Óvenjulegu þurrktímabili að ljúka?

Þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi, 8. nóvember) hefur engin úrkoma mælst í Reykjavík það sem af er mánuðinum - og síðustu 30 daga hafa aðeins mælst 7,2 mm. Þetta er óvenjulegt á þessum árstíma - einmitt þegar svokallaðar haustrigningar eiga að standa sem hæst.

Ef trúa má mælingum voru fyrstu níu dagar nóvember 1899 alveg þurrir í Reykjavík og fimm síðustu dagar október reyndar líka. En þann 10. til 12. nóvember mældist úrkoman meiri en 40 mm - þá var sá þurrkur búinn.

Sömu 30 dagar voru ámóta þurrir 1925 og nú, gott ef ekki var verið að sýna eina vinsælustu revíu allra tíma, Haustrigningar í þurrkinum. - En svo komu meir en 50 mm á þremur dögum.

Spurning hvað úrkoman verður mikil í Reykjavík í leiðindalægðinni sem spáð er á sunnudaginn - og þeim sem fylgja í kjölfarið. Evrópureiknimiðstöðin segir frá um 40 mm á þremur dögum. Ekki ósvipað og varð í lok þurrkkaflanna 1925 og 1899.

Aðdáun ritstjórans á svonefndum svipspám (analógíuspám) er þó takmörkuð - og hefur heldur hrakað með árunum fremur en hitt. Enda er hann búinn að brenna sig á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 467
 • Sl. viku: 1991
 • Frá upphafi: 2349504

Annað

 • Innlit í dag: 212
 • Innlit sl. viku: 1804
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband