1.2.2014 | 02:13
Hlýr janúar
Janúar sá sem nú er liðinn reyndist hlýr. Eiginlega ætti að segja mjög hlýr því ritstjóranum sýnist í fljótheitum að hann sé í 12. hlýjasta sæti frá upphafi samfelldra mælinga bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það eru hins vegar ekki alveg sömu janúarmánuðirnir sem eru í 11 efstu sætunum á stöðvunum tveimur. Janúar í fyrra var hlýrri í Reykjavík heldur en nú - en ívið kaldari á Akureyri.
Þá er spurningin hvað febrúar gerir. Þegar til lengri tíma er litið er samhengi hita mánaðanna tveggja ekkert og um langa hríð á síðari hluta 20. aldar fylgdust þeir verr að heldur en t.d. janúar og mars. Í fyrra voru bæði janúar og febrúar mjög hlýir og saman tókst þeim að búa til eina allrahlýjustu ársbyrjun sem um getur hér á landi - mars olli vonbrigðum hvað hita varðar og flestir mánuðir eftir það þótt hitinn tæki vissulega góða spretti í júní og júlí.
Janúar í ár verður einnig merkilegur fyrir það að hiti skyldi ekki fara niður fyrir frostmark á Vattarnesi (milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar). Ekki var það þó hlýjasti staður landsins að meðaltali í janúar - meðalhiti var hærri á einum tíu stöðvum. Mánaðarlágmarkið var +0,4 stig. Það hefur ekki gerst áður að frostlaust hafi verið á íslenskri veðurstöð allan janúar.
Í Seley (ekki langt undan) fór lágmarkshitinn niður í frostmark, nákvæmlega. Á vegagerðarstöðinni í Hvalnesi fór hiti lægst niður í +0,1 stig. Lágmarkið á Stórhöfða (sem var með í keppninni þar til í gær - fimmtudag) fór lægst í -1,5 stig. Í fljótu bragði (allt í fljótubragðaham seint á föstudagskvöldi) sýnist það vera hæsta lágmark á Stórhöfða í janúar - fyrsti mælingajanúar þar var 1922.
Nú - en þess má líka geta að á tveimur stöðvum varð aldrei frostlaust í mánuðinum - hvar skyldi það hafa verið? Jú, á Þverfjalli í Ísafjarðarsýslu (ekki viss hvort það er Vestur-Í eða Norður-Í), þar fór hitinn hæst í -0,6 stig og í Sandbúðum þar sem mánaðarhámarkshitinn mældist -0,1 stig. Og svo fór hiti aldrei upp fyrir frostmark á Gagnheiði, hámarkið var 0,0 stig. Ef út í það er farið var lægsta lágmark á Gagnheiði furðuhátt, -8,5 stig, á Þverfjalli -9,0 - það er líka há tala.
Jafnhiti var mestur við strendur Austurlands, munur á hæsta hámarki og lægsta lágmarki minnstur á Fonti á Langanesi, 6,5 stig. Hitaspönn var mun meiri inn til landsins, mest á Þingvöllum þar sem munaði 23,3 stigum á mánaðarútgildum.
Allt í allt var janúar jafnaðarmánuður hvað hita varðar - og trúlega vindstefnu líka. En önnur saga er af úrkomunni, rosaleg eystra - meiri en 600 mm á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð en lítil vestanlands - hversu lítil sjáum við ekki með öryggi fyrr en frumgögn berast frá þeim stöðvum sem ekki hafa náð að skila skeytum daglega.
Svo er það snjóhulan - ábyggilega óvenjulítil víða um land þótt klakar úr fyrri mánuði hafi verið sérlega þrálátir. Dýr varð spilliblotinn sem kom ofan í kuldakastið mikla snemma í desember. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna honum einum um öll beinbrotin (mörg hundruð?) og trúlega þúsundir marbletta - en svona er það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 186
- Sl. sólarhring: 252
- Sl. viku: 1748
- Frá upphafi: 2452854
Annað
- Innlit í dag: 176
- Innlit sl. viku: 1618
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 171
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það hlýtur að hafa valdið þér vonbrigðum Trausti að janúar í ár hafi ekki náð á topp tíu listann eins og þú varst að gera þér vonir um - og stefndi lengi að.
En óháð því þá gera þessi "hlýindi" ekki mikið gagn.
Svellin minnka lítið þannig að ljóst er að kal verður mikið í vor hér á suðvesturhorninu a.m.k. ´
Þá hefur veðráttan í vetur leikið trjágróður illa víða. Skaflar eru miklir eftir snjókomu í nóvember og jafnvel desember, og vegna roksins sem hefur verið hefur snjóinn skafið í skafla hléveðurs og farið illa með tré.
Reyndar eru síðustu vetrar búnir að vera skógræktinni erfiðir og valdið miklum spjöllum á trjám.
Já, það er ekki allt tekið út með sældinni með þessum "hlýindum". Óskandi væri að vetur séu vetur og sumur sumur en ekki hlýindakaflar um miðjan vetur og svo kuldatíð á sumrin.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 10:19
Hefur eitthvað farið úrskeiðis með 31.jan. í daglegu brauði?
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 10:26
Ástæðan fyrir hinu milda veðri hér á landi nú í janúar er hæð yfir Skandinavíu (sem er greinlega mun hagstæðari okkur, hvað vindafar varðar, en hæð fyrir norðan okkur eða norðvestan sem var raunin fyrri hluta mánaðarins með miklum strekkingi).
Í Norður-Noregi hins vegar hefur verið mjög kalt og ekki komið dropi eða snjókorn úr lofti á mörgum veðurstofum þar allan mánuðinn. Þar er þurrasti janúarmánuður sem nokkurn tímann hefur mælst.
http://www.yr.no/nyheter/1.11507060
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 11:36
Það kemur nánast ekkert inn á daglega brauðið fryri 31. jan.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2014 kl. 11:49
Sæll Trausti og alúðarþakkir fyrir upplýsingarnar.
"Topp tíu" janúarhlýindin standa þá óhögguð áfram - eftir allt saman. Svona eru fræðin hverful. En það má sjálfsagt reyna að leita að hitametum í hafdjúpunum í staðinn ;)
Ég hef áður minnst á véfréttastílinn sem starfsmenn Veðurstofu Íslands virðast hafa tileinkað sér í seinni tíð. Nú þætti mér vænt um að fá að sjá töflu yfir hlýjustu janúarmánuði á Íslandi, frá upphafi mælinga. Með því á ég að sjálfsögðu við útreiknaðan meðalhita á landinu en ekki sérvaldar stöðvar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 13:45
Óskar og Sigurður. Það daglega brauð sem bakað er jálfvirkt þann fyrsta hvers mánaðar inniheldur aðeins metalistann fyrir 1. febrúar - en ekkert úr janúar - þess í stað kemur mánbrauð í sama ofni (í listanum dagsett 1.2.) - í því er yfirlit yfir nýliðinn mánuð. Ég baka e.t.v. brauð fyrir þ.31. síðar í dag ef ég kemst til þess.
