Vik í viku (eða rúmlega það)

Evrópureiknimiðstöðin sendir tvisvar í viku frá sér spár um veðurlag fjórar vikur fram í tímann. Spár þessar eru oftast nær vægast sagt torræðar og felast í hrúgu af allskonar vikum frá enn torræðari meðaltölum (eins gott að fara ekki að þvælast þar um velli).

En við skulum samt kíkja á kort í þessum dúr. Það er í sjálfu sér sáraeinfalt að gerð. Tíu daga spáin frá hádegi í dag (fimmtudag) er tekin og meðalsjávarmálsþrýstingur alls spártímabilsins reiknaður. Til að auðvelda túlkunina er vik frá meðalþrýstingi 1981 til 2010 jafnframt reiknað - á sama hátt og á kortum sem við höfum litið á og áttu við fortíð - en ekki framtíð eins og hér er gert.

w-blogg140214a 

Jafnþrýstilínur eru heildregnar (gráar) á 2 hPa bili, en vikin eru lituð. Þau eru blá þar sem þrýstingi er spáð undir meðallagi næstu tíu daga en bleikleit þar sem búist er við að þrýstingur verði yfir meðallagi. Við sjáum strax að þrýstingur á enn að vera lágur yfir Bretlandseyjum, 20 hPa undir því þar sem mest er. Hér á landi á þrýstingur aftur á móti að vera nærri meðallagi febrúarmánaðar, en ívið yfir meðallagi yfir Grænlandi.

Kannski að við fáum að sjá hæð yfir Grænlandi og sígilda norðaustanátt með hæðarbeygju hér á landi. Af vikabrattanum má ráða að við eigum enn að búa við norðaustanáttarauka - jákvætt vik er norðvestan við land en neikvætt suðaustan við.

Við vitum svosem vel hvernig sígild norðaustanátt er - en hvað segir þetta um veður einstaka daga? Það er ekki gott að ráða í það - en kannski má giska á að veðrið verði enn um hríð í svipuðu fari og verið hefur þótt einstakar lægðir færi okkur allt annað veður en véfréttin gefur hér í skyn. Jú, þrýstingur er þó hærri og sveigjan önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hitamælir á Stórhöfða fékk sennilega hitakast í morgun, Trausti. 4,0°C í þetta sinn enn ekki 1,0°C eins og oftast.

Pálmi Freyr Óskarsson, 15.2.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 46
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1011
  • Frá upphafi: 2420895

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 888
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband