Frekar rólegt á norđurslóđum (í bili)

Nú nálgast jafndćgur á hausti og norđurhvelssumrinu ţví ađ ljúka. Ţótt ţađ hafi kólnađ á norđurslóđum er ekki ađ sjá neinn illkynjađan kulda á korti dagsins.

w-blogg200913a

Ţađ sýnir hćđ 500 hPa-flatarins yfir mestöllu norđurhveli jarđar norđan hitabeltis. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví stríđari eru háloftavindar. Ţykktin er sýnd međ litum (kvarđinn batnar mjög sé kortiđ stćkkađ) en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin milli gulbrúnu og grćnu litana eru viđ 5460 metra en allt sem er hlýrra en ţađ telst vera sumarhiti hér á landi.

Viđ sjáum ađ ekki er langt í sumriđ fyrir sunnan land en ţađ er samt ekki á leiđ hingađ heldur stefna hlýindin á ógnarhrađa til austurs norđan í hćđinni miklu á Biskćjaflóa. Mörk á milli blárra og grćnna lita eru viđ 5280 metra en sú ţykkt telst köld hér á landi í september - en er samt ekki svo óvenjuleg.

Enginn alvarlegur kuldapollur er yfir Íshafinu en aftur á móti er ţar risastór hćđ og háloftasumarhiti (á íslenskan mćlikvarđa) yfir Svalbarđa. Ólíklegt er ađ ţeirra hlýinda gćti niđur viđ jörđ. Hlýindi sem ţessi héldu sig ađ mestu frá Norđuríshafinu í sumar en hefđu ţá dugađ til ađ ýta undir ísbráđnun ţar um slóđir. En nú er ţađ sennilega of seint til ţeirra hluta - sólin er ađ setjast á norđurskautinu og kemur ekki upp aftur fyrr en í mars. Hér styttast dagarnir óđfluga.

Í hungurdiskapistli gćrdagsins var fjallađ um lágan hámarkshita - ég bendi áhugasömum lesendum á athugasemd Sigurđar Guđjónssonar um ţá fćrslu. Í viđhengi hér ađ neđan má finna lista yfir lćgsta hámarkshita í Reykjavík í mćlingu kl. 18 hvers dags í september frá 1949 til 2013. Í viđhenginu má einnig sjá lćgsta hámarkshita kl. 18 á mönnuđum stöđvum (hálendi sleppt) á sama tímabili.

Í listanum kemur fram ađ ţann 17. var met Grímsstađa á Fjöllum frá 1979 jafnađ, međ hámarkshitanum -0,5 stig klukkan 18. Forvitnilegt út af fyrir sig - fyrir nördin.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 33
 • Sl. sólarhring: 724
 • Sl. viku: 1838
 • Frá upphafi: 1843397

Annađ

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 1613
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband