26.2.2014 | 01:17
Af (met)þurru lofti
Í dag (þriðjudaginn 26. febrúar) var óvenjuþurrt loft yfir landinu vestan- og suðvestanverðu. Á nokkrum sjálfvirkum veðurstöðvum varð rakastig lægra heldur en áður hefur þar mælst í febrúarmánuði. Það gerðist t.d. bæði á stöðvunum á Veðurstofutúni og á Reykjavíkurflugvelli.
Listi yfir nýju metin er í viðhenginu - nördum til fróðleiks. Allra lægst varð rakastigið þó á Þingvöllum þar sem stöðin mældi aðeins 12%. Nokkur óvissa er um kvörðun rakamælanna við svo lágt rakastig - en við skulum láta það eftir okkur í bili að trúa þessari tölu.
Á flestum stöðvanna varð auðvitað einnig metmunur á þurrum hita og daggarmarki. Á ensku heitir þessi munur dew point depression, daggarmarksbæling. Þetta hugtak var (og er e.t.v. enn) helst notað í umfjöllun um háloftaathuganir. Í viðhenginu er líka listi yfir ný bælingarmet. Mestur varð munurinn á Þingvöllum, 27,2 stig. Ný lágmarksdaggarmarksmet (úff) voru hins vegar ekki sett í dag, það er ekki svo kalt í veðri.
Í pistli gærdagsins (sem bæla varð vegna skíthríðar virkra í athugasemdum) var m.a. sagt frá febrúarrakametinu á mönnuðu stöðinni í Reykjavík. Sá bútur er endurtekinn orðréttur hér að neðan.
Lægsta tala febrúarmánaðar á mönnuðu stöðinni í Reykjavík er 21%, sú lága tala mældist kl. 21 8. febrúar 1958 (já). Lægsta febrúartalan á sjálfvirku stöðinni á Veðurstofutúni er 23% og mældist kl. 2 þann 26. febrúar 2004. Sama dag og á sama tíma mældist lægsta febrúartalan á stöðinni á Reykjavíkurflugvelli, 29%.
Það láðist að geta þess að árið 1958 var mannaða stöðin á Reykjavíkurflugvelli. Nýju met sjálfvirku Reykjavíkurstöðvanna eru: Veðurstofutún 22%, Reykjavíkurflugvöllur 21% (sjá einnig viðhengið).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 112
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 1538
- Frá upphafi: 2407543
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 1364
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Trausti. Hvað er lægsta % ársins í Vestmannaeyjarstöðvunum, og jafnframt í febrúarmánuði?
Veðurstofan hefur lengi stuðst við daggarmark, enn nýtilkomið að nota % með komu sjálfvirkra veðurstöðva. Er búið að umreikna daggamarkið yfir í % á Stórhöfða síðan 1921?
E.s. Ekki tók ég eftir þessari skíthríðu í þessari færslu í gær. Hinsvegar eru til margar skárri aðfarir enn að eyða færslu.
Pálmi Freyr Óskarsson, 26.2.2014 kl. 17:32
Pálmi. Rakastig hefur verið reiknað fyrir allar athuganir á Stórhöfða aftur til 1949. Þegar ég horfði á metalistann kom í ljós ein villa sem þarf að laga og eitt vafasamt gildi að auki sem þarf að líta á áður en ég get svarað spurningu þinni með vissu. En þó er ljóst að lægsta tala mönnuðu stöðvarinnar í febrúar er 36% mælt 15. febrúar 1955. Eins og ég nefndi í pistlinum eru rakamælingar sjálfvirku stöðvanna illa kvarðaðar þegar kemur niður fyrir 20%, þá fara skrítnir hlutir að gerast, t.d. koma tölurnar 5, 6 og 7% allt of oft fyrir bæði á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða og þeirri í Vestmanneyjabæ miðað við mönnuðu stöðina. Allar þessar mælingar þarf að skoða sérstaklega hverja fyrir sig til að finna rétta lægsta gildið. Allt undir 25% er mjög óvenjulegt í Vestmannaeyjum.
Trausti Jónsson, 26.2.2014 kl. 21:15
Ég þakka kærlega fyrir svarið, Trausti.
Einkvað hefur þessi "villa" fari framhjá manni í rakamælinum í Stórhöfða (og Vestmannaeyjabæ). Enda er erfitt að fylgjast svo grannt með honum.
Pálmi Freyr Óskarsson, 26.2.2014 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.