Af háum lágmarkshita

Fyrir nokkrum dögum var hér á það minnst að enn hefði ekki frosið á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Vattarnesi það sem af er mánuðinum. Það ástand stendur enn. Það er á móti líkum að frostleysan endist út mánuðinn.

Samt er eðlilegt að spurt sé um hæsta mánaðarlágmark janúarmánaðar. Á Stórhöfða er talan -1,2 stig og stendur frá árinu 1973 (sem varð reyndar heldur dapurt hvað hita snertir). Líkurnar á því að þetta met haldi eru meiri heldur en líkurnar á frostleysu - og vaxa eftir því sem nær dregur mánaðamótum.

En skyldu einhverjar aðrar stöðvar vera í methugleiðingum? Gerð var skyndikönnun á málinu og litið aftur til 1949 - við látum eldri athuganir bíða þar til nær dregur mánaðamótum (ef eitthvað heldur). Þegar gerður er listi yfir hæstu mánaðalágmörk janúar á núverandi mönnuðum stöðvum kemur í ljós að 12 stöðvar af 21 eru í methugleiðingum - tvær hafa jafnað fyrra met en sjö stöðvar hafa nú þegar sprungið í hlaupinu, þar á meðal Reykjavík. Ekki munar þó nema 0,1 stigi á metinu þar, -4,3, og þeim -4,4 stigum sem mældust þann 11. síðastliðinn.

Hér er listi yfir þær stöðvar sem enn eiga möguleika á meti - aftasti dálkurinn sýnir borð fyrir báru. Það er mest á Skjaldþingsstöðum og í Miðfjarðarnesi. Tölur eru í °C.

stöðlágm2014metármism
Skjaldþingsstaðir-3,5-9,319965,8
Miðfjarðarnes-2,2-7,220135,0
Sauðanesviti-0,7-4,220133,5
Mánárbakki-3,2-6,520013,3
Grímsstaðir-8,0-11,220013,2
Bláfeldur-1,9-4,320132,4
Hólar í Dýrafirði-5,5-7,520092,0
Ásgarður-4,1-6,020131,9
Dalatangi-0,2-2,019501,8
Höfn í Hornafirði-1,8-3,619741,8
Akureyri-6,2-7,819901,6
Keflavíkurflugvöllur-2,7-3,519730,8

Nokkuð kalt verður í nótt (aðfaranótt föstudags 24. janúar) og trúlegt er að einhverjar þessara stöðva heltist strax úr lestinni. En hver veit.

Við megum taka eftir því að janúar í fyrra (2013) á fjögur met í töflunni - og fjögur standa líka á þeim stöðvum sem örugglega ná ekki meti í ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt væri að fá einhverjar tölur um annað en hita (enda virðast metin ekki ætla að falla þar því spáð er köldu veðri út mánuðinn eftir hlýja hvellinn sem verður í dag).

Þegar þessi mánuður var hálfnaður var úrkoman lítið hér í Reykjavík (14,3 mm) eða aðeins um 40% af meðalúrkomu áranna 1961-90.

Hvernig er staðan nú (eftir rigninguna í dag er spáð þurru það sem eftir er mánaðarins)?

Í Noregi er talað um þurrasta janúarmánuð nokkru sinni - og að hæðin sem hefur blokkerað lægðarganginn yfir landið muni halda velli vel fram í næsta mánuð:

http://www.yr.no/nyheter/1.11487718

http://www.yr.no/nyheter/1.11490526

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 221
 • Sl. sólarhring: 464
 • Sl. viku: 1985
 • Frá upphafi: 2349498

Annað

 • Innlit í dag: 206
 • Innlit sl. viku: 1798
 • Gestir í dag: 204
 • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband