Óþægileg staða á Norður-Atlantshafi

Nú kemur upp óþægileg staða veðurkerfa - ekki ódæmigerð fyrir hávetur á norðurslóðum. Lægð dýpkar mikið við Suður-Grænland, verður svo víðáttumikil að hún nær yfir allt norðanvert Atlantshaf frá Hudsonflóa í vestri austur til Bretlands og sturtar jökulköldu heimskautalofti til suðausturs og austurs. Þetta lítur svona út á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 síðdegis á fimmtudag.

w-blogg121213a 

Lægðin er við Hvarf, 941 hPa í miðju. Það sem helst kemur okkur til góða í stöðunni er að lítil fyrirstaða er við Bretland og veldur því að lægðirnar kröppu sem koma í kjölfarið gætu flestar farið fyrir austan land.

Þetta er sum sé staða sem býður upp á krappar og djúpar fylgilægðir sem eiga uppruna sinn ekki fjarri þeim stað sem rauða örin liggur á myndinni. Hún táknar hlýtt loft í framrás - en á kortinu er eins og kalda loftið nái ekki alveg taki til að keyra upp hlýjan geira inn í afburðalága stöðu veðrahvarfanna í kringum og við stóru lægðina.

Undanfarna daga hafa reiknimiðstöðvar slegið úr og í varðandi fylgilægðirnar - þær hafa ýmist orðið ofurdjúpar eða varla komið fram. Sömuleiðis hafa þær átt fjölbreyttar brautir, bæði fyrir vestan og austan land - sem og yfir það. Engin leið virðist enn vera til að ráða í það skytterí. Sjáum hvað setur.

Auk þess að bjóða upp á krappar lægðir með ofsaveðri býður þessi staða líka upp á mikla snjókomu ef svo verkast vill. Þar eru í raun flestir möguleikar uppi, bæði norðanhríðar norðanlands eða vestanhríð syðra. Svæði með mikilli úrkomu taka yfir enn minna svæði heldur en hvassviðrin þannig að líka er von til að við sleppum við snjóinn - kannski rignir bara eða gerir sakleysisleg él.

En kortið að ofan sýnir vaxandi suðaustan- og austanátt. Við hlustum eða horfum á spár Veðurstofunnar varðandi úrkomu og vind samfara garðinum sem kemur inn á land á föstudagsmorgun. Fyrsta fylgilægðin fer svo yfir landið þá um kvöldið eða á aðfaranótt laugardags. Að sögn verður hún ekki kröpp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 143
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 1459
  • Frá upphafi: 2349928

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 1325
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 117

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband