6.2.2014 | 01:14
Alaska og Svartahaf
Mestu hlýindin í Alaska virðast vera búin - að minnsta kosti í bili. Við lítum hér að neðan á kveðjustund þeirra. Auk þess gjóum við augum til Svartahafsins í tilefni ólympíuleikanna.
Hlýindin í Alaska hafa verið með nokkuð öðrum hætti en hér á landi. Hér er aðalástæðan sérlega þrálát en tiltölulega hlý austanátt í óvenju lágum loftþrýstingi. Það að þrýstingur hefur verið lágur táknar að lægðabeygja hefur verið á þrýstisviðinu mestallan austanáttartímann - loftið hefur þar af leiðandi ekki verið af norrænum uppruna. Það hefur hins vegar dvalið yfir hlýjum sjó sunnan við land sem sveigt hefur í töluverðri kreppu kringum lægðarmiðju, fyrst austur fyrir en síðan til vesturs yfir okkur. Hefði þrýstingur verið hár - eða í meðallagi er mun líklegra að austanáttin hefði í sífellu fært okkur loft að norðan (hæðarbeygja).
Í Alaska hefur staðan verið þannig að þar hefur lengst af ríkt mjög öflugur hæðarhryggur í háloftunum - hlýtt loft sem ýmist er komið langt að sunnan eða hefur hlýnað í miklu niðurstreymi á leið úr suðri. Hæðarhryggurinn er nú að toppa - eins og nú er gjarnan tekið til orða. Gríðarleg háloftahæð er yfir svæðinu - en virðist nú gefa eftir. Lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um 500 hPa hæð og þykkt um hádegi á föstudag.
Það tekur smátíma að ná áttum. Ör bendir á norðurskautið og austasti hluti Síberíu er undir hæðarmerkinu. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Hæðin er um 5770 metrar í miðju - þetta er með því mesta sem gerist svona norðarlega. Við sjáum gríðarlegan norðanstreng yfir Alaska vestanverðu - vestan við mjög krappa háloftalægð sem er á leið suður og út á Alaskaflóa. Svona stöðu viljum við ekki sjá hér á landi - ofsaveður af norðri við brött fjöll og blindhríð á láglendi.
Þykktina má ráða af litunum - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Á öllu græna svæðinu er óvenjuhlýtt - en kalt er í lægðinni kröppu. Þetta er þó ekki svo mjög kalt loft miðað við það sem oft er á þessum slóðum í febrúar. Við getum talið okkur niður í fjórða bláa lit, en í honum er þykktin á milli 5040 og 5100 metrar. Ef hæðin legðist aftur yfir á eftir lægðardraginu væri það vel sloppið í jafnmikilli norðanátt - en reiknimiðstöðin gerir hins vegar ráð fyrir því að hún falli saman á nokkrum dögum og næsta lægðardrag komi þykktinni vel niður fyrir 5000 metra - alvörukulda.
Þessar breytingar við Alaska munu raska hringrás á öllu norðurheimskautssvæðinu - kannski verða einhverjar breytingar hér á landi í framhaldi af því. Þær breytingar munu - ef af verður - taka nokkurn tíma. Við fylgjumst með því síðar.
En lítum líka til suðausturs - þannig að við getum séð hvernig háloftastraumum er háttað í kringum Svartahaf (og mun stærra svæði). Kortið gildir á sama tíma og kortið að ofan - um hérlent hádegi á föstudag. Það sýnir líka hæð og þykkt 500 hPa-flatarins.
Litli rauði krossinn er settur nærri Sotsji - ólympíuborginni. Ísland sést alveg eftst á myndinni. Hér er allt með mildari hætti en yfir Alaska - jafnhæðarlínur mjög gisnar og engar stórar lægðir eða hæðir - nema kuldapollur norður af Aralvatni. Þykktin yfir Sotsji er eins og snemmsumars hér á landi (og við strönd Norður-Síberíu á kortinu að ofan).
Þetta er allt eins og verið hefur um langa hríð. Háloftalægðir og lægðardrög koma úr vestri yfir Bretlandseyjum en brotna þar og mynda veikan hæðarhrygg - sem stöku sinnum hefur orðið að veikri fyrirstöðuhæð - mjög ólíkri hæðarskrímslinu á Alaskakortinu. Þó verður að segja að hryggurinn er aðeins að hörfa til austurs sem gefur kaldara lofti úr norðri meiri möguleika hér en verið hefur.
Næstu vikuna eða svo munu grunn háloftalægðardrög og veikir hryggir berast til austurs um Svartahaf. Hlýindi verða við ströndina - og frostlausu er spáð í 1500 metra hæð næstu vikuna. Vonandi verða hlýindin ekki til vandræða - eins og var um tíma á olympíuleikunum í Vancouver. En svo er að sjá að ekki séu nein sérstök illviðri á leiðinni á leikana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 46
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 1727
- Frá upphafi: 2452604
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 1595
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Langtímaspáin: "Teikn er á lofti ... Í 40 daga og 40 nætur mun rigna!" Og enginn kippir sér upp við neitt, spáin alltaf "eins"!!!
http://visir.is/section/FRONTPAGE
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.