29.1.2014 | 00:40
Enn ein stórlægðin (viðheldur svipuðu ástandi)
Svo virðist sem enn ein stórlægðin muni dýpka fyrir sunnan land á fimmtudag og föstudag - dóla síðan austur til Bretlandseyja og valda því að austan- og norðaustanáttin milda sem ríkt hefur að undanförnu heldur sínu striki. Að vísu koma kuldaskil úr vestri inn á landið á fimmtudag með einhverri snjókomu. Það ástand stendur þó varla nema í hálfan sólarhring eða svo.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum um hádegi á fimmtudag (30. janúar). Þá lifir vestansóknin enn í formi mjórra kuldaskila. Á undan þeim er suðaustanstrekkingur með slyddu eða rigningu en snýst síðan snögglega yfir í vestur með slyddu eða snjó. Þetta er skarpt lægðardrag - það sjáum við á legu þrýstilína í því.
Svo er lægðin mikla lengra suðvestur í hafi og dýpkar rosalega - eins og margar þær fyrri í vetur. Evrópureikimiðstöðin nefnir töluna 937 hPa í miðju um hádegi á föstudag, e.t.v. aðeins vel í lagt - en það kemur í ljós.
Á kortinu að neðan sjáum við þriggja tíma þrýstibreytingu, frá því kl. 9 til kl.12 á fimmtudaginn.
Á undan lægðarmiðjunni suðvestur í hafi fellur þrýstingur mjög - svo mikið að rauða litnum brestur afl og skiptir yfir í hvítt á litlu svæði. Þar hefur þrýstingurinn fallið um 17,5 hPa á þremur tímum. Við sjáum að loftvog fellur á undan lægðardraginu við Suðvesturland en rís handan þess - eins og vera ber. En hryggurinn litli sem viðheldur vestanáttinni gufar upp þegar hann fær á sig svona mikið þrýstifall. Þar með er vestanáttin búin. En segja má að hún dugi þó í það að halda austanátt lægðarinnar miklu í skefjum hér á landi. En það hvessir þó sums staðar á föstudag og laugardag.
Yfir í annað: Hlákan langa lifir en á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Vattarnesi (og reyndar líka á vegagerðarstöðinni við Hvalnesskriður, þar er lægsti hiti mánaðarins 0,1 stig). Síðast fraus á Stórhöfða 27. desember, þannig að lengd frostleysunnar er því hér með orðin 32 dagar.
Ritstjórinn er forvitinn maður og fletti þess vegna upp á vetrarhlákum á Stórhöfða allt aftur til 1949. Við lesturinn kom í ljós að einu sinni hefur komið 33 daga hláka á Stórhöfða um miðjan vetur og ef morgundagurinn (miðvikudagur 29. janúar) heldur jafnast sú lengd þar með. Bætist fimmtudagurinn við er um nýtt met að ræða. Sú 33 daga hláka sem hér um ræðir stóð frá og með 12. desember 1997 til og með 13. janúar 1998.
Engin svona löng vetrarhláka endar í febrúar á þessu 65 ára tímabili, en hins vegar tvær í mars. Um þetta mætti fjalla meira þegar endanlega verður séð hversu lengi núverandi hláka stendur.
Og yfir í enn annað: Spurt var um stormspár - hvenær kom síðasti stormspárlausi dagurinn á Veðurstofunni (land OG mið)? Ritstjórinn er ekki alveg nógu kunnugur villum í textaspárgrunni Veðurstofunnar til að vera öruggur um svarið - en sýnist samt að það muni hafa verið 24. nóvember. Á þessu mætti líka smjatta meira síðar.
Og - enn annað: Frést hefur frá Alaska að hitabylgjan þar hafi slegið mikinn fjölda meta - þar á meðal ýmis háloftahitamet yfir Barrow-höfða nyrst í fylkinu og Fairbanks í því miðju. Hiti í 850 hPa fór í 7,0 stig (C), nærri þremur stigum hærra en fyrra met janúarmánaðar yfir Barrow. Reyndar hefur hiti þar aldrei mælst hærri en 5 stig í 850 hPa í janúar til mars. Yfir Fairbanks fór þykktin í 5545 metra og hefur aldrei orðið jafnhá eða hærri í neinum mánuði á tímabilinu nóvember til mars, en mælingar ná meira en 60 ár aftur í tímann. Upplýsingar eru fengnar af ágætri bloggsíðu heimamanna.
Ritstjórinn er að vinna að endurgerð metaskrár háloftastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli - verður hún vonandi tilbúin fyrir næsta hrun í makrílstofninum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 30.1.2014 kl. 00:39 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1046
- Sl. sólarhring: 1112
- Sl. viku: 3436
- Frá upphafi: 2426468
Annað
- Innlit í dag: 933
- Innlit sl. viku: 3089
- Gestir í dag: 905
- IP-tölur í dag: 838
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Alúðar þakkir, Trausti, fyrir fróðleikinn.
