Fyrstu tíu stig ársins

Í gær var hér fjallað um óvenju háan hæsta lágmarkshita (æ) það sem af er mánuði. Í dag fór svo hæsta landshámark í fyrsta sinn í 10 stig á þessu ári. Þá mældist hitinn 10,1 stig í Skaftafelli og 10,5 stig við Sandfell í sömu sveit.

Flestir lesendur eru líklegir til að leggja þann skilning í fyrirsögnina að ofan að fyrst verið sé að geta þessa hljóti það að vera merki um óvenjuleg hlýindi. Svo er þó alls ekki - eins og veðurnördin vita.

Hiti hefur nefnilega komist í 10 stig á landinu í öllum janúarmánuðum síðan 1994, þá varð hann hæstur 9,4 stig á Seyðisfirði. Það er ekki nema rétt á stangli sem það kemur fyrir að hiti nái ekki tíu stigum.

Nú má vel vera að núlíðandi mánuður eigi eftir að bæta um betur - en satt best að segja er ekkert sérstakt útlit fyrir það. Austan- og norðaustanáttarhlýindi í janúar eru ekki sérlega gæf á há hámörk - þótt meðalhiti sé mjög hár. Venjulega er sunnan- eða suðvestanátt þá daga sem hiti verður hæstur í janúar, en þær vindáttir hefur meira eða minna vantað síðustu vikurnar. Aðeins einn dag hefur meðalvindátt á landinu verið af vestlægri átt, það var í gær (fimmtudag) - en sá dagur er sá næsthægviðrasamasti það sem af er mánuðinum - sjónamun hægara var á miðvikudaginn, meðalvindhraði þá 3,4 m/s.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a
 • w-blogg300421b
 • w-blogg300421
 • w-blogg280421a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.5.): 9
 • Sl. sólarhring: 506
 • Sl. viku: 1799
 • Frá upphafi: 2030929

Annað

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 1566
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband