2.12.2013 | 00:54
Miklar hitasveiflur
Með góðum hlýindaspretti í lokin tókst nýliðnum nóvember að sleikja sig upp að meðallagi síðustu tíu nóvembermánaða og hiti mánaðarins var sæmilega yfir meðallaginu 1961 til 1990. En býsna kalt var um tíma.
Ekkert lát er á stórum hitasveiflum. Í dag (sunnudaginn 1. desember) komst hiti í tveggja stafa tölur á Norðaustur- og Austurlandi þótt ekki hafi orðið alveg jafnhlýtt og varð mest í liðinni viku. En nú kólnar. Þótt tölvuspár hafi tilhneigingu til að gera of mikið úr skammvinnum kuldaköstum er samt trúlegt að mjög kalt verði hér á landi um og eftir miðja viku.
Ástæður þess að 5 til 10 daga spár gera gjarnan ráð fyrir meiri kulda heldur en verður liggja ekki alveg á lausu en trúlega hefur það með samskipti lofts og sjávar að gera. Undanfarna daga hafa reiknimiðstöðvar boðið upp á lægri þykkt en 4920 metra yfir landinu norðaustanverðu á fimmtudag/föstudag. Hvort svo verður kemur í ljós. Í dag var þykktin yfir landinu austanverðu vel yfir 5400 metrum. Sé að marka spána á neðri hluti veðrahvolfs yfir landinu að kólna um meir en 25 stig.
Hér er spákort sem gildir kl. 18 næstkomandi fimmtudag (5. desember).
Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin yfir Norðausturlandi er minni en 4940 metrar og um 5000 metrar yfir Faxaflóa. Litafletirnir sýna hita í 850 hPa fletinum, í um 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Ef vel er að gáð má sjá töluna -23 stig yfir Vatnajökli norðanverðum - þar sem norðanáttin er að lyfta sér yfir jökulinn. Hver hitinn verður við jörð skal ósagt látið - það fer eftir vindhraða og útgeislunaraðstæðum. Svo auðvitað því hvort þessi veðrahvolfsspá rætist.
Það versta við svo lága þykkt er ekki endilega kuldinn sem slíkur heldur sú ólga sem verður í samskiptum lofts og sjávar í nágrenni landsins og gerir allar spár ótryggari en venjulega. - En taka skal fram að enn eru reiknimiðstöðvar á því að þetta gangi rólega fyrir sig.
Svo eru það lok kastsins. Evrópureiknimiðstöðin skellir á það strax á laugardag og á sunnudagskvöld á kortið að líta út eins og sjá má hér að neðan.
Ótrúleg breyting það - hér er þykktin yfir Norðausturlandi komin upp í 5520 metra - hækkun um nærri 600 metra á þremur dögum og hæsti 850 hPa hitinn yfir landinu á að hafa hækkað um 31 stig. Fyrst 25 stiga kólnun á fjórum dögum og síðan 30 stiga hlýnun á þremur. Ætli eitthvað bregðist ekki í þessu?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 201
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 2523
- Frá upphafi: 2413957
Annað
- Innlit í dag: 188
- Innlit sl. viku: 2329
- Gestir í dag: 177
- IP-tölur í dag: 176
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Nú þegar aðeins einn mánuður er eftir af árinu, er það hið þriðja kaldasta á öldinni.
Ekki ætla desember að byrja vel svo búast má við að árið fari enn neðar í röðinni.
Ætli harðindatíminn frá 1965-97 sé að koma aftur??
Torfi Kristján Stefánsson, 2.12.2013 kl. 18:10
Hvað ertu að meina með að desember byrjar ekki vel Torfi? Sýnist ætla bara vera 3ja daga kuldakast á öllu landinu, og svo hlýindi strax aftur sunnanlands.
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.12.2013 kl. 01:04
Við skulum vona að það sé rétt hjá þér Vestmannaeyingur, eða þannig. Reyndar finnst mér stillur og frost skárri en rok og rigning, svo ég veit ekki hvort ég fagni umhleypingunum eins og svo margir hitatöluáhangendur í veðurfræði gera.
Hitt er ljóst að kundinn framundan (næstu tvo til þrjá daga) er óvenju mikill miðað við hvað maður á að venjast hér á Reykjavíkursvæðinu (eða um 10 stig).
Þá er athyglisvert að árið í ár ætlar að þróast eins og árið 1965. Fyrstu tveir mánuðirnir mjög hlýir en svo kólnaði jafnt og þétt. Þetta var upphafið á kuldatímabili sem stóð í yfir 30 ár eða til ársins 1996!
Skyldi það vera að gerast aftur?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 08:33
Ég hef löngum verið talinn svartsýnn maður hvað hita/kulda varðar en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur slær mér gjörsamlega við. Hann var rétt í þessu (þriðjudagskvöld) að spá um 25 stiga frosti um allt land bæði á fimmtudag og föstudag. Reyndar er hann þekktur fyrir það að gera frekar of mikið en of lítið úr hlutunum, svo sem hvað vind varðar, regn (grenjandi rigning er uppáhaldsorðið hans) og núna hitastig.
Sem betur fer er hann þó einn um þessa spá en frost allt að 18 stigum er þó talsvert mikið eins og spáð er á vedur.is.
Það gæti þurft ansi mikil hlýindi í næstu viku til að vinna upp þennan kulda, hvað þá er spá Haralds rætist.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 19:46
Here we demonstrate that the North Atlantic Oscillation (NAO) isimplicated as a useful predictor of NHT multidecadalvariability. Observational analysis shows that the NAO leadsboth the detrended NHT and oceanic Atlantic MultidecadalOscillation (AMO) by 15–20 years. Theoretical analysisilluminates that the NAO precedes NHT multidecadalvariability through its delayed effect on the AMO due to thelarge thermal inertia associated with slow oceanic processes.An NAO-based linear model is therefore established to predictthe NHT, which gives an excellent hindcast for NHT in1971–2011 with the recent flat trend well predicted. NHT in2012–2027 is predicted to fall slightly over the next decades,due to the recent NAO decadal weakening that temporarily
offsets the anthropogenically induced warming.
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/2013GL057877/abstract
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.