Yfir í enn annað: Glæný frétt cnsnews.com greinir frá því að loftslagsvísindamaðurinn og jöklafræðingurinn Dr. Don Easterbrook spái hnattkólnun a.m.k. næstu tvo áratugina:
“For the next 20 years, I predict global cooling of about 3/10ths of a degree Fahrenheit, as opposed to the one-degree warming predicted by the IPCC,” said Easterbrook, professor emeritus of geology at Western Washington University and author of 150 scientific journal articles and 10 books, including “Evidence Based Climate Science,” which was published in 2011. (See EasterbrookL coming-century-predictions.pdf)"
... og ennfremur er haft eftir Dr. Don Easterbrook:
"Easterbrook noted that 32,000 American scientists have signed a statement that there’s no correlation between climate change and carbon dioxide levels. “I am absolutely dumbfounded by the totally absurd and stupid things said every day by people who are purportedly scientists that make absolutely no sense whatsoever…."(!)
> http://cnsnews.com/news/article/barbara-hollingsworth/climate-scientist-who-got-it-right-predicts-20-more-years-global
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 21:05
Hilmar: Don Easterbrook spáði því að frá byrjun aldarinnar og fram til ársins 2030 þá myndi jörðin kólna um 1,1-2,8C. Nú er næstum búinn helmingurinn af því tímabili og hvað hefur kólnað mikið? Hvað segir hann núna - eftir 20 ár verður búið að kólna um einhver brot úr gráðu? Er eitthvað að marka spámann sem færir alltaf tímabilið til þegar spáin gengur ekki? Þetta minnir á tal ónefnds bloggara hér á Íslandi sem oft er vitnað í af íslenskum efasemdamönnum - hann er búinn að spá lítilli Ísöld frá árinu 1998 ;)
Á loftslag.is höfum við skrifað smá um önnur "vönduð" vinnubrögð Easterbrook, sjá Að fela núverandi hlýnun
Höskuldur Búi Jónsson, 29.1.2014 kl. 22:38
Fyrst þetta:
"1.5 Jarðfræðingur á að vera gagnrýninn, jafnt á eigin niðurstöður sem annarra, og á ekki að samþykkja niðurstöður annarra fræðimanna af orðspori þeirra einu saman né á hann að samsinna viðteknum skoðunum af gömlum vana. Hann á ávallt að vera reiðubúinn að skipta um skoðun á einstökum málum ef ástæða er til.
Það eru m.a óvönduð og óvísindaleg vinnubrögð ef jarðvísindamaður vísvitandi:
Býr umyrða- og fyrirvaralaust til upplýsingar sem engar heimildir eru fyrir.
Falsar heimildir og dagsetningar.
Notar með ólögmætum eða óviðteknum hætti ritverk, hugmyndir eða kenningar annarra.
Velur úr heimildum aðeins það sem hentar niðurstöðum hans en sleppir að geta þess sem mælir á móti .
Misnotar tölulegar upplýsingar til stuðnings niðurstöðum sínum
Gætir ekki fyllstu sanngirni gagnvart skoðunum annarra.
Getur ekki framlags samverkamanna sinna, aðstoðarmanna, nemenda og annarra sem hafa komið að verkinu." (http://www.jfi.is/sidareglur/)
Svo þetta:
"Á loftslag.is höfum við skrifað smá um önnur "vönduð" vinnubrögð Easterbrook, sjá Að fela núverandi hlýnun"(sic)
Og hvernig er svo "vandaða" umfjöllunin hans HBJ um meint "vönduð" vinnubrögð Easterbrook á loftslag.is?
"Fyrir nokkrum vikum var haldin ráðstefna efasemdamanna um hnattræna hlýnun og einn fyrirlesara virðist kunna flestar brellurnar í handbók efasemdamanna. Það er Don Easterbrook, fyrrum prófessor í jarðfræði og áður væntanlega þokkalega virtur í sínu fagi. Hann hefur verið sannfærður undanfarin ár að Jörðin eigi eftir að verða fyrir kólnun á næstu árum og áratugum. Þessi sannfæring hans á reyndar ekki við nein vísindaleg rök að styðjast." (http://www.loftslag.is/?p=7682)
Dæmi nú hver fyrir sig. . .
"6 VIÐURLÖG
6.1 Teljist félagi brotlegur við þessar reglur sætir mál hans meðferð samkvæmt ákvæðum í lögum eða samþykktum JFÍ."
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 23:30
Hilmar: Þú ættir kannski að ræða aðeins við þennan Don Easterbrook - hann hefði gott af smá tiltali um siðfræði ... en í alvöru talað, hafðu samband við jarðfræðifélagið ef þér finnst ég vera að brjóta eitthvað á þér og öðrum með því að benda á augljósar villur og rangfærslur.
Höskuldur Búi Jónsson, 29.1.2014 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.