Úrkomustaðan

Nú eru aðeins sex dagar eftir af febrúarmánuði og línur skýrast í úrkomumálunum. Sérlega þurrt hefur verið víða um landið vestanvert - en á sama tíma hefur úrkoma verið vel yfir meðallagi norðaustan- og austanlands og reyndar norðan til á Vestfjörðum líka.

Meðaltal úrkomu á árunum 1971 til 2000 er til fyrir allmargar stöðvar sem enn athuga - en líka eru í gangi nýrri stöðvar þar sem meðaltal þetta er ekki til.

Hér er listi yfir stöðvar sem eru nú þegar búnar að ná því sem venjulega er heildarúrkoma febrúarmánaðar. Tölur eru í mm.

       stöð        ár           mán       f2014     m7100       vik2014nafn
23120142171,8100,171,7 komin yfir meðaltalMjólkárvirkjun
4002014291,554,037,5 komin yfir meðaltalSauðanesviti
4092014263,742,721,0 komin yfir meðaltalTjörn
4222014290,449,640,8 komin yfir meðaltalAkureyri
4632014219,619,40,2 komin yfir meðaltalSvartárkot
4792014242,332,89,5 komin yfir meðaltalMánárbakki
62020142143,0110,332,7 komin yfir meðaltalDalatangi
69420142230,4152,478,0 komin yfir meðaltalStafafell
70520142194,3146,248,1 komin yfir meðaltalHöfn í Hornafirði

Á eftirtöldum stöðvum er úrkoma orðin meiri heldur en nokkurt sama tímabil mælinga ´(til 22. febrúar).

stöðármándagarúrkomaár eldra hmeldra hámarkupphaf mælinganafn
400201422291,5199271,71990Sauðanesviti
407201422296,0201259,82010Ólafsfjörður
420201421993,3200274,31997Auðnir
4372014222111,12002111,01997Þverá í Dalsmynni
5272014222244,02002144,91994Skjaldþingsstaðir
5652014221137,8200284,81991Svínafell
7092014222169,22012129,72012Borgir í Hornafirði

Hér má m.a. sjá að úrkoman það sem af er á Skjaldþingsstöðum er orðin nærri 100 mm meiri en mest hefur mælst áður á sama tíma. Byrjað var að athuga 1994. Mæliskeiðið í Ólafsfirði og á Borgum í Hornafirði er svo stutt að tölurnar segja svosem ekki neitt.

Á þurra endanum eru stöðvarnar í töflunni að neðan. Þar hefur ekki mæst jafnlítil úrkoma sömu daga í febrúar og nú.

stöðármándagafj.úrkár eldra hámeldra hámarkupphaf mælinganafn
10820142220,019909,51988Stafholtsey
11720142220,1201010,01994Augastaðir
21220142200,120107,31977Brjánslækur
33320142210,220101,92003Brúsastaðir
36120142220,319860,61978Bergstaðir
30320142220,719771,61940Hlaðhamar
18720142211,3201015,42008Kvennabrekka
32120142192,820109,41992Ásbjarnarstaðir
95120142203,3201041,91981Nesjavellir
9420142213,4201015,11996Kirkjuból
93120142223,4201025,51990Hjarðarland
22120142223,5201116,72005Hænuvík
9720142213,6201018,01991Neðra-Skarð
14920142227,8201015,71995Hítardalur

Það er á sex stöðvum sem úrkoma hefur mælst minni en 1 mm það sem af er febrúar. Það er mjög óvenjulegt.

Lítið gerðist á 66 ára hitalistanum í dag (laugardag 22. febrúar). Reykjavík er í sama sæti og í gær, því 17. hlýjasta. Akureyri féll um eitt sæti, úr 26 niður í 27. Aftur á móti fór Stykkishólmur upp um sæti á 169 ára listanum, úr því 43. upp í 42. Í hvaða sætum enda stöðvarnar við mánaðamót? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir úrkomubloggið Trausti. Það væri svo sem í lagi að minna líka á að snjóþyngsli eru veruleg á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.

Bendi í því sambandi vinsamlegast á nýja frétt á mbl.is:

"Vitlaust kóf á Fjarðarheiði

„Menn eru hættir [að moka] á Oddsskarði vegna vonskuveðurs, þar er bara allt á kafi í snjó,“ segir Gunnar Karlsson, vaktstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, en fjallvegir eru nú víðast hvar ófærir.

Gunnar segir snjómokstursmenn vinna við mjög erfið skilyrði. „Það er bara allt fullt af snjó. Svo hreyfir vind og þá skefur í þetta.“ Sem stendur er m.a. ófært á Mývatnsöræfum og ófært og stórhríð á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Háreksstaðaleið. Fjarðarheiði er enn ófær en unnið er hörðum höndum við að reyna að opna yfir á Seyðisfjörð.

Ófært er á Vatnsskarði eystra. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru frá Reyðarfirði með ströndinni að Höfn." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/23/vitlaust_kof_a_fjardarheidi/)

Íbúar á Neskaupstað og Seyðisfirði hafa verið innilokaðir í fimm daga vegna ófærðar!

En þá hljómar auðvitað betur að viðra hitalistann gamalkunna :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 15:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þa er hávetur og ekki tiltökumál þó einhvers staðar sé mikill snjór suma daga. Við hverju búast menn? En þessi vetur hefur ekki verið snjóþungur í heild nokkurs staðar miðað við það sem venjan er. Að láta sem sé svo og hvað þá býsnast yfr því er alveg út í hött.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2014 kl. 16:28

3 identicon

Þarna ferð þú einfaldlega með rangt mál SÞG. Mér er vel kunnugt um það að snjóþyngslin á Fjarðarheiði jafnast á við veturinn 1974.

Það er ekki nóg að sitja yfir mælitölum í höfuðborginni. Menn verða að þekkja landsbyggðina.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 17:14

4 identicon

Ég segi nú eins og Hilmar. Það er nú allt í lagi að setja hlutina fram eftir mikilvægi, þ.e. því sem er fréttnæmt, en ekki eftir því sem virðist henta betur (einhverra furðulegra hluta vegna).

Það fréttnæma er auðvitað úrkomuleysið sunnan- og vestanlands, þ.e. þurrkarnir á þéttbýlasta parti landsins, þar sem verið er að slá met á 14 veðurathugunarstöðvum það sem af er febrúar.

Nei ó nei, ekki skal nú byrjað á því heldur á því hve úrkoman sé nú mikil sumstaðar, helst sem lengst frá mannabyggðum!

Fyrst auðvitað hvar hún sé komin yfir meðaltal og svo þar sem hún hefur mælst mest (reyndar helmingi færri stöðvar en þar sem hefur verið þurrast).

Síðan koma upplýsingarnar um úrkoimuleysið!

Svo vantar auðvitað tölur um þær stöðvar þar sem úrkoman hefur verið undir meðaltali.

Þessi undarlegi hlutleysishalli verður til þess að fréttir um úrkomuleysið berst ekki til almennings.

Það, að í Stykkishólmi hafi aðeins einu sinni verið þurrara það sem af er árinu, hefði nú flestum þótt fréttnæmt - og væri það auðvitað ef það væri ekki dregið úr því með fréttum um mikla úrkomu upp á fjöllum Norðaustanlands,já svo ekki sé minnst á hitamet!

Talandi um hitann sem hefur yljað okkur svo mjög það sem af er ári, þá rölti ég um Laugardalinn í dag. Þar var varla fært vegna klaka. Hvernig ætli standi á því, febrúar er jú sá 17. hlýjasti í Rvík það sem af er? Merkilegar mótsagnir!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 18:20

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var einmitt að tala um landsbyggðina monsjör Hilmar, eftir snjómælingartölum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2014 kl. 18:52

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hmm..........skrýtið Torfi að halda því fram að veðurstöðvar séu einkvað ómerkilegri sem eru fjærri byggð.

Mér finnst nú merkilegt bæði úrkomuleysi vestanlands, og svo úrhellisrigningin austanlands. Snjókoman virðist vera hefðbundið. Hitinn hefur verið að mestu verið í góðu róli, hélst syðst. Enn einstaka sinnum hefur þó komið smá hefðbundið kuldaskot. Og þá helst á allræmdum kuldapollastöðum norðanlands. Loftþrýstingur er búinn að vera mjög lágt. Vindur er búinn að vera sennilega mjög mikill á Vestfjörðum. Enn á Stórhöfða hefur vindur þó verið með minnsta móti þótt illræmd austanátt sé ríkjandi. Þó hefur örfá skipti komið toppvindur.

Pálmi Freyr Óskarsson, 24.2.2014 kl. 00:22

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Hilmar það er víðast hvar snjólítið eins og Trausti sýnir fram á í næstu færslu eftir þessari. En þar sem mikil úrkoma hefur verið  í austanátt, rigning á láglendi, er ekki annars að vænta en mikill snjór sé þá á Fjarðarheiði í um 600 m hæð og á öðrum fjöllum sem eru áverðurs. En í fyrsta lagi er þetta fjallendi og i öðru lagi er þetta aðeins hlitill hluti landsins. Eftir stendur að venju fremur er sljólítð á landinu í heild og ekki síst á láglendi austanlands.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.2.2014 kl. 12:46

8 identicon

Ég hreinlega skil ekki hvað þér gengur til SÞG: "Snjór er óvenjumikill í fjöllum á Austfjörðum..."(sic) Er þetta ekki alveg nógu skýrt hjá Trausta?

Ég benti í sakleysi mínu á þá staðreynd að "Það væri svo sem í lagi að minna líka á að snjóþyngsli eru veruleg á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi."(sic)

Þetta styð ég með rökum og fréttum um þráláta ófærð fyrir austan og þú geysist fram á ritvöllinn og fullyrðir "Að láta sem sé svo og hvað þá býsnast yfr því er alveg út í hött."(sic)

Fyrr má nú neita en afneita!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 15:54

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

"Það væri svo sem í lagi að minna líka á að snjóþyngsli eru veruleg á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi." Aðeins á fjöllum á austurlandi á þetta við.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.2.2014 kl. 18:41

10 identicon

Enn ferð þú vísvitandi með rangt mál SÞG: "Eina undantekningu er þó skylt að nefna en það eru tölurnar úr Svartárkoti í Bárðardal. Þar er snjór með mesta móti - jafnmikill og mest hefur mælst áður í þessum mánuði."(sic)

Hér er svo glæný frétt úr bb.is: "Lífsnauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar

Vegna mikilla snjóalaga víða á hálendi Vestfjarða, vill Orkubú Vestfjarða og Landsnet benda á að þar sem mikill snjór er víða til fjalla ættu allir þeir sem ferðast utan alfaraleiða að sýna sérstaka aðgát."(http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=186659)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 19:41

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski er ég eitthvað að misskilja þig Hilmar en ég er að halda því fram að þó snjóungt sé á austurlandi til fjalla og stöku öðrum stað er almennt snjólétt á landinu. "Óhætt er að segja að óvenjulítill snjór sé víðast hvar í byggðum landsins - meira að segja í sumum snjóasveitum." Segir Trausti. En þú vílar ekki fyrir þér að halda því fram að menn séu vísvitandi að fara með rangt mál.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.2.2014 kl. 13:28

12 identicon

Þetta eru asnar, Guðjón

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 268
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 1584
  • Frá upphafi: 2350053

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 1442
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband