Augun hvarfla oft til norðurskautsins

Þessa dagana hvarfla augu ritstjórans oft í átt til norðurskautsins og kuldans sem þar er á ferðinni. Minnst var á hann fyrir nokkrum dögum og í dag lítum við á annað norðurslóðakort sem sýnir sama kulda nema hvað hiti í 850 hPa-fletinum er í forgrunni (litafletir) ásamt sjávarmálsþrýstingi (heildregnar línur). Kortið er úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir kl. 18 þriðjudaginn 6. ágúst.

w-blogg080813a

Örin bendir á Ísland. Á ljósgræna svæðinu við norðaustanvert Ísland er hitinn í 850 hPa á bilinu -2 til -4 stig (í um 1500 metra hæð). Þetta er kaldasta svæði kortsins utan heimskautaslóða. Lítill ámóta kaldur blettur er við vestanverðan Hudsonflóa - en hann á að hverfa þaðan. Óvenju hlýtt er nú yfir kanadísku heimskautaeyjunum - þar er ábyggilega mikill gangur á ísbráðnun.

Á móti er óvenju kalt í Norðuríshafinu og ísbráðnun minni en vænta mætti miðað við undanfarin ár - ekki er þó útséð um það. Athuganir við sjávarmál benda þó til þess að hiti við sjávarmál sé víðast hvar við frostmark. Djúp lægð er yfir Íshafinu - en þó mun minni heldur en risalægðin sem þar gekk yfir um þetta leyti í fyrra og sendi bráðnandi ís út og suður.

Nú er spurningin hvort þessi norðurslóðakuldi telst til leifa síðasta vetrar - eða hvort hér er næsti vetur að byrja að gera vart við sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 1903
  • Frá upphafi: 2350639

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband