10.2.2014 | 01:29
Óráðinn éljabakki
Óráðinn éljabakki hefur í dag verið á sveimi skammt suðvestur af landinu - enn ein tilraun sóknar vestanloftsins í átt til landsins og sennilega enn misheppnaðri heldur en áður.
Spár hafa þó verið að gefa úr og í með það að hann nái inn yfir Reykjanes á mánudag (10. febrúar) og satt best að segja getur ritstjórinn ekki frekar en venjulega verið með einhverjar uppástungur þar um. Veðurstofan er líka loðin - en þar er þó fylgst náið með málum frá mínútu til mínútu - sem hungurdiskar gera ekki.
En lítum á mynd veðursjárinnar á Miðnesheiði á miðnætti (sunnudagskvöld).
Litirnir sýna ágiskaða úrkomuákefð - mest 2 til 3 mm á klukkustund. Það er ekki mikið en samt.
En lesendur geta fylgst með sjálfir á ratsjársíðu á vef Veðurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 22
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 1703
- Frá upphafi: 2452580
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1572
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég hef oft lesið framlag þitt á blogginu og kunnað vel við. Fróðleg og skemmtileg blanda sem passar bæði lærðum og leikum. En hvað eru hungurdiskar?
Kveðja.
Gunni
Gunnar H. Gylfason (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 18:25
Ástæður þessa eru að til að klakinn bráðni af einhverju ráði, þarf hitastig að vera yfir 6 gráður í nokkra daga, og helst rigning og rok með.
Ekkert bendir þó til að slíkt hitastig muni láta sjá sig hér á landi á næstunni, þvert á móti mun kólna all verulega nú upp úr 10. feb. og mun sá kuldi verða viðvarandi næstu 10 daga.
Eftir 20 feb. er búist við kunnuglegu veðri, austlægum áttum og hitastig rétt yfir frostmarki.
Í mars má svo búast við kunnuglegu veðri fyrir þann árstíma, norðlægum áttum með því frosti sem þeim fylgja.
Það verður því ekki fyrr en undir mánaðarmót mars-apríl sem búast má við breytingum, en á þeim tímapunkti mun klakinn verða enn sem fastast þar sem hann hefur verið síðan í desember á síðasta ári.
Sjávarhiti það sem af er vetra er lægri en undanfarin ár, og það skýrir etv. kaldara veðurfar nú en undanfarna vetur.
Til að mynda var sjávarhitinn um 7-8 gráður í desember 2009 hér við land, en var um 3 gráður í desember sl.
Helsta breytingin á verðurfari hér á landi er sú, að veðurfar er orðið stöðugra en áður var. Ríkjandi veðurkerfi vara nú mun lengur en hér áður fyrr, þegar veðrið var síbreytilegt.
Nú í daga ráða ríkjandi veðurkerfi í vikur ef ekki mánuði miðað við hér áður fyrr, þegar veðurkerfin ríktu í mesta lagi í eina viku.
Þetta þýðir stöðugra veðurfar, líkt og sl. sumar þegar það rigndi frá því í lok apríl og fram í miðjan september, auk þess að ríkjandi vindátt voru suðlægar áttir.
Við getum því búist við austlægum áttum í nokkrar vikur enn, en hvaða veðurkerfi tekur við eftir það, er ekki gott að spá um.
En eitt er víst, að næsta ríkjandi veðurkerfi mun vara mánuðum saman, þá mun verða ríkjandi á sumri komanda.
Björn Logason (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 22:39
Gunnar. Hungurdiskar er orð sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur tók úr kvæði Matthíasar Jochumssonar Hafísinn og notaði í myndartexta í þýðingu sinni á bók Fridtjof Nansen Hjá selum og hvítabjörnum. Á myndinni mátti sjá það sem almennt eru kallaðar íslummur, nýmyndaður sporöskjulaga ís að verða til úr krapa. Jón hafði orðið reyndar í gæsalöppum og skrifaði sem „hungur-diskar“. Mjög óvíst er að Matthías hafi haft nákvæmlega þessa ísgerð í huga þegar hann notaði orðið í kvæðinu - sennilega bjó hann það til um leið og hann orti - meira þá um hafís og hafísjaka almennt. Fljótur að kasta fram orðum hann Matthías og reynir ritstjóri hungurdiskabloggsins að taka hann og fleiri sér til fyrirmyndar í þeim efnum - þótt misjafnlega takist til eins og gengur. Björn, þrátt fyrir að nákvæmlega ekkert hafi verið um háan hita nú um langa hríð getur engan veginn kallast kalt í veðri, hiti 2 til 3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Janúar var einn af 10 hlýjustu í sínum flokki (næsthlýjastur á Teigarhorni frá upphafi 1873) og hiti er enn langt ofan við meðallag. Næstu vikuna verður samt líklega ívið kaldara en að undanförnu - gaman er að menn reyni sig í lengri spám þakka þér fyrir.
Trausti Jónsson, 11.2.2014 kl. 01:22
Þetta þykir mér góð kenning - ég má til með að prófa:
Ísinn visku enga fann
æddi fiskagrundir.
Hvergi'af miskunn hélið spann
hungurdiskum undir.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2014 kl. 14:38
Verð að fá að leiðrétta smá villu hjá mér:
Ísinn visku enga fann
æddi fiskagrundir.
Hvergi'af miskunn hélan spann
hungurdiskum undir.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2014 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.