3.11.2013 | 01:31
Rakasnið
Hér verður (eins og oft áður) malað um einhverja smámuni í stöðu dagsins sem litlu sem engu skipta. Textinn er frekar þykkur og sjaldséð hugtök ríða húsum. - Aðvörun lokið.
Hér er fyrst spá harmonie-líkansins um sjávarmálsþrýsting, vind og úrkomu kl. 21 á sunnudagskvöld 3. nóvember. Jafnþrýstilínur eru heildregnar, hefðbundnar vindörvar sýna vindstefnu og vindhraða og úrkoma sýnd í litum. Eina úrkoman á kortinu eru nokkrar grænar klessur þræddar upp á línu sem liggur skammt út af landinu suðvestanverðu. Þetta er dálítill úrkomubakki sem líkanið hefur kreist út úr sýndarlofthjúpi sínum. Ekki er þetta mikið og alls ekki víst að raunheimar sýni það sama kl. 21 - en áhugasamir gætu gefið bakkanum gaum.
Næst er þversnið úr líkaninu. Það liggur eftir 23. lengdarbaug til norðurs rétt vestan við land. Legu sniðsins má sjá á litla Íslandskortinu í efra hægra horni (myndin batnar heldur við stækkun).
Hér hefur verið fjallað um þversnið af þessu tagi áður. Förum samt yfir táknmálið. Lárétti ásinn sýnir breiddarstig - norður eftir 23°V. Fjöllin á Snæfellsnesi sjást sem grár toppur við miðjan ásinn og Vestfjarðafjöllin eru önnur grá klessa lengra til hægri. Hornstrandir þar hægra megin. Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting, hann minnkar auðvitað upp á við. Efst er merkt við 250 hPa - sá flötur er í um það bil 10 km hæð.
Litafletirnir sýna vind. Á öllum grænum svæðum er vindur lítill, minni en 10 m/s. Bláu svæðin sýna meiri vind. Hefðbundnar vindörvar sýna vindstefnuna en sérstaklega þarf að gæta að því að enginn lóðréttur vindur er sýndur. Ör sem liggur eins og suðaustanátt á hefðbundnu veðurkorti er líka suðaustanátt í þversniðinu.
Heildregnu línurnar sýna mættishita. Það er sá hiti sem loftið hefði ef það væri dregið niður til 1000 hPa þrýstings (ekki fjarri sjávarmáli). Mættishiti vex alltaf upp á við - í besta falli breytist hann ekki með hæð. [Þetta er nærri því satt - stöku sinnum má sjá hið gagnstæða alveg neðst á svona myndum, þar er mikið uppstreymi]. Þar sem hann breytist ört með hæð (línurnar eru þéttar) er loft stöðugt - jafnvel er um hitahvörf að ræða.
Veðrahvörfin sjást ekki á þessari mynd - þar eru jafnmættishitalínur gríðarlega þéttar. Þau sjást hins vegar mjög oft á sniðum eins og þessu - en ekki í dag. Örin sem merkt er með bókstafnum a bendir á svæði þar sem mættishitalínurnar eru þéttari en annars staðar. Þar eru líklega svokölluð kvikuhitahvörf. Þar undir eru fáar línur - loftið er mjög vel blandað.
Sniðið gengur í gegnum úrkomubakkann á fyrri myndinni. Satt best að segja þarf maður að vita af honum til að geta séð hann. Örin sem merkt er með bókstafnum b sýnir hvar þetta er. Þar liggur ljósblátt svæði þar sem vindhraði er aðeins meiri en í kring frá jörð og upp í um 600 hPa (um 4 km hæð).
Lítum nú á annað snið á sama stað - en nú er rakinn aðalatriði myndarinnar.
Ásarnir sýna það sama og áður - og sömu fjöll sjást á myndinni. Litafletir sýna rakastig, bláir litir tákna rakt loft en gulleitir þurrt. Heildregnu línurnar sýna svokallaðan jafngildismættishita (æ). Skilgreiningin er sú sama og á mættishita að því leyti að við flytjum loftið niður í 1000 hPa en til viðbótar leysum við dulvarma loftsins úr læðingi og hitum það með því. Jafngildismættishitinn er því allaf hærri heldur en mættishitinn fyrir sama loft.
Að jafnaði hækkar jafngildismættishitinn með hæð eins og þurri bróðirinn, en getur þó lækkað. Dæmi um það sést á þessari mynd. Örin sem merkt er með bókstafnum b sýnir svæði (rör) þar sem jafngildismættishitinn er á bilinu 292 til 294 Kelvinstig (um 20°C) nánast frá jörð og upp í 600 hPa. Þar er rakastig líka mun hærra heldur en umhverfis (á bilinu niður í um 800 hPa.
Þeir sem treysta sér til að rýna í myndina (hún batnar við stækkun) sjá að sitt hvoru megin við rörið er jafngildismættishitinn lægri heldur en bæði ofan og neðan við. Hvað hefur gerst?
Líklega það að rakt loft hefur komið að sunnan (frá vinstri) og skotist undir þurrara loft. Eitthvað (við sjáum ekki hvað það er) hefur orðið til þess að lyfta raka loftinu lítilsháttar. Við það þéttist rakinn, dulvarmi þess losnar og hitinn hækkar. Þetta er þó ekki meira en svo að þess sér mjög lítil merki á efri myndinni. Það sést þó - einmitt þar sem rörið er á neðri myndinni hafa jafnmættishitalínurnar gliðnað lítilsháttar (meira bil er þar á milli línanna heldur en til hvorrar handar). Ritstjórinn verður þó að játa að hann hefði alls ekki tekið eftir þessu nema eftir því að hafa séð rakasniðið.
Þar sem rakt loft með hærri jafngildismættishita liggur undir lofti þar sem hann er lægri býr yfir veltimætti sem kallað er. Það getur legið í friði í bæli sínu - en sé stuggað við því þannig að lóðrétt streymi fari af stað og dulvarminn losnað raskast jafnvægið og loftið getur farið að veltast um og blandast. Það getur haft víðtækar afleiðingar.
En hér er þetta bara smáatriði sem þó gæti valdið hálku suðvestanlands á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 183
- Sl. sólarhring: 206
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 2466024
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 1505
- Gestir í dag: 157
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.