Frost yfir -20 stig - í fyrsta sinn í haust

Aðfaranótt þess 4. (mánudags) fór frostið í fyrsta sinn í haust í -20 stig á landinu þegar hitinn skaust niður í -21,5 stig á Brúarjökli. Það telst svo sem ekki til sérstakra tíðinda því landsdægurmet sama dags er -27,2 stig (Mývatn 1996). Við yfirgáfum -20 stigin í maíbyrjun í vor með maímetinu hræðilega. Það sem kom ritstjóranum meira á óvart er að þetta skyldi vera kaldasta nótt það sem af er ári á tveimur stöðvum á norðaustur- og austurhálendinu, bæði við Upptyppinga sem og á Eyjabökkum. Kaldari heldur en næturnar köldu í mars og apríl.

Landsmeðalhiti (í byggð) var ekki nema -1,5 stig nú á sunnudaginn en var þó hærri heldur en var í kastinu 1. maí (-2,6 stig). Mánudagurinn fjórði nóvember varð lítillega hlýrri (-0,9 stig) heldur en sá þriðji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ágæti Trausti Jónsson. Um leið og þér er þökkuð mikil elja við skrif Hungurdiskabloggsins verður að minnast á valkvæð svör þín í athugasemdum.

Nýjasta dæmið er að eftirfarandi einstaklingar hafa fengið óvægna þagnarmeðhöndlun hjá þér:

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 20:12

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 16:26

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 19:51

Því fer fjarri að þessir umræddu einstaklingar hafi vaðið hér uppi með frekju og svívirðingum, eins og aðrir "góðvinir" Hungurdiska hafa sannarlega fengið að gera.

Í öllum tilfellum hafa þeir sett fram málefnalegar athugasemdir sem kunna reyndar að ganga í berhögg við vísindatrú þeirra sem aðhyllast hnatthlýnun af manna völdum.

Ef Hungurdiskarnir þínir eiga ekki að verða lokað veftrúarrit innvígðra er rétt að mæta sem flestum röddum þjóðfélagsins með opnum huga í stað þess að frysta menn úti með ískaldri þögninni - eða hvað?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 20:00

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Rangt hjá þér Hilmar. Mér finnst hann frekar þögull við flesta hérna núorðið. Og það er sennilega vegna ofstækislegrar framkomu hjá þér í athugunarsemdum óháð skoðunum þínum að það séð kólnun í gangi á Jörðinni. Farðu bara að vanda málfar þitt Hilmar, þá mundu ekki þurfa að hafa áhyggjur að vera "ritskoðaður".

Pálmi Freyr Óskarsson, 5.11.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 51
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1592
 • Frá upphafi: 2356049

Annað

 • Innlit í dag: 47
 • Innlit sl. viku: 1477
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband