Örsmár moli um hita (kulda öllu heldur)

Ritstjórinn var spurður um það á dögunum hvenær að hausti hiti hefði fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi. Svarið er 9. september. Árið var 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, greip veðurstöðin í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borðinu. Vindur snerist síðan til norðurs og komið var harðahaust.

En Sandbúðir eru hátt á fjöllum. Hvenær er fyrstu -10 stigin að finna í byggð? Svarið er 18. september. En langt er síðan, 121 ár, í september 1892 og á Raufarhöfn. Ekki var lágmarkshitamælir á staðnum og því er líklegt að hitinn hafi farið enn neðar en þau -10,5 sem rituð voru í athugunarskýrsluna. Árið 1892 var eitt hið kaldasta sem mælst hefur hérlendis og ekkert jafnkalt eða kaldara hefur komið síðan.

En með fjölgun veðurstöðva á fjöllum ýtir undir það að við eigum eftir að fá að sjá enn lægri tölur um miðjan september í framtíðinni því kuldamet mánaðarins eru miklu lægri. Á botni lágmarka eru -19,6 stig sem mældust í Möðrudal þann 27. árið 1954 og -16,1 stig í Reykjahlíð við Mývatn 26. september 1943. Þetta eru stöðvar í byggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta og allan annan fróðleik. Merkilegt hvað oft virðist svo sem stöku lægðir geti gert þvílíkan usla í lofthjúpnum. Eitthvað kemur sjálfsagt þar fleira til og væri gaman að fræðast um það við tækifæri. Nefni í framhjáhlaupi að á spákortum virðist smálægð eiga að myndast á morgun langt SV í hafi í tiltölulega hlýjum loftmassa og aukast að afli á leið sinni yfir Atlantshafið án þess að vera nokkurntíma á mótum hlýs og kalds lofts fyrr en undir lok næstu viku. Það verður fróðlegt að sjá hvaða afleiðingar hún hefur hér á þessum slóðum þegar þar að kemur. En þarna er eitthvað sem veldur þessari lægðarmyndun, sem væri sömuleiðis fróðlegt að lesa um einhverntíma.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 08:00

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú fáum við kuldamet áður en mánuðurinn er allur, -28,3°,  og stendur svo aftaka harur vetur fram að Svíntúnsmessu hinar fyrri ef ekki hinnar siðari!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2013 kl. 13:00

3 identicon

Mælt þú manna heilastur Sigurður Þór. Er kolefnistrúin að rjátlast af þér? :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 13:21

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sanntrúaðir kolefnistrúarmenn líta á mig sem algjöran trúvillíng. Það gera hinir líka. Vandlifað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2013 kl. 18:23

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Þorkell. Smálægðin sem þú nefnir eru víst leifar fellibylsins Humberto - líkönin vita í raun lítið um hvernig ástandið verður á honum eftir viku. Spár um þróun hans breytast því í sífellu - ýmist verður ekkert úr eða þá að hann nær umbreytingu inni á kortinu. Í dag sagði fellibyljamiðstöðinn hann dauðann - en taldi um 70% líkur á því að hann risi upp frá dauðum næstu 5 daga. Við fylgjumst bara með.

Trausti Jónsson, 15.9.2013 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 48
 • Sl. sólarhring: 97
 • Sl. viku: 1589
 • Frá upphafi: 2356046

Annað

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 1474
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband