Skörp skil koma inn á Suðvesturland

Skörp skil koma inn á Suðvesturland síðdegis á fimmtudag (30. janúar). Að baki skilanna snjóar nokkuð. Þegar þau koma inn á land verða þau enn í nokkurn veginn heilu lagi - en útsynningur sem ætti kannski að fylgja í kjölfarið um aðfaranótt föstudags virðist ekki ætla að komast til landsins vegna ört dýpkandi lægðar suður í hafi. Hún fer að snúa lofti yfir mestöllu Norður-Atlantshafi í kringum sig - og dregur upp austanátt hér á landi.

w-blogg300114a 

Kortið (evrópureiknimiðstöðin) sýnir hita og vind í 925 hPa-fletinum auk hæðar hans (í dekametrum). Þessi flötur verður í um 540 metra hæð yfir Reykjanesi þegar kortið gildir - en það er klukkan 15 á fimmtudag (30. janúar).

Hefðbundnar vindörvar sýna vindátt og vindhraða en litafletir hita. Mörk grænu og bláu litanna er við -4 stig. Kortið þolir töluverða stækkun ef smellt er á það tvisvar. 

Á undan skilunum er suðaustanátt og frostleysa á láglendi - en norðvestanátt á eftir þeim og hiti þá nærri frostmarki á láglendi. Norðvestanátt hefur tilhneigingu til þess að leggjast fljótt í vestur við Faxaflóa.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi staða kemur upp nú í janúar. Mikil blinda var á vegum úti vegna þess að klessusnjór settist á vegstikur og veglínur - þótt skafrenningur væri nánast enginn á láglendi. Frost er á heiðum og þar getur skafið.

Þetta er spennandi staða fyrir okkur sem fylgjast með lágmarkshitanum á Stórhöfða og á Vattarnesi - en enn er hugsanlegt að allur mánuðurinn líði á þess að hiti fari niður fyrir frostmark á þessum stöðvum. Stórhöfði verður í hættu í snjókomunni - hiti gæti þar hæglega farið rétt undir frostmarkið. Annar tími frosthættu rennur upp aðfaranótt föstudags - þegar birtir upp að aflokinni snjókomunni.

Ritstjórinn reyndist þurfa að loka pistli gærdagsins og eru almennir lesendur beðnir velvirðingar. Ástæðan var sú sama og áður - deilur þær um páfadóm sem ekki eiga heima á síðum hungurdiska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Stórhöfði er sprunginn á limminu með -0,2!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2014 kl. 18:29

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður - þetta hlýtur að þýða að það sé að kólna og það jafnvel á heimsvísu...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.1.2014 kl. 19:13

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En Vattarnes þybbast við.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2014 kl. 19:21

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Já Sigurður Þór, og það á síðustu metrunum af janúarmánuðunum. Og ekki stóð þetta frost dagsins lengi. Eða bara nokkrar mínútur (eða þegar mælirinn var þurrkast). Enn það hefur samt ýmislegt merkilegt gerst í veðrinu í janúar 2014 á Stórhöfða. Og læt ég Trausta um það að segja það hér á blogginu ef hann hefur áhuga á því.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.1.2014 kl. 19:26

5 identicon

Sumir liggja á bæn en aðrir ekki :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 19:33

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Höfðarnir okkar klikka á síðustu metrunum ekki síður en strákarnir okkar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2014 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 42
 • Sl. sólarhring: 429
 • Sl. viku: 1806
 • Frá upphafi: 2349319

Annað

 • Innlit í dag: 31
 • Innlit sl. viku: 1623
 • Gestir í dag: 31
 • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband