Norðaustanstrengurinn gefur sig ekki - í Grænlandssundi

Norðaustanáttin er að sjálfsögðu á heimaslóðum í Grænlandssundi. Algengasta vindátt þar stóran hluta ársins. Aðalstrengurinn hefur hins vegar hörfað í bili út á Hala eða lengra. Norðaustan- og austanbelgingurinn á sér líka uppáhaldsbólstað við suður- og suðausturströnd Íslands og þar var hvassast í dag (föstudag). Æðey í Ísafjarðardjúpi þrjóskast líka við - þar komst 10-mínútna vindur í dag í 18,7 m/s en sá vindhraði nægir til að valda vandkvæðum í ónefndum sveitum.

Fleiri uppáhaldsbæli norðaustanáttarinnar á landinu mætti nefna - en látum það vera að sinni því enginn staður á Íslandi kemst nálægt Grænlandssundinu á vinsældalista norðaustanstormsins.

Hér að neðan er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um vind í 100 metra hæð yfir líkanlandslaginu kl. 18 á laugardag.

w-blogg180114a

Hér má sjá storminn í Grænlandssundi (bleiksvalur á lit) og þannig á hann að vera alla helgina - langt fram í næstu viku - og kannski bara til vors. En við þökkum fyrir meðan hann heldur sér til hlés gagnvart okkur.

Við rétt sjáum í annan býsna sterkan streng - gægist inn á kortið við Hjaltland - við hægri jaðar þess. Hann mun blása illa um olíuborpalla í Norðursjó næstu daga. Strengurinn verður til þegar hlýjar bylgjur vestan af Atlantshafi lenda á köldu austrænu lofti sunnan við fyrirstöðuna góðu (góð fyrir okkur það er að segja) - sem enn heldur.

Ekki er gott að setja sig í spor meginlandsbúa - en ætli fjölmargir íbúar Noregs og Svíþjóðar séu ekki ánægðir með snjóinn úr austri - þótt illt sé á olíumiðum. Danir kvarta hins vegar um frostrigningu - og hafa þeir alla samúð okkar klakabúa í þeim efnum - enda megum við aldrei gleyma glerhálkunni - hvað sem hita líður. Bretar eru að renna í sundur í bleytu og furðukalt verður í Frakklandi - þótt sunnanátt sé. Og Stóri-Boli byltir sér yfir heimskautaauðnum Kanada og horfir enn girndaraugum á Bandaríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að við getu gleymt öllu tali um hlýnun eða minnkun jökla. Nýtt kuldaskeið virðist vera í uppsiglingu.

"18. jan. 2014 - 14:54

Allir í úlpur, húfur, vettlinga og trefla: Er lítil ísöld að hefjast?

Virkni sólarinnar er nú sú minnsta í 100 ár að sögn vísindamanna og aðstæður svipaðar og þær voru áður en Maunder Minimum skall á árið 1645 en þá brast lítil ísöld á.

Vísindamenn telja að þessi ró sem virðist vera yfir sólinni geti valdið meirháttar breytingum á jörðinni og segja 20 prósent líkur á svo verði. Þetta getur orðið til þess að veturnir á jörðinni verði mun kaldari en við eigum að venjast og geti orðið svipaðir og var á Maunder Minimun tímabilinu sem varði frá 1645 til 1715.

Richard Harrison, hjá Rutherford Appleton Laboratory, sagði í samtalið við BBC að hann hefði verið sólareðlisfræðingur í 30 ár en hefði aldrei séð neitt þessu líkt. Hann sagði að veturnir geti orðið svo kaldir að það minni á litla ísöld.

Lucie Green, hjá University College of London, sagði að fylgst hefði verið með virkni sólarinnar í um 400 ár og það væri rétt að nú væri virkni sólarinnar svipuð og hún var áður en Maunder Minimum tímabilið skall á. Hún sagðist þó telja að erfitt væri að spá fyrir um hvernig ástandið yrði á jörðinni þar sem lifnaðarhættir manna væru allt aðrir en á Maunder Minimum tímabilinu og því væri erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar.

Mike Lockwood, prófessor í geimeðlisfræði, sagði að lægra hitastig gæti haft áhrif á háloftastrauma og valdið því að veðurkerfin myndu hrynja.

„Við teljum að innan 40 ára séu 10-20 prósent líkur á að við verðum komin inn í ástand svipað og var á Maunder Minimum tímanum.“

Á síðasta ári varaði bandaríska geimferðastofnunin NASA við því að eitthvað óvænt væri að gerast á sólinni. Reiknað var með að sólin næði hámarksvirkni á þessu ári í 11 ára hringrás sinni en virkni hennar er mjög lítil og lítið um sólbletti. Vísindamenn hjá NASA segja að sólin hafi áður gengið í gegnum tímabil svipuð þessu með lítilli virkni. NASA segir að fjöldi sólbletta sé mun minni núna en 2011 og að mikil sólgos hafi verið frekar fá undanfarið.

Tengslin á milli virkni sólarinnar og veðurfars á jörðinni eru enn ekki alveg ljós og unnið er að rannsóknum á þeim."

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/allir-i-ulpur-hufur-vettlinga-og-trefla-er-litil-isold-ad-hefjast

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 19:33

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hermundur: Upphaflega fréttin er ekki eins og þessi þýðing á Pressunni - en sú þýðing virðist rituð af einhverjum sem vill ekki viðurkenna hnattræna hlýnun af mannavöldum - upprunalega fréttin er hér: http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-25743806

Þar er meðal annars talið að þetta geti tafið hina hnattrænu hlýnun kannski um fimm ár - en að staðbundið geti þó orðið nokkuð kaldara yfir vetrartímann, t.d. í norður Evrópu.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.1.2014 kl. 20:09

3 identicon

"He explains: "If we take all the science that we know relating to how the Sun emits heat and light and how that heat and light powers our climate system, and we look at the climate system globally, the difference that it makes even going back into Maunder Minimum conditions is very small.

"I've done a number of studies that show at the very most it might buy you about five years before you reach a certain global average temperature level. But that's not to say, on a more regional basis there aren't changes to the patterns of our weather that we'll have to get used to.""

Ertu að vitna í þessi 5 ár þarna Höskuldur? Hvernig að þú lest út úr þessu að hann sé að tala um 5 ára töf á hnattrænni hlýnun?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 20:33

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fyrri málsgreinin er svona:

Ef við skoðum þau vísindi sem við þekkjum varðandi hvernig sólin geislar frá sér hita og ljósi og hvernig sá hiti og það ljós keyrir áfram loftslagskerfin, og við lítum á loftslagskerfin hnattrænt, þá er breytingin sem það veldur, jafnvel þó við förum aftur til ástand Maunders lágmarksins, mjög lítil. 

Seinni málsgreinin er svona:

Ég hef gert nokkrar rannsóknir sem sýna að þú kaupir þér í mesta lagi um fimm ár áður en þú nærð ákveðnum hnattrænum hita. En það segir þó ekki að staðbundið verði breytingar í veðramunstri sem við verðum að venjast.

Fróðlegt væri að sjá hvernig þú skilur þessar málsgreinar.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.1.2014 kl. 21:48

5 identicon

Á sama tíma og fréttir eru farnar að berast um undarlegt háttarlag sólarinnar sem geti verið kveikjan að nýju Maunder Minimum ástandi á jörðinni fáum við fréttir af ógnvekjandi kostnaði við að eltast við óðahlýnunartrúboðið:

Umhverfislöggjöf gæti dregið úr hagvexti um tólf prósentustig

> http://visir.is/umhverfisloggjof-gaeti-dregid-ur-hagvexti-um-tolf-prosentustig/article/2014140118912

"Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag.

Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki."(sic)

Lesist hægt og rólega: "Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki."(!)

Þarf að hafa fleiri orð um þetta kostulega helferðartrúboð?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 23:05

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Blogg um norðaustanstrengi i gennd við landið snýst samstundis upp í deilur um hnattræna hlýnun í athugasemdadálkunum. Gæti orðið langur hali! Veðurumræða á Íslandi í hnotskurn eins og hún er orðin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2014 kl. 11:57

7 identicon

Mér sýnist, af þessari frétt um væntanlega kólnun vegna minni virkni sólar, að það verði æ ljósara hvað við vitum lítið um veðurfar - og hvað hafi mest áhrif á það.

Fréttin sýnir einnig hve varhugavert það er að reyna að einfalda hlutina og kenna/þakka einhverju einu um.

Mengun er auðvitað mjög alvarlegt mál - og hnattræn hlýnun einnig því hún gerir ákveðin svæði á hnettinum ó- eða illbyggileg (t.d. löndin við Miðjarðarhaf).

Ég ráðlegg því mönnum að fara hægar í umræðuna og vera yfirvegaðri. Þessi með eða móti taktík er einfaldlega lítt upplýsandi, auk þess sem hún er harla hvimleið.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 12:19

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Einhver varð að svara þessari vitleysu - en ég er sammála, fáránlegt að vera að setja inn svona ótengdar athugasemdir inn á þetta blogg.

Höskuldur Búi Jónsson, 19.1.2014 kl. 13:19

9 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hilmar er eins og snýkju dýr sem nærist á vinnusemi annara. Hvað eftir annað kemur hann sínum skoðunum á framfæri á þessari síðu þó þær tengist efninu ekkert. Þetta er þekkt háttarlag hýena til dæmis vamma yfir dugnaði ljónanna í von um bita af kökunni en auðvitað veit Hilmar að engin myndi nenna að lesa hans eigið blogg um efnið.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.1.2014 kl. 16:48

10 identicon

Menn eru stórorðir hér að venju en væla svo ef þeim er svarað þó svo að það sé ekki nema í helmingi myntar.

Svo ég veit nú ekki hver fer með mestu vitleysuna hér, eða eru mestu hýenurnar.

Upplýsingarnar sem Hermundur setti hér eru athyglisverðar og skipta máli í umræðu um veðurfar, alveg óháð hugmyndum manna um hæga hlýnun, óðahlýnun eða kólnun jarðar.

Ég sá þarna t.d. í fyrsta sinn upplýsingar um það hvað virkni sólar hefur verið lítil undanfarið. Það hljóta að teljast fréttir oig skipta máli um hlýnun/kólnun.

Auk þess er fróðleg að heyra um þennan ellefu ára sýklus (hring) þar sem virkni sólar vex og minnkar - sem útskýrir oft mikinn hitamun innan þessa tímabils.

Einnig fannst mér upplýsandi að lesa um að minni virkni gæti sett upp "blokk" yfir Bretlandseyjum þannig að vestanvindarnir færu norðar með þeim afleiðingum að það kólni á meginlandi Evrópu (hæð austanfrá settist þar að). Þetta mun hafa gerst á litlu ísöldinni 1650-1710.

Ef þetta er ekki fróðlegur sem á heima á mest lestna veðurbloggi landsins, þá veit ég ekki hvar - eða hvað ...

Auk þess er það auðvitað bloggareigandinn sem ræður hvað er skrifað hér og hverjir skrifi en ekki einhverjir sjálfskipaðir "vinir" hans sem þykjast eiga hann að skoðanabróður.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 18:53

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Í 1. athugasemd hér að ofan kemur þetta fram:

„Við teljum að innan 40 ára séu 10-20 prósent líkur á að við verðum komin inn í ástand svipað og var á Maunder Minimum tímanum.“

Þetta má orða öðruvísi og segja:

„Við teljum að innan 40 ára séu 80-90 prósent líkur á að við verðum ekki komin inn í ástand svipað og var á Maunder Minimum tímanum.“

Eða: „Ólíklegt er að Maunder Minimum ástand komi upp á næstu 40 árum. Nýtt kuldaástand virðist því ekki vera í uppsiglingu.

Svo má benda á að „blokk“ yfir Bretlandseyjum er oft ávísun á hlýindi hér á landi enda fáum við þá hingað hlýja sunnanstrenginn vestan hæðarinnar. Aukaverkun gæti þó verið að hafís hlaðist upp norður af landinu í kjölfar þess að norðaustanáttin á Grænlandssundi nær sér ekki á strik.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.1.2014 kl. 20:08

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Torfi: Ert þú ekki sami Torfi Stefánsson og ég gerði athugasemd hjá fyrir rúmum tveimur árum síðan - þú ættir ekki að vera neinn nýgræðingur í að lesa um sólvirkni ef þú hefðir lesið athugasemdina mína og tengilinn sem ég vísaði í - http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/1200950/ 

Höskuldur Búi Jónsson, 19.1.2014 kl. 21:25

13 identicon

Þorvaldur Guðmundsson: Ég kannast ekki við að fyrirbærið "snýkju dýr" sé til í íslensku máli. Ef þú dirfist hins vegar að líkja mér við sníkjudýr hika ég ekki við að sækja þig að lögum fyrir meiðyrði (þú veist væntanlega hvað orðið "meiðyrði" merkir).

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 21:56

14 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hahahahahahaha...........veist þú sjálfur hvað meiðyrði merkir, Hilmar? Nei, ef marka má skrif þín þá efast ég um það........

Pálmi Freyr Óskarsson, 19.1.2014 kl. 22:33

15 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hilmar já ég var einmitt að líkja þér við svoleiðis dýr ég veit reyndar ekki hvað þau dýr hafa gert mér til að verðskulda það en stefndu mér endilega hefði bara gaman af.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.1.2014 kl. 22:54

16 identicon

Síðasti veðurathugunarmaðurinn í Stórhöfða er skiljanlega hættur störfum :)

> http://www.ruv.is/frett/sidasti-vedurathugunarmadur-a-storhofda

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 22:57

17 identicon

Þorvaldur Guðmundsson: Ég kannast heldur ekki við fyrirbærið "svoleiðis dýr". Áttu erfitt með að tjá hugsanir þínar á prenti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 23:01

18 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Nei ok en hvað þá með þannig dýr ef þú átt mjög erfitt með skilning þá get é auðvitað hringt í þig og reynt að skíra þetta út fyrir þér gefðu mér bara upp númerið

Þorvaldur Guðmundsson, 19.1.2014 kl. 23:09

19 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Reyndar er óskiljanlegt hvers vegna ein elsta og tryggasta mannaða veðurstöð Íslands var lögð niður af Veðurstofu Íslands, Hilmar minn.

Annars finnst mér þessi ath.semd þín nr. 16 jaðar við meiðyrði. Og ekki fyrsta sinn sem maður finnst það.

Pálmi Freyr Óskarsson, 19.1.2014 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 356
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1930
  • Frá upphafi: 2350557

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband