Smávegis af illviðrum

Í dag fór kröpp lægð yfir Noreg norður af Þrándheimi. Ekki höfum við fréttir af nákvæmum vindhraðatölum. Við sjáum vindstrenginn vel á kortinu hér að neðan, jafnþrýstilínur eru gríðarþéttar. Lægðin sjálf er þó ekki sérlega djúp.

w-blogg131213a 

Þarna má sjá smáatriði sem vert er að veita athygli. Næst lægðarmiðjunni (við Þrándheim) er lægðasveigur á þrýstilínunum, en þar skammt fyrir vestan er komin hæðarsveigur á línurnar (yfir Mæri). Þetta fyrirbrigði sést stundum hér við land þegar krappar lægðir ganga norður með vesturströndinni. Ekki gott mál. Evrópureiknimiðstöðin sagði þrýsting hækka um 24 hPa á þremur klukkustundum við Þrændalagaströnd nú í kvöld - það er með mesta móti. Þetta gæti meira að segja nægt í staðbundin met - en við fréttum víst varla af því.

Mikið illviðri gengur einnig yfir sveitir og þéttbýlisstaði á Grænlandi. Það er lægðin djúpa og víðáttumikla sem fjallað var um í gær sem veldur því.

w-blogg131213b 

Ekki er auðvelt að spá fyrir hvar vindi slær niður við Grænland suðvestanvert í svona veðri. En það gerðist í dag bæði í Narsaq, Qaqortoq og víðar. Þök tók þar af skemmum og íbúðarhúsum. Tíu mínútna vindhraði í Narsaq fór í 40,2 m/s og hviður í 49,4 m/s. Sömuleiðis fréttist af fárviðri við Kulusuk. Hér á landi var vindur nú um miðnæturbil 34,6 m/s á Stórhöfða.

Eins og fjallað var um í gær sendir lægðin mikla nú kalt loft langt austur eftir Atlantshafi næstu daga og býr til stöðu sem hentar óðadýpkunarlægðum vel. Það köllum við lægðir sem dýpka um meira en 24 hPa á sólarhring.

Á laugardaginn verða tvær slíkar á leið til norðausturs suður í hafi og fyrir suðaustan land. Kortið gildir kl. 18 og batnar við stækkun (hin síður).

w-blogg131213c 

Sú fyrri er þarna komin að Færeyjum, orðin 953 hPa djúp og dýpkar enn. Hefur dýpkað um 34 hPa á 24 klst - ef trúa má spánni. Næsta lægð er komin í 982 hPa suður í hafi og á að dýpka um 37 hPa fram til kl. 18 á sunnudag. Þessar lægðir eiga að fara nærri sömu leið, ekki langt frá Færeyjum. Vonandi er að ofsaveðrið í kring um þær hitti ekki illa á eyjarnar.

Síðan eru fleiri lægðir í ferðinni. Við virðumst ætla að sleppa við þessar tvær óðu lægðir - en sitjum í suðvestanéljagangi - svona lengst af, en fleiri óðar lægðir verða enn á ferðinni eftir helgi. Vakt Veðurstofunnar fylgist vel með stöðunni og þeir sem eitthvað eiga undir veðri ættu að fylgjast með - ekki gott að segja hvernig reiknimiðstöðvar ráða við hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 404
  • Sl. viku: 1890
  • Frá upphafi: 2350626

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 1690
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband