14.1.2014 | 00:39
Fyrirstaðan virðist ætla að halda - en er óþarflega langt í burtu
Fyrirstaðan sem fjallað var um í pistli um miðja síðustu viku - þegar hún var að myndast - virðist ætla að halda. Hún er hins vegar óþarflega langt í burtu frá okkur. En samt - hún hindrar verulegar árásir kulda.
Við lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á miðvikudag (15. janúar).
Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því meiri er vindur í fletinum (tölur í dekametrum). Þykkt er sýnd í lit, en hún segir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri þykkt - því hlýrra. Mörkin á milli grænna og blárra lita er við 5280 metra. Ísland er mestallt í grænu og það þýðir að hiti er 2 til 3 stig yfir meðallagi. Hitavikið er þó minna í neðstu lögum - kalt loft fleygar sig undir það hlýja. Skipt er um liti á 60 metra bili.
En við sjáum fyrirstöðuna - hún hefur miðju við Norður-Noreg. Sjá má kalda lænu liggja til vesturs fyrir sunnan hana. Vindur er af suðaustri í 500 hPa (í rúmlega 5 km hæð) yfir landinu og er ekki tiltakanlega sterkur. Þegar vindur er af norðaustri við jörð en snýst til suðausturs með vaxandi hæð er aðstreymi af hlýrra lofti að eiga sér stað. Það sést líka á því að suðaustanáttin liggur þvert á jafnþykktarlitina og dregur hlýrri liti í átt til landsins.
En norðaustanáttin úti af Vestfjörðum og norður með Norðaustur-Grænlandi er býsna sterk. Þar eru þykktarlitirnir þéttir. Þar má sjá lítinn kuldapoll - liturinn gefur til kynna að þykktin í honum sé rétt innan við 5100 metra - mun hlýrra heldur en við mætti búast miðað við árstíma. Þessi kuldapollsóværa hreyfist til norðausturs og fjarlægist okkur.
Allur raunverulegur kuldi er langt vestur í Kanada og við norðurskautið og ógnar okkur ekki í bili.
Fyrirstaðan virðist eiga að halda - en er óþarflega langt í burtu. Það þýðir að við verðum í viðvarandi lægðabeygju á jafnhæðarlínum - háloftalægðardrag verður að flækjast í kringum landið í að minnsta kosti nokkra daga til viðbótar. Það er þó vonandi að suðaustanáttin nái sér frekar á strik heldur en að norðaustanþræsingurinn haldi áfram.
Þótt til þess að gera hlýtt loft verði áfram yfir landinu má þó ekki gleyma því að um leið og lægir og léttir til fer hitinn inn til landsins í frjálst fall niður í -10 til -15 stiga frost - eða jafnvel meir. Það gerði hann á stöku stað á laugardaginn var. Hitinn dettur hraðast niður þar sem mjöll er á jörð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 154
- Sl. sólarhring: 634
- Sl. viku: 1834
- Frá upphafi: 2454096
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 1692
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 143
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta er að sönnu athyglisverð færsla hjá Trausta. Fyrir fjórum (4) dögum ritaði hann:
"Janúar fer þannig vel af stað í hita. Ekki er spáð sérstökum hlýindum næstu daga en ekki miklum kuldum heldur þannig að breytingar verða varla miklar á þessum tölum fyrr en síðar."
>http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1345003/
Nú virðist ístöðulaus fyrirstöðuhæð, sem þó er "óþarflega langt í burtu frá okkur", skilja á milli fimbulkulda Kanada-lægðarinnar og frjáls falls niður í -10 til -15 stiga frost - eða jafnvel meir, þegar að lægir og léttir til innan fyrirstöðuhæðarinnar!
Til marks um ógnarkulda "kuldapollsóværunnar" má nefna frétt RÚV um hraðfrystingu náttúrunnar á ufsa við Lovund í Norðurlandsfylki í Noregi um síðustu helgi:
"Fiskarnir, sem hefðu hrakist inn í víkina undan öðrum skepnum hefðu ekki komist undan heldur drepist þegar ísinn fraus. Kristiansen sagðist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta og kvaðst ekki hafa heyrt af því að fiskar hefðu áður drepist með þessum hætti á þessum slóðum. Víkin er vinsæll sjósundsstaður á sumrin."(sic)
> http://www.ruv.is/frett/sjorinn-fraus-og-fiskurinn-med
Hnatthlýnun hvað?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 16:45
Hilmar, hérna er hin hliðinn á sandkassaleiknum þínum.
http://www.visir.is/isbirnir-kaela-sig-med-is-og-klaka/article/2014140119366
Hnattkólnun hvað?

Pálmi Freyr Óskarsson, 14.1.2014 kl. 23:49
Það er auðvitað broslegt þegar þú vænir mig um sandkassaleik, Pálmi Freyr Óskarsson. Veistu annars nokkuð hvað orðið merkir?
Ef þú hefðir gefið þér tíma til að lesa fréttina sem þú vísar í þá segir þar: "Hitinn í suðurhluta Ástralíu fer upp í allt að 48 gráður þessa dagana. Það er því talsvert heitt í veðri hinum megin á hnettinum."(sic)
Í umfjöllun World Weather Online segir um veðráttu í Sidney: "Sydney weather is very relaxing all round the year. The summer months (December to February) are hot with an average temperature of 26°C and it can rise above 40°C for few days each summer."(sic)
> http://www.worldweatheronline.com/Sydney-weather-averages/New-South-Wales/AU.aspx
Fréttin sem þú vísar í er m.ö.o. engin frétt. Þetta veður er alvanalegt yfir hásumarið í Ástralíu!
Talandi um sandkassaleik :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 00:54
Já ég ég tel mig vita það Hilmar Þór Hafsteinsson. Ég ekki fáviti eins og þú vilt halda fram sem ekki eru á sömu skoðarnir og þú.
Pálmi Freyr Óskarsson, 15.1.2014 kl. 01:40
Hilmari finnst eðlilegt að nota staðbundinn kulda yfir stuttan tíma til að "spá" fyrir um hnattkólnun sem verður ekki (og samherjar hans eru búnir að vera að spá í nokkra áratugi) - en ef einhver bendir á að það sé óvenju heitt þá er það bara ekkert óvenjulegt í huga Hilmars.
Það er reyndar rétt, hvoru tveggja kuldarnir í Bandaríkjunum og hitarnir í Ástralíu eru bara veður - en þegar tekin er saman leitnin þá kemur í ljós að hitamet eru að falla mun oftar en kuldamet þessa áratugi, sjá t.d. grein um hitamet og kuldamet í Bandaríkjunum hér: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum
Höskuldur Búi Jónsson, 16.1.2014 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.