Fárviðri í Norður-Noregi

Þegar þetta er skrifað (laugardagskvöldið 16. nóvember) er mjög snörp lægð að ganga inn yfir Norður-Noreg. Norska veðurstofan (met.no) segir frá fárviðri á strönd í Norðlandsfylkis. Myndin hér að neðan sýnir lægðina eins og hún var í hirlam-líkaninu kl.21 í kvöld.

w-blogg171113 

 Í spánni er lægðin 969 hPa djúp og fer á miklum hraða til austurs. Suður af henni er þétt þrýstilínuknippi - en það er ekki mjög fyrirferðarmikið og versta veðrið stendur því ekki lengi yfir á hverjum stað. Lægðin fór fyrir suðaustan Ísland síðastliðna nótt en hafði þá ekki náð sér á strik þótt talsvert snjóaði sums staðar á Suðaustur- og Austurlandi.

Lægðin fyrir norðan Ísland er hluti af háloftalægðardragi sem fer til suðausturs yfir landið á sunnudag. Þá gengur vindur hér á landi til norðurs og kólnar talsvert. Við sjáum að ekki er langt í -15 og -20 stiga jafnhitalínurnar í 850 hPa - við viljum sjá sem minnst af slíku.

Þykktin á um stund að fara niður fyrir 5040 metra á mánudaginn. Það dugir í frost um land allt og alvöru vetrarkulda. Hins vegar eru spár eitthvað óvissar um hitatölurnar. Hlýtt loft í háloftunum kemur tiltölulega hratt úr vestri og leggst yfir kuldann. Vonandi að það ástand beri ekki með sér frostrigningarleiðindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Svíar búast við hinu versta og eru búnir að gefa út viðvörun fyrir norður Svíþjóð vegna þessa veðurs.

Jón Frímann Jónsson, 17.11.2013 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg190122d
 • w-blogg190122c
 • w-blogg190122b
 • w-blogg190122a
 • w-blogg170122a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.1.): 228
 • Sl. sólarhring: 274
 • Sl. viku: 3299
 • Frá upphafi: 2105591

Annað

 • Innlit í dag: 195
 • Innlit sl. viku: 2896
 • Gestir í dag: 181
 • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband