Smávegis um árstíđasveifluna

Viđ förum ađeins út fyrir ţćgindarammann (rétt einu sinni) og lítum á árstíđasveiflu hćđar 500 hPa-flatarins og ţykktarinnar yfir landinu. Hér verđa fyrir međaltöl allra mánađa frá janúar 1995 ađ telja og til nýliđins desember. Fyrst er ţađ ţykktin.

w-blogg170114a 

Lárétti ásinn sýnir árin - merkt er međ tveggja ára bili. Lóđrétti ásinn er ţykktin í dekametrum (1 dekametri = 10 metrar). Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Af eđlilegum ástćđum er hún miklu meiri ađ sumarlagi heldur en á vetrum. Hér er auđvelt ađ telja hvort sem er toppa eđa dćldir - allt er međ reglulegum hćtti. Andardráttur sumars og vetrar leynir sér ekki.

En í myndinni eru líka mörg smáatriđi. Neđstu dćldir (gjár) ritsins eru kaldir mánuđir. Allra lengst til vinstri eru ţrír mánuđir í röđ undir 5200 metrum. Ţetta eru janúar til mars 1995, mars sjónarmun kaldari en hinir. Í samkeppni um neđsta sćtiđ eru líka febrúar 2002 og desember 2011 - góđkunningjar međalhitanörda.

Efst teygir sig ágúst 2006 - einn af mjög hlýjum ágústmánuđum nýrrar aldar, en ţó ekki sá hlýjasti hér í niđurheimum lofthjúpsins. En mun verra samband er á milli mánađarmeđalţykktar og mánađarmeđalhita ađ sumarlagi heldur en er á vetrum. Sambandiđ er reyndar lakast í ágúst (en nokkuđ gott samt). Ţađ er einmitt frá miđjum júní, í júlí og ágúst sem sjávarloftiđ er ágengast viđ landiđ og líklegast til ađ kćla ţađ - án íhlutunar háloftanna.

Viđ skulum líka taka eftir vöntun mánađa međ ţykkt undir 524 dekametrum 2003 og 2004.

En ţá er ţađ 500 hPa hćđin:

w-blogg170114b

Hér er líka auđvelt ađ greina ađ sumar og vetur - en veturnir eru mun breytilegri heldur en á ţykktarmyndinni, t.d. var veturinn 2012 til 2013 hálfmisheppnađur - ţar er enginn mánuđur áberandi lágur. Desember síđastliđinn nćr góđu máli - rétt eins og hinn kaldi bróđir hans 2011. Ađ sumarlagi var hikstinn á tímabilinu mestur 2001. Ţá var hćđin í júní og september meiri heldur en í júlí og ágúst. Dálítiđ misheppnađ - ef ritstjórann misminnir ekki var sumariđ sérlega skúrasćlt á hálendinu. Sólin ađ reyna ađ bćta úr skorti á hlýjum háloftum. Síđastliđiđ sumar (2013) er toppurinn fremur mjósleginn heldur en stýfđur - en er ţarna samt.

Ţađ er ágćtt ađ stara ađeins á ţessar myndir - en varist ađ láta ţćr valda spennu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Trausti, ég rakst á frábćrt forrit á netinu sem sýnir vindstyrk og stefnu hvarvetna á jarđarkúlunni -

Ţú hefur kannski séđ ţetta áđur, en ţettar er mjög skemmtilegt!

Brynjólfur Ţorvarđsson, 17.1.2014 kl. 10:35

2 identicon

Talandi um sveiflur í veđurfari, nú bendir flest til ţess ađ undir lok ţessa mánađar (janúar 2014) muni veđurfar breytast og verđa kaldara og úrkoman verđi meiri um norđan og norđvestanvert landiđ. Auđvitađ eru spár bara spár og viđ sjáum hvađ setur. Allt virđist samt benda til ţess ađ veđurfarslíkaniđ, sem dró upp meginţćtti í veđurfarsbreytingum hér í Norđur-Atlantshafi, sé rétt ađ ţví leyti ađ búast megi viđ meiri öfgum í veđurfari og kólnandi veđri hér.

E (IP-tala skráđ) 17.1.2014 kl. 17:39

3 identicon

Athyglisvert. Hvađa veđurfarslíkan er ţađ?

Annars er komin endanlegt yfirlit frá Veđurstofunni fyrir áriđ 2013.

Helstu niđurstöđur eru ţćr ađ sumariđ var lakara sunnanlands en veriđ hefur um alllangt skeiđ. Óvenjuleg hlýindi voru fyrstu tvo mánuđi ársins, methlýindi á mörgum veđurstöđvum, en í öđrum mánuđum var hiti nćrri međallaginu 1961 til 1990; einna kaldast ađ tiltölu í apríl.

Ţó svo ađ hlýtt hafi veriđ á árinu miđađ viđ kuldatímabiliđ 1961-90 ţá var ţađ í flokki ţeirra kaldari á nýrri öld. Kaldast var suđvestanlands, ţađ kaldasta frá árinu 2000.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 17.1.2014 kl. 23:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband