25.2.2014 | 01:29
Af þurru lofti
Þurrkur (í veðurfarslegri merkingu) verður ekki til nema á löngum tíma - en þurrt loft getur dottið yfir fyrirvaralítið. Þegar rakamælar (utanhúss) sýna lágar tölur er það yfirleitt merki um niðurstreymi lofts. Sýni utanhússrakamælar lágt rakastig í kulda verður enn þurrara innandyra.
Á morgun (þriðjudag) verður norðaustanáttin með þurrasta móti suðvestan- og vestanlands - ef marka má spár. Við lítum til gamans á tvö spákort fengin úr harmónílíkaninu. Það fyrra sýnir rakastig um hádegi á morgun - í hitamælaskýlahæð - en hið síðara sýnir það sama uppi í 925 hPa-fletinum, í rúmlega 500 metra hæð.
Litafletir sýna rakastig (í prósentum) eins og líkanið vill hafa það kl. 12 á hádegi á morgun (þriðjudaginn 25. febrúar). Allt landið norðaustanvert er hulið bláum litum og meira að segja sést í einn fjólubláan blett en þar er rakastigið 100 prósent. Sé kortið stækkað sjást kvarðinn og tölurnar mun betur.
Gulu og brúnu litirnir tákna lágt rakastig - alveg niður í 18% við Skóga undir Eyjafjöllum. Það er ekki algengt að rakastig fari niður fyrir 30% - en þó er til slatti af athugunum með svo lágum tölum á mörgum veðurstöðvum.
Lægsta tala febrúarmánaðar á mönnuðu stöðinni í Reykjavík er 21%, sú lága tala mældist kl. 21 8. febrúar 1958 (já). Lægsta febrúartalan á sjálfvirku stöðinni á Veðurstofutúni er 23% og mældist kl. 2 þann 26. febrúar 2004. Sama dag og á sama tíma mældist lægsta febrúartalan á stöðinni á Reykjavíkurflugvelli, 29%.
Þótt rakastig geti orðið lágt niður undir jörð er lágmarka oft að vænta ofar. Mjög lágar tölur eru því tíðari í 925 hPa-fletinum heldur en koma fram á veðurstöðvum. Þannig er því farið í spá morgundagsins.
Kortið nær yfir aðeins stærra svæði heldur en það fyrra. Sé það stækkar má finna afskaplega lága tölu, 8%, við Klofning við innanverðan Breiðafjörð og 9% undir Eyjafjöllum.
Norðaustanáttin verður heldur rakari annað kvöld (þriðjudag) - auk þess sem hún kólnar, rakastigið hækkar þá aftur. Sagt er að miðvikudagurinn verði ekki jafnþurr og þriðjudagur - en engri úrkomu er þó spáð á þurrkasvæðunum frekar en venjulega.
Staðan á þurrklistanum hefur lítið breyst:
stöð | ár | mán | dagur | úrksumma | fyrra ár | fyrra lágm | upphaf | NAFN | |
94 | 2014 | 2 | 22 | 3,4 | 2010 | 15,1 | 1996 | Kirkjuból | |
97 | 2014 | 2 | 23 | 3,6 | 2010 | 18,1 | 1991 | Neðra-Skarð | |
108 | 2014 | 2 | 24 | 0,0 | 1990 | 9,5 | 1988 | Stafholtsey | |
117 | 2014 | 2 | 24 | 0,1 | 2010 | 10,0 | 1994 | Augastaðir | |
149 | 2014 | 2 | 24 | 7,8 | 2010 | 15,7 | 1995 | Hítardalur | |
187 | 2014 | 2 | 23 | 1,3 | 2010 | 18,9 | 2008 | Kvennabrekka | |
212 | 2014 | 2 | 22 | 0,1 | 1990 | 8,9 | 1977 | Brjánslækur | |
212 | 2014 | 2 | 22 | 0,1 | 2010 | 8,9 | 1977 | Brjánslækur | |
221 | 2014 | 2 | 24 | 3,5 | 2010 | 17,7 | 2005 | Hænuvík | |
300 | 2014 | 2 | 24 | 24,7 | 2010 | 31,0 | 1995 | Steinadalur | |
303 | 2014 | 2 | 24 | 0,7 | 1977 | 1,6 | 1940 | Hlaðhamar | |
321 | 2014 | 2 | 21 | 2,8 | 2010 | 18,4 | 1992 | Ásbjarnarstaðir | |
333 | 2014 | 2 | 23 | 0,2 | 2010 | 3,9 | 2003 | Brúsastaðir | |
361 | 2014 | 2 | 24 | 0,3 | 1986 | 0,6 | 1978 | Bergstaðir | |
931 | 2014 | 2 | 24 | 3,4 | 2010 | 25,5 | 1990 | Hjarðarland | |
951 | 2014 | 2 | 22 | 3,3 | 2010 | 41,9 | 1981 | Nesjavellir |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 239
- Sl. sólarhring: 376
- Sl. viku: 2537
- Frá upphafi: 2414201
Annað
- Innlit í dag: 223
- Innlit sl. viku: 2338
- Gestir í dag: 219
- IP-tölur í dag: 217
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
24. febrúar virðist ætla að vera stór dagur í sögu loftslagsvísindanna:
"Massive counterclaims, in excess of $10 million, have just been filed against climate scientist Michael Mann after lawyers affirmed that the former golden boy of global warming alarmism had sensationally failed in his exasperating three-year bid to sue skeptic Canadian climatologist, Tim Ball. Door now wide open for criminal investigation into Climategate conspiracy...
Anyone may now freely dismiss him (Mann) in the harshest terms as a junk scientist who shilled for a failed global warming cabal. Without fear of his civil legal redress, we may now refer to Mann for what he is: a climate criminal, a fraudster.
Dr Ball has destroyed the credibility of both the IPPC paleoclimate record (Mann’s ‘hockey stick’ graph ‘science’) and all those IPCC computer model ‘projections’ of a dangerously warming climate (Weaver’s ‘science’). And all achieved in the most important ‘peer reviewed’ venue possible – a government court of law...
By tenaciously and bravely defending his actions for three long years the mild-mannered septaugenarian (Dr Ball) has single-handedly proved that the very core of government climate science is junk. Thereby, this instance of ‘science on trial’ is no less significant, in the broadest sociatal context, as the infamous Scope’s Monkey Trial of 1925."
> http://iceagenow.info/2014/02/agw-golden-boy-michael-mann-faces-bankruptcy/
"Óðahlýnun" hvað?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 16:39
Það eru sennilega tíðindi í veðrinu á Íslandi 25. febrúar 2014 sem mjög þurr dagur í febrúarmánuði. Svo er spurning hvort þurrkstigið (rakastigið) hafi einhverstaðar farið niður fyrir 20%. Ég mun allavega bíða spenntur eftir eftirmiðnættisfærslu Trausta.
Pálmi Freyr Óskarsson, 25.2.2014 kl. 17:22
Og spár mínar um óbreytt veðurfar næstu vikur virðast ætla að rætast, þ.e. áframhaldandi austlægar til norð-austlægar áttir með hita rétt í kringum frostmar (plús eða mínus 3 stilg).
Þetta er orðið voðalega tilbreytingalaust veðurfar og örugglega eitt lengsta tímabil í nýjari Íslandssögu þar sem veðurfar hefur verið nær óbreytt, eða síðan í miðbik október sl.
Þetta er eiginelga það veðurfar sem ætti að vera hér í sumar en ekki núna. Núna vil ég rigningu og rok með 6-10 stiga svo að þessi landsins nýjasti fjandi, klakinn, fari veg allra veraldrar.
Björn Logason (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 17:35
Hilmar: að þú skulir vera ánægður með að peningaöflin/olíuiðnaðurinn skuli ógna loftslagsfræðingum með stjarnfræðilegum fjárupphæðum segir bara meira um þig en Micheal Mann..
Höskuldur Búi Jónsson, 25.2.2014 kl. 19:56
Enn einu sinni leyfir þú þér að gera mér upp skoðanir HBJ, ásamt því að fara vísvitandi með rangt mál. Ég haf áður rakið hvernig þú hefur þverbrotið Codex Ethicus Jarðfræðafélags Íslands. Best að rifja upp:
"2 SKYLDUR VIÐ ALMENNING
2.2 Félagi skal alltaf forðast yfirborðslegar, órökstuddar og ýktar yfirlýsingar og ekki ljá slíkum málflutningi stuðning sinn, einkum þegar um er að ræða atriði sem tengjast faglegri ábyrgð og stangast á við faglegt mat.
2.4 Félagi lætur ekki í ljós faglega skoðun, skrifar ekki skýrslu eða ber vitni, án þess að hafa að hans mati fullnægjandi upplýsingar sem varða viðkomandi mál og að skýrt komi fram á hvaða gögnum hann byggir mál sitt.
2.5 Félagi skal hvorki gefa rangar yfirlýsingar né rangar upplýsingar þótt hann sé beittur þrýstingi af vinnuveitanda eða viðskiptavini."
> http://www.jfi.is/sidareglur/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.