Trausti Jónsson, 1.2.2014 kl. 15:50
Janúarmánuðir hafa verið hlýir undanfarin ár og í Reykjavík sýnist mér meðalhitinn síðustu 6 ár hafa verið 1,87°C sem eru sannkölluð miðvetrarhlýindi. Athyglisvert er líka að janúar er orðinn hlýrri en desember miðað við 10 ára meðalhita.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.2.2014 kl. 16:07
Síðustu vetrarmánuðir hafa verið yfirleitt hlýir og sumurinn ekki síður nema það siðasta á sunnan og vestanverðu landinu og einn júní fyrir norðan fyrir skemmstu. Það er því ekki hægt að tala um neina kuldatíð á sumrin mörg síðustu ár. Mér kæmi reyndar ekki óvart þó þessi janúar komist inn á topp tíu hlýindalistann þegar allt landið kemur inn í. Slíkur mánuður einkennist auðvitað af hlýindum hvað sem líður klaka frá mánuðinum á undan. Vetrarhiti er mjög breytilegur milli ára og ekki síður milli daga. Vetrarhlákur, stundum langar, eru eitt af einkennum íslensks veðurfars og oft eru rysjótt sumur. Það er ekki hægt að búast við köldum og vetrum sem eiga að vera eins og t.d. vetur í Finnlandi eða sólríkum sumrum sem eiga að vera þá sumur, t.d. eins og þar eru líka miðað við okkur. Það er með öllu fánýtt og tóm tjara að vera með óskhyggju um að vetur eigi að vera vetur og sumur sumur á Íslandi! Við getum ekki óskað okkur út úr náttúrulegu veðurfari landsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2014 kl. 17:22
Einmitt Sigurður! Það sem við erum að upplifa núna er "náttúrulegt veðurfar landsins", þ.e. þetta dæmigerða eyjaloftslag.
Þess vegna skil ég ekki alveg þetta sífellda metatal (þennan meting). Þetta er einfaldlega íslenskt veðurfar ... með ákveðnum sveiflur eins og gerist.
Mér leiðist það hins vegar enda bæði búið lengi fyrir norðan þar sem sveiflur eru miklu minni - og einnig lengi erlendis þar sem maður er blessunarlega laus við þessar öfgar í veðurfari.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 18:27
Nákvæmlega náttúrulegar sveiflur - en undir er hnattræn hlýnun eins og flestir vita.
Höskuldur Búi Jónsson, 1.2.2014 kl. 20:36
Hér má víst ekki efna til "lesendadeilna um páfadóm í loftslagsvísindum" án þess að eiga á hættu að síðuhaldari eyði umfjöllun/ummælum.
Því er rétt að leyfa þessari trúarsetningu innvígðra að standa, enda rímar hún ágætlega við boðaða max 6°C hækkun meðalhita á Íslandi á þessari öld, samkvæmt trúarriti íslensku vísindanefndarinnar um loftslagsbreytingar - sérlegri undirnefnd IPCC á Íslandi! :)
Það er bara eitt vandamál Trausti Jónsson - hvar er boðaða hlýnunin?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 22:45
Hilmar: má ekki bjóða þér að koma með þína spá um hnattræna kólnun eða er hún of óljós til að festast á blaði - sjá hér: http://www.loftslag.is/?p=14586
Höskuldur Búi Jónsson, 1.2.2014 kl. 23:28
Og nú er bara að vona að febrúar verði hlýr því að þá er von til þess að hægt verði að nota þá aðferð sem kuldatrúarmenn töldu heppilesta til þess að finna út hvað síðasta ár var kalt; að sleppa janúar og febrúar út úr meðaltali ársins.
Ómar Ragnarsson, 2.2.2014 kl. 00:34
Getur ekki staðist að það hafi verið óvenjulega jafn hiti í þessum janúar, a.m.k. í Reykjavík? Mér finnst eins og það hafi eiginlega aldrei komið "alvöru" hláka (rok og rigning með 6-8 stiga hita í einhvern tíma) heldur var hitinn ótrúlega oft um 3 stig og svo komu engin kuldaköst. Þetta mundi kannski líka skýra svellalögin, þau minnka mjög hægt í 3 stiga hita og lítilli úrkomu þegar ekki er nein sólbráð. Vanalega sjást ekki mikil svellalög í svona hlýjum janúarmánuðum, a.m.k. ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Mér dettur sem sagt í hug að það gæti verið forvitnilegt að sjá t.d. staðalfrávik hitans núna í janúar samanborið við aðra janúarmánuði.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 00:54
Ómar, fyrsti dagur febrúar var 4,5 stigum yfir meðallagi síðustu 10 ára - en það er víst útilokað að slíkt haldi áfram. Björn, það er rétt að hiti var óvenjujafn í janúar og rétt skýring þín á viðveru klakans. Desemberklaki vill verða sérlega þrásetinn - eftir 20. febrúar fer að muna um sólina yfir hádaginn og vinnur hún vel á síðvetrarklaka í björtu veðri (þótt hann geti svosem verið leiðinlegur líka). Það vakti eftirtekt fleiri veðurnörda hvað lítið var um hámarks- og lágmarksdægurmet í mánuðinum - jafnvel á stöðvum sem aðeins hafa athugað stuttan tíma. Um óvenju lágt landsmánaðarhámark var fjallað um á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum og reyndar var landsmánaðarlágmarkið með hæsta móti. Mánaðarspönnin var með minnsta móti.
Trausti Jónsson, 2.2.2014 kl. 01:30
Ómar! Suðvestanlands var árið í fyrra það kaldasta frá árinu 2000. Í Reykjavík "aðeins" 36. hlýjast af 143 árum eða -0,6 undir meðallagi síðustu 10 ára.
Því þurfum við "kuldatrúarmenn" ekkert að sleppa tveimur fyrstu mánuðum ársins í fyrra til að fá "heppilegar" kuldatölur fyrir okkur!
Reyndar var janúar í ár hér á höfuðborgarsvæðinu mun kaldari en í fyrra eða sem munar 0,4 gráðum (2,3 nú en 2,7 í fyrra).
Þá er það einnig kaldara á landsvísu eða sem munar 0,2 gráðum.
Þannig að ef við reiknum frá mars-mars þá kemur "árið" enn mun verr út en ef við reiknum frá janúar-janúar.
Svo sýnist mér febrúar ætla að vera kaldur, ef eitthvað er að marka spána næstu daganna. Það er aðeins fyrsti dagur mánaðarins sem ætlar að vera hlýr.
"Kulda"trúin er þannig allavega mun nær raunveruleikanum þessi dægrin en "ofsahlýnunar"trúin.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 10:39
Veðurnördum finnst gaman að veðurmetum til allra átta alveg eins og áhugamönnum um íþróttum er dillað þegar met eru sett í íþríttum. Það bara fylgir því að vera veðurnörd með útstæð eyru! En þó íslenskt veðurfar sé breytilegt eru topp tíu met t.d. fyrst og fremst til vintis um aftaka útgildi hvers konar en ekki hversdagslegan breytileika. Þau segja því talsvert um þau mörk sem veðurfar viðkomandi svæðis er innan sem ýtrustu metin sýna að geta færst ofurlítið til en aldrei um of. Veðurmet verða að sjálfsögðu líka í löndum þar sem verðurfar er stöðugra og allt öðru vísi en hér. Hvað öfgar varða í veðri, en mjög er tísku að tala um þá, eru slíkir öfgar í minum huga eitthvað sem er sérlega afbrigðilegt en ekki t.d. að eftir 2 stiga janúar komi -2 stiga febrúar eða mjög þurrt sé á einum stað en vott á öðrum sem sé þá oft sama veðurfyrirbærið. Raunverulegir öfgar finnst mér aftur á móti hafa t.d. verið að eftir einvherjum hlýjasta sumri 1880 kom kuldavetur sem sló allt út strax á eftir, 1881. Að mínu viti hafa ekki verið neinir öfgar, sem hægt er að tala um, í íslensku veðrufari alla þessa öld. - Þessum orðum er ekki stefnt gegn neinum í hugmyndastríði heldur er ég bara að hugsa upphátt um atriði í veðurfari sem mér finnst skipta máli hvernig eru skilin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.2.2014 kl. 12:38
Hámarks og lágmarkshiti mönnuðu stöðvanna 31. jan. hefur í það minnsta ekki komið inn á daglega brauðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2014 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.