Góuþing veðurfræðifélagsins

Góuþing veðurfræðifélagsins verður haldið í matsal Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7 í dag, fimmtudaginn 27. febrúar og hefst kl. 14. Flutt verða 5 stutt erindi (tengillinn afhjúpar þau). Þar á meðal er erindi ritstjórans sem rifjar mjög stuttlega upp Akureyrarveðrið svonefnda 5. mars 1969. Það mun vera versta veður sem frést hefur af þar á bæ, stóð ekki nema rúma klukkustund en olli gríðarmiklu tjóni og varð öllum sem í því lentu ógleymanlegt. Í kjölfarið fylgdu einir köldustu dagar sem komið hafa á landinu frá því í janúar 1918. Hafís var við mestallt Norðurland og suður með Austurlandi. Útbreiðsla Austur-Grænlandsíssins var þá meiri en 1 milljón ferkílómetrar - meir en tvöfalt það sem algengast hefur verið á síðari árum á sama tíma árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir fyrir fundarboðið Trausti. Það er ekki nema rétt og skylt að íslenskir veðurfræðingar fari að huga að kólnandi veðurfari á Islandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 06:50

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hilmar minn er markmiðið hjá þér að eyðileggja þetta skemmtilega veðurblogg hans Trausta?

Pálmi Freyr Óskarsson, 27.2.2014 kl. 17:31

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Pálmi - já það tel ég. Ég skil bara ekkert í því að ekki skuli vera lokað fyrir athugasemdir Hilmars fyrir löngu á þessari síðu - sem er frekar auðvelt að gera.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.2.2014 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 253
 • Sl. sólarhring: 407
 • Sl. viku: 1569
 • Frá upphafi: 2350038

Annað

 • Innlit í dag: 225
 • Innlit sl. viku: 1428
 • Gestir í dag: 222
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband