.com/2014/03/03/record-snowfall-on-coquihalla-in-february/

4. Kuldamet slegið í Minnesota, USA, 1. mars 2014.

> http://www.crh.noaa.gov/news/display_cmsstory.php?wfo=dlh&storyid=100841&source=0

5. 59 daga stöðug njókoma í Skotlandi, enn eitt glæsilega metið fyrir Trausta :)

> http://www.ross-shirejournal.co.uk/Sport/Other-Sport/Ski-into-summer-plan-as-Highland-snowsports-resort-breaks-record-18022014.htm

6. Kaldasti/næst kaldasti vetur í sögu mælinga í Wisconsin, USA. Enginn hlýr alþjóðavetur þar!

> http://www.crh.noaa.gov/news/display_cmsstory.php?wfo=grb&storyid=100749&source=0

7. Þriðji kaldasti vetur í sögu mælinga í Chicago, USA.

> http://www.crh.noaa.gov/news/display_cmsstory.php?wfo=lot&storyid=100792&source=0

8. Kaldasti vetur í sögu mælinga í Michigan, USA.

> http://www.crh.noaa.gov/news/display_cmsstory.php?wfo=mqt&storyid=100824&source=0

9. Metkuldar í Manitoba og Saskatchewan, Kanada, 2. mars 2014.

> http://weather.gc.ca/warnings/weathersummaries_e.html

Og þetta er bara blátoppurinn á ísjakanum vestur í Bandaríkjunum og Kanada. En að sjálfsögðu er vert að halda glæsilega meðalhitametinu í febrúar 2014 á Svalbarða hátt á lofti.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Skrýtið hjá Hilmari að halda að bloggið hans Trausta snýst um að verja hnattræna hlýnun.

Pálmi Freyr Óskarsson, 5.3.2014 kl. 15:34

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svona gengur það. Heitt sums staðar kalt annars staðar. En bráðlega mun hittna rækilega undir rassgatinu á  okkur öllum þegar norðuskautið bráðnar í heitasta vetri alltra tíma, 43 stig yfir meðallagi! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.3.2014 kl. 16:24

4 identicon

Nú þykir mér SÞG dvelja í draumheimum:

"Meðalþekja hafíss í norðurhöfum var 13.73 milljón ferkm í janúar 2014. Þetta er 800.000 ferkm minna en meðaltal tímabilsins 1981 - 2010 og 160.000 ferkm meira en janúarlágmark í janúar 2011." (https://nsidc.org/arcticseaicenews/)

En svo má auðvitað alltaf reyna að tilbiðja æðsta guð Veðurstofunnar :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.11.): 120
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1588
  • Frá upphafi: 2406988

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 1425
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband