Hver er lægsti sólarhringshámarkshiti í september í Reykjavík?

Þessari spurningu var varpað fram í kuldagjóstinum í gær (þriðjudaginn 17. september). Svarið er 1,4 stig, 29. september 1969. Sá dagur er eftirminnilegur því þá gerði mestu septemberhríð í höfuðborginni síðustu 90 árin að minnsta kosti.

Taflan hér að neðan sýnir lægsta sólarhringslágmark hvers septemberdags í Reykjavík - eins og best er vitað. Vonandi að tölur í töflunni breytist ekki í ár.

dagurármán hámarkshiti °Clíka
119079 7,6  
219369 6,6  
319259 7,4  
419929 6,4  
519819 6,9  
619039 6,9  
719409 4,9  
819039 7,0  
919249 6,1 1981
1018879 6,0 1981
1119219 5,3  
1219239 4,7  
1319149 5,3  
1419149 4,7  
1519229 4,7  
1619229 4,6  
1719879 5,6  
1818929 2,6  
1919909 3,5  
2019909 2,9  
2118899 3,2  
2220039 4,6  
2318889 2,4  
2418899 2,6  
2519639 3,7  
2618879 3,2  
2718879 2,1  
2818999 2,6  
2919699 1,4  
3019699 2,1  

En hvað með hæsta lágmarkshitann í Reykjavík í september? Það eru hin ótrúlegu 14,4 stig þann 3. september 1939.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er líklega hámarkshiti frá kl. 18-18. Þá kemur út 1,4 stig þ. 29. árið  1969 sem þarna er lægsti hámarkshiti nokkurs dags í september. Þann 28. kl. 18 var hitinn á almenna mælinum 1,5 kl. 18 en hámarksmælirinn sem þá var sleginn niður sýndi svo 1,4 stig kl. 9 næsta morgun. Það er líkega sá hámarkshiti sem þarna kemur fram. En kukkan 21. þ. 28. var hitinn kominn í 0.0 stig og hann fór aldrei upp í eitt stig á athugunartímum eftir það og allan þann 29. Á hádegi þ. 29. var hann -0,9 stig, svo ótrúlegt sem það er og hámarkshiti var lesin 0,4 stig kl. 18. Það held ég að sé kannski hámarkshiti þennan dag sem ég man vel eftir og þeirri miklu snjókomu sem þá var. Frostlaust var svo á athugunartímum kvöldið þ. 29. en frost var komið kl. 3 og var enn kl. 6 þ. 30. En hámarksmælir kl 9 þ. 30. sýndi 1,8 stig. Og sá hiti hlýtur hefur sennilega mælst einhvern tíma frá kl. 18 til 24 þ. 29.  Nefni þetta til að sýna að allan liðlangan daginn þ. 29. til kl. 18 fór hitinn aldrei hærra en í 0,4 stig. Aðeins hlýnaði eftir hádegi þ. 30. og klukkan 18 þann dag sýndi hámarksmælir svo 2,1 glæsistig! Gott er nú að hafa sjálfvirku mælana til að sjá betur hve nær hitarnir og kuldarnir gerast nákvæmlega! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2013 kl. 12:49

2 identicon

"En hvað með hæsta lágmarkshitann í Reykjavík í september? Það eru hin ótrúlegu 14,4 stig þann 3. september ... 1939."(!) :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 14:02

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu þakkir Sigurður - ekki hefur hér verið tekið tillit til annars en að aflestur hámarksins hafi farið fram þann dag sem skráður er. Jú, hin ótrúlegu 14,4 stig frá 1939 standa - megi þau endurtaka sig sem fyrst.

Trausti Jónsson, 20.9.2013 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 15
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1788
 • Frá upphafi: 2347422

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 1545
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband