Vik í viku (eđa rúmlega ţađ)

Evrópureiknimiđstöđin sendir tvisvar í viku frá sér spár um veđurlag fjórar vikur fram í tímann. Spár ţessar eru oftast nćr vćgast sagt torrćđar og felast í hrúgu af allskonar vikum frá enn torrćđari međaltölum (eins gott ađ fara ekki ađ ţvćlast ţar um velli).

En viđ skulum samt kíkja á kort í ţessum dúr. Ţađ er í sjálfu sér sáraeinfalt ađ gerđ. Tíu daga spáin frá hádegi í dag (fimmtudag) er tekin og međalsjávarmálsţrýstingur alls spártímabilsins reiknađur. Til ađ auđvelda túlkunina er vik frá međalţrýstingi 1981 til 2010 jafnframt reiknađ - á sama hátt og á kortum sem viđ höfum litiđ á og áttu viđ fortíđ - en ekki framtíđ eins og hér er gert.

w-blogg140214a 

Jafnţrýstilínur eru heildregnar (gráar) á 2 hPa bili, en vikin eru lituđ. Ţau eru blá ţar sem ţrýstingi er spáđ undir međallagi nćstu tíu daga en bleikleit ţar sem búist er viđ ađ ţrýstingur verđi yfir međallagi. Viđ sjáum strax ađ ţrýstingur á enn ađ vera lágur yfir Bretlandseyjum, 20 hPa undir ţví ţar sem mest er. Hér á landi á ţrýstingur aftur á móti ađ vera nćrri međallagi febrúarmánađar, en íviđ yfir međallagi yfir Grćnlandi.

Kannski ađ viđ fáum ađ sjá hćđ yfir Grćnlandi og sígilda norđaustanátt međ hćđarbeygju hér á landi. Af vikabrattanum má ráđa ađ viđ eigum enn ađ búa viđ norđaustanáttarauka - jákvćtt vik er norđvestan viđ land en neikvćtt suđaustan viđ.

Viđ vitum svosem vel hvernig sígild norđaustanátt er - en hvađ segir ţetta um veđur einstaka daga? Ţađ er ekki gott ađ ráđa í ţađ - en kannski má giska á ađ veđriđ verđi enn um hríđ í svipuđu fari og veriđ hefur ţótt einstakar lćgđir fćri okkur allt annađ veđur en véfréttin gefur hér í skyn. Jú, ţrýstingur er ţó hćrri og sveigjan önnur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hitamćlir á Stórhöfđa fékk sennilega hitakast í morgun, Trausti. 4,0°C í ţetta sinn enn ekki 1,0°C eins og oftast.

Pálmi Freyr Óskarsson, 15.2.2014 kl. 23:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband