28.1.2014 | 01:24
Ţriđja (misheppnađa?) kuldaásóknin úr vestri (í ţessum mánuđi)
Eins og fram kom á ţessum vettvangi í fyrradag er lítiđ um kalt loft í námunda viđ landiđ - ađallega heimatilbúiđ. En á fimmtudaginn koma kuldaskil úr vestri - og virđast ćtla ađ fara svipađ ađ og ţau tvenn síđustu - ađ slefast í vestanátt međ snjókomu en síđan tekur austanáttin furđuhlýja viđ aftur.
Viđ skulum líta á óvenjulegt kort - ţađ sýnir sjávarmálsţrýsting eins og evrópureiknimiđstöđin spáir honum um hádegi á miđvikudag. En á kortinu má líka sjá vind í 700 hPa-fletinum (viđ ţykjumst varla sjá hann), ţykktina (svartar strikalínur) og ţykktarbreytingu nćstliđnar sex klukkustundir á undan gildistíma spárinnar.
Bláa flykkiđ er ţykktarbreyting - inni í kjarnanum (fjórđa bláa lit) hefur ţykktin falliđ um 120 metra. Ţar hefur kólnađ um 6 stig á 6 tímum. Heildarkólnun er meiri ţví ţađ tekur blámann meir en 6 klukkustundir ađ fara alveg yfir. Ţarna eru býsna öflug kuldaskil á leiđ til austurs og norđausturs.
Ţau eru líka á leiđ til suđausturs og til ađ komast til Íslands verđur eitthvađ af ţeim ađ geta hreyfst til norđausturs. Gliđnunin (breikkun víglínunnar) ţýđir ađ ţađ linast á framsókninni og skilin rétt komast til Íslands áđur en ţau eyđast. Spáin nú segir ađ ţau komi inn á Suđvesturland síđdegis á fimmtudag - en ađeins 12 stundum síđar verđi nćsta austanáttarlćgđ mćtt á svćđiđ.
Nú (á mánudagskvöldi) lifa fjórir dagar af janúar og enn lifir líka vonin um fyrsta frostlausa janúarmánuđinn hér á landi. Sömu stöđvar og fyrr eru međ í keppninni, Stórhöfđi, Vattarnes og Seley (en ţar er stendur núll komma núll enn sem lćgsti hitinn). Vestmannaeyjabćr er ţegar dottinn út úr keppni bćđi vegna kulda (-0,5 stig) og á tćknivillu (fáeinar lágmarksathuganir vantar). Ţetta verđur ansi tćpt.
Mánađarmeđalhitinn er enn í 8. sćti allra hlýjustu og á Akureyri í 10. sćti. Á topp tíu janúarlista Reykjavíkur eru nú ţrjú árapör, 1946 og 1947, 1972 og 1973 og 2013 og 2014. Hvernig skyldi standa á ţví? (- Ţví er ţannig variđ ađ ritstjórinn veit ekki svariđ).
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 70
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 1495
- Frá upphafi: 2407618
Annađ
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 1323
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 59
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér sýnist ađ síđast hafi veriđ frost á Stórhöfđa 27. desember og enn er frostlaust.
Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 28.1.2014 kl. 09:45
Svo spurning hvađ frostdagarnir séu margir, eđa á mađur segja frekar fáir ţennan veturinn á Stórhöfđa. Svo er líka spurning hvar dagurinn í dag 28. janúar 2014 lendi ofarlega á topplista í hćgvirđisdegi í janúar á Stórhöfđa. Núna kl.16 er allavega búiđ ađ vera ansi litill vindur síđan frá miđnćtti.
Pálmi Freyr Óskarsson, 28.1.2014 kl. 16:08
Óskar. Ţetta er orđiđ mjög óvenjulegt - ég athugađi máliđ og má lesa um bráđabirgđaniđurstöđu ţess í bloggpistli ţeim sem fylgir á eftir ţeim ađ ofan. Pálmi - minntu mig á ađ telja frostdaga í vor.
Trausti Jónsson, 29.1.2014 kl. 00:43
Ekki veit ég hvernig frostdagar eru taldir á sjálfvirkum stöđvum. Í október var frostlaust á Stórhöfđa, lćgsti hiti 0,0 stig ţ.29. og er ţađ útaf fyrir sig óvenjulegt. Í nóv. voru frostdagar 7 og í des. voru ţeir 19 ef rétt er taliđ, en t.d. 5 í des. 1963. Fyrsta frost vetrarins 12. nóvember.
.
Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 29.1.2014 kl. 09:57
Allt í lagi Trausti, reyni ađ muna ţađ í vor. Annars sýnist mér hjá föđur mínum ađ desembermánađarfrostdagar sé ađ skemma ţetta.
E.s. Mikiđ vćri ég til ađ fá međaltalsformúluna hjá Veđurstofunni. Er einhversstađar hćgt ađ finna hana á netinu?
Pálmi Freyr Óskarsson, 29.1.2014 kl. 18:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.