2.10.2013 | 01:37
Keðjumeðaltalið - taka 2: Mannaðar og sjálfvirkar saman
Þótt áhugi hins almenna lesanda á þessu viðfangsefni virðist heldur takmarkaður skal haldið áfram. Aðeins eitt skref er tekið í dag. Við lítum á 365 daga meðaltal mönnuðu stöðvanna og berum það saman við þær sjálfvirku. Í báðum tilvikum eru teknar með allar stöðvar í byggð - alla daga.
Blái ferillinn sýnir meðaltal sjálfvirku stöðvanna (sá sami og á mynd gærdagsins), en sá rauði er meðaltal mönnuðu stöðvanna. Sjálfvirku stöðvarnar voru fáar til að byrja með, voru að meðaltali 30 árið 1997 en fóru yfir 100 stöðva markið seint á árinu 2006. Þeim hefur ekki fjölgað mikið síðan.
Mönnuðu stöðvarnar voru um 70 í upphafi tímabilsins, fækkaði síðan hægt fram til 2004, en þá datt fjöldinn niður fyrir 50. Eftir það hélt fækkun áfram og þær eru núna um 20.
Eins og sjá má eru ferlarnir nærri því eins - en ekki þó alveg. Þetta býr til ákveðið vandamál varðandi samfellu mælinganna. Við þekkjum hana - en í hvora áttina á að leiðrétta?
Landsmeðalhiti hefur verið reiknaður allt aftur á 19. öld - hugsanlegt er að hnika röðinni allan þann tíma. Hinn kosturinn er að hnika til meðaltali sjálfvirku stöðvanna næstu árin til samræmis við gömlu röðina.
Eins og sjá má af myndinni er mannaða röðin lengst af lítillega kaldari heldur en sú sjálfvirka - að meðaltali munar hér 0,25 stigum. Lengi framan af er munurinn um 0,15 stig, við fækkunina 2004 jókst hann í um 0,3 stig, en svo vill til að framan af þessu ári eru raðirnar jafnar að kalla.
Þessi sýndarmunur veldur því að leitni mannaða hitans er örlítið meiri heldur en þess sjálfvirka, m.a. verður til lítilsháttar leitni til hlýnunar í mönnuðu röðinni eftir 2005.
Toppurinn mikli 2002 til 2004 er jafnógurlegur, munar um 2 stigum á grunni hans og tindinum. Við tókum út aldarhnatthlýnun á 2 árum - og hrukkum langleiðina til baka. Þetta ætti að sýna vel hversu varlega verður að taka skyndilegum hitabreytingum - ekki má kenna þær við eitt eða neitt. Hvað gerðist þarna var reyndar umfjöllunarefni margra gamalla pistla hungurdiska - þótt nær allir hafi gleymt því. Feitastur í þessu samhengi er sá sem birtist 27. október 2011 en þeir eru fleiri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 121
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1086
- Frá upphafi: 2420970
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 960
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 107
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Eftirfarandi eru athugasemdir Trausta (við athugasemdir mínar) frá í gær:
"Hilmar. (1) og (5), sjá pistil dagsins í dag. (2) Óbyggðastöðvar eru nýtt fyrirbrigði, að klúðra saman hálendi og láglendi eyðileggur möguleika á hitasamfellu sem nær til lengri tíma en síðustu 15 ára. Við litum á hálendisstöðvarnar síðar - ef þrek ritstjórans endist. (3) Frumgögnin eru í töflu í gagnagrunni Veðurstofunnar. Síðustu 4 dagar eru alltaf aðgengilegir. (4). Hér er sífellt verið að taka fram að leitni yfir skemmri tímabil er marklaus. Þar að auki segir leitni yfir langan tíma nákvæmlega ekki neitt um framtíðina - meira að segja sú sem stendur í 100 ár.
Leitni er fyrst og fremst reiknuð til greiningar - menn leita skýringa á liðnum hitabreytingum - skýringa er leitað til að sjá betur í gegnum tilviljanasuðið. Leitnin frá 2003 til 2004 er þannig að hefði hún haldið áfram væri meðalhití á landinu nú kominn niður í um -20 stig. Nenna menn að þrasa um slíkt? Að reikna leitni frá 2003 til 2013 er jafnmarklaust." (Trausti Jónsson, 2.10.2013 kl. 02:12)
Það er vert að hafa hliðsjón af þessu svari Trausta þegar rýnt er í nýjustu opinberun nestors Veðurstofu Íslands, Keðjumeðaltalið - taka 2: Mannaðar og sjálfvirkar saman.
Fyrir það fyrsta er ljóst, samkv. Trausta, að öll umræða um leitni til skamms eða langs tíma er marklaus þegar kemur að speglasjónum um veðurfar. Þetta er reyndar það sem ég benti á í athugasemdum við grein hans í gær, Hiti - 365 daga keðjumeðaltal: "Bendi vinsamlegast á að 365 daga keðjumeðaltalssviðsmynd Trausta er markleysa".
Í annan stað koma hér fram athyglisverðar upplýsingar um vöxt sjálfvirkra stöðva tímabilið 1995 - 2013, en þeim fjölgar úr um og innan við 30 að meðaltali 1997 í liðlega 100 2006, á meðan mönnuðum stöðvum fækkar úr um 70 í upphafi tímabilsins í um 20 í dag(!) Það er jú þægilegra að föndra með mæliraðir sjálfvirku stöðvanna en þeirra mönnuðu :)
Auðvitað lendir Trausti í heimatilbúnum vandræðum með að útskýra þann greinilega mismun sem kemur fram á mæliröðum sjálfvirku og mönnuðu stöðvanna. Hvernig eiga "vísindamenn" Veðurstofu Íslands að hantera 0,25 - 0,30 stiga mismun á mæliröðunum?
Auðvitað endar það með því að starfsmennirnir "leiðrétta" þegjandi og hljóðalaust mæliraðir mönnuðu stöðvanna til samræmis við sjálfvirku stöðvarnar og Vola - sjáiði óðahlýnunina piltar!
Hér vakna því auðvitað fjölmargar spurningar.
1. Hvaða tegundir mælitækja er stuðst við í sjálfvirku stöðvunum?
2. Hver er uppgefin nákvæmnir tækjanna?
3. Hvar eru sjálfvirkar stöðvar staðsettar?
4. Hvers vegna er ekki lengur hægt að styðjast við mannaðar stöðvar?
5. Hvaða mark er hægt að taka á hitamælingum Veðurstofu Íslands?
Ef við gefum okkur, skv. allri logik, að fjöldi mannaðra stöðva vs. sjálfvirkra beri það með sér að mæliraðir mönnuðu stöðvanna séu "réttari" framan af tímabilinu 1995 - 2013 þetta snúist við seinni hluta tímabilsins (með fyrirvara um nákvæmni sjálfvirku stöðvanna) þá er ljóst að Veðurstofan virðist þurfa að leiðrétta óðahlýnunina sína um 0,3 gráður fram til hitatoppsins 2003.
Reyndar virðist Trausti á réttri leið þegar hann ályktar "Toppurinn mikli 2002 til 2004 er jafnógurlegur, munar um 2 stigum á grunni hans og tindinum. Við tókum út aldarhnatthlýnun á 2 árum - og hrukkum langleiðina til baka. Þetta ætti að sýna vel hversu varlega verður að taka skyndilegum hitabreytingum - ekki má kenna þær við eitt eða neitt."
Ég gef mér að Trausti eigi hér við að skyndilegar hitabylgjur/toppar, af náttúrulegum orsökum, er ekki hægt að kenna við uppdiktaða "hnatthlýnun af manna völdum" - enda er það fullkomlega rökrétt niðurstaða.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 20:11
Hilmar. (1) Flestar stöðvarnar eru af Campell-gerð. (2) Næmi hitamælanna er innan við 0,1°C en nákvæmni talin um 0,1 stig. Staðsetning og hylki/skýli veldur meiri skekkju - en það er mjög misjafnt hver hún er. Hún er hins vegar tilviljanakennd en ekki kerfisbundinn á annan veginn. (3) Listi um sjálfvirkar stöðvar er á vef Veðurstofunnar. (4) Ástæður eru aðallega fjárhagslegar, sjá pistil 4. október. (5) Mælingarnar eru áreiðanlegar.
Trausti Jónsson, 4.10.2013 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.