Norđvestan- og vestanumhleypingar

Vikan virđist ćtla ađ fara í ađ koma tveimur lćgđum austur yfir Grćnland. Í sjálfu sér fer veđrakerfiđ létt međ ţađ - en hvernig sýndarveruleika tölvuspánna gengur ađ herma ţađ - áđur en lofthjúpurinn sjálfur leggur niđur spilin er annađ mál.

En ćtli viđ trúum samt ekki spánum varđandi fyrri lćgđina - ţá sem á ađ fara hjá Íslandi á ţriđjudaginn. En lítum áđur á ţykktarkort morgundagsins (mánudags 17. nóvember).

w-blogg181113a 

Jafnţykktarlínur eru heildregnar en hiti í 850 hPa er sýndur međ litum. Ţađ er 5040 metra jafnţykktarlínan sem umlykur landiđ norđaustanvert sem ţýđir ađ loftiđ er meir en 10 stigum kaldara en ađ međallagi í nóvember. Frostiđ er meira en -16 stig í 850 hPa-fletinum - en trúlega meira viđ jörđ.

En háloftakuldinn fer fljótt hjá. Viđ sjáum ađeins í hlýja loftiđ viđ Suđur-Grćnland. Ađ vísu er guli bletturinn sem viđ sjáum hálfgert plat, ţetta loft hefur hlýnađ í niđurstreymi austan jökuls í mikilli norđvestanátt. Blettir sem ţessir slitna ekki alltaf frá uppruna sínum. Hlýrra loft er rétt sunnan viđ kortiđ og kemur inn á ţađ síđdegis á mánudag.

Nćsta kort sýnir mun stćrra svćđi. Hér eru jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar en ţykktin er sýnd í lit.

w-blogg181113b

Rauđa örin bendir á Ísland. Viđ sjáum ađ jafnhćđarlínurnar eru gríđarţéttar viđ landiđ vestanvert. Ţetta er lćgđardrag sem nýkomiđ er yfir Grćnland og er á hrađri leiđ til suđausturs. Lćgđ er viđ sjávarmál norđan viđ land. Kortiđ gildir á hádegi á ţriđjudag. (19.11.) Mörkin á milli grćnu og bláu litanna er viđ 5280 metra. Landiđ er nćr allt í bláa litnum - en ţetta er ţó mun meiri ţykkt heldur en var á mánudagskortinu. En sé fariđ í saumana á smáatriđum kemur í ljós ađ kalda loftiđ er hér aftur komiđ í framsókn. Svo er nćsta lćgđardrag í undirbúningi vestan Grćnlands.

Ţetta kort er fengiđ úr hálfrargráđugögnum evrópureiknimiđstöđvarinnar. Sú landfrćđilega upplausn er heppileg til ađ sýna ađalatriđi máls. En líkaniđ er nákvćmara - reiknar á áttundahluta úr landfrćđigráđu. Á nćsta korti má sjá norđvestanstrenginn í ţeirri upplausn - í sömu hćđ, 500 hPa.

w-blogg181113c

Ísland er á miđri mynd. Hér sýna litafletir hita í 500 hPa og vindur og vindhrađi er sýndur međ hefđbundnum vindörvum. Vel sést hversu mikill strengurinn er, 60 til 65 m/s ţar sem mest er (tvö flögg og ţrjú strik). Sömuleiđis sést vel hversu óskaplega ţéttar jafnhitalínurnar eru - enda eins gott ţví hita (eđa ţykktarbratti) fer langt međ ađ vega upp á móti jafnhćđarlínunum og vindur er mun minni viđ jörđ.

Viđ sjáum samt ađ smábylgjur eru á jafnhćđarlínunum. Ţađ eru fjöll Íslands og Grćnlands sem trufla vindinn - rétt ađ gefa fjallabylgjum og tilheyrandi vindum auga - sérstaklega á svćđinu frá Eyjafjöllum austur á Firđi síđdegis á ţriđjudag og á ţriđjudagskvöld.

Svo er annađ - fallvindar viđ Austur-Grćnland. Viđ skulum líta á eitt kort til viđbótar. Ţađ sýnir vind líkansins í 100 metra hćđ og gildir kl. 9 á ţriđjudagsmorgni - ţremur klukkustundum á undan kortunum hér ađ ofan. Ástćđan fyrir tímavalinu sést á kortinu.

w-blogg181113d 

Milli Vestfjarđa og Grćnlands er svćđi ţar sem vindur er meiri en 24 m/s - og ţar blćs vindur úr norđvestri - ţvert á Grćnlandssund. Vindhrađi af ţessu tagi er auđvitađ hvergi algengari heldur en á ţessum slóđum en ţađ er áttin sem er óvenjuleg. Strengurinn virđist eiga uppruna sinn á mjóu svćđi viđ Grćnlandsströnd.

Viđ austanverđa jökulbrúnina er langt svćđi ţar sem vindur er mikill. Ţessi mikli vindur nćr hins vegar hvergi niđur ađ sjávarmáli nema á mjög afmörkuđu svćđi. Hungurdiskar hafa fjallađ áđur um fallvinda á Austur-Grćnlandi og verđur ţađ ekki endurtekiđ hér. Líkaniđ segir ţennan ákveđna streng ekki ná til Vestfjarđa og viđ trúum ţví í bili. - Hann er mun veigaminni á hádegiskortinu og ţess vegna var ţetta valiđ.

En ađ lokum hvetjum viđ ţá sem eiga eitthvađ undir veđri og vindum ađ fylgjast vel međ spám Veđurstofunnar nćstu daga. Ţađ er möguleiki á hvössum vindum, frostrigningu eđa annarri óáran á stöku stađ á landinu. En hungurdiskar spá engu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 37
 • Sl. sólarhring: 428
 • Sl. viku: 1801
 • Frá upphafi: 2349314

Annađ

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1618
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband