19.7.2013 | 00:22
Hlýindi vestanhafs og austan
Hlýindi vestanhafs og austan hafa verið í fréttum. Evrópumegin hefur þó varla frést af metum, en bretar munu ekki hafa fengið jafnlangan sumarhlýindakafla síðan 2006 (þegar síðast var skítatíð hér á Suðvesturlandi).
Vestra hafa hlýindin ekki verið þau allra snörpustu síðustu daga - nema hvað veðurnörd minnast á að höggvið hafi verið nærri hámarksmetum næturlágmarka og daggarmarks. Ástandið er sérlega varasamt þegar saman fara hár hiti og hátt rakastig dag og nótt. Til að höndla þetta hafa menn búið til sérstaka óþægindavísitölu sem notuð er í aðvörunarskyni víða um heim. Hún er þó ekki allstaðar skilgreind á nákvæmlega sama hátt.
En við lítum nú sem oftar á kort af stöðu 500 hPa-flatarins og þykktarinnar. Kortin geta verið ágæt viðmið - allt sem er hlýrra en þetta á Bretlandseyjum og vestanhafs er mjög óþægilegt og jafnvel varasamt. Öll kortin eru ættuð frá evrópureiknimiðstöðinni.
Fyrst er það Evrópukortið.
Hér eru Bretlandseyjar fyrir miðju. Ísland er þar ofan við til vinstri. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin er sýnd með litum. Í miðju er hæðin meiri en 5820 metrar þar sem mest er. Þetta er býsna hátt - en er samt nokkuð frá meti. Brúnu klessurnar við Skotland sýna hvar þykktin er meiri en 5640 metrar. Þetta er óskaþykkt okkar - hefur í sögunni aðeins örfáum sinnum náð til Íslands. Nokkuð langt er í næstu jafnþykktarlínu (5700 m), hún er suður á Spáni. Spár í dag (fimmtudag) segja að hún eigi að komast norður til Parísar á miðvikudag í næstu viku. Ef af verður mæðast þar margir - og enn hlýnar á Bretlandi.
Við Ísland er hlýrra en verið hefur og landið meira að segja að komast inn í skammvinna hæðarbeygju. Slík beygja leitast við að bæla uppstreymi og leysa upp ský - en eins og sjá má er suðvestanáttin sterk (jafnhæðarlínur eru þéttar) og erfitt við hana að eiga.
Næsta kort sýnir meginhluta Norður-Ameríku.
Brúnu litirnir eru hér dekkri og þykktin er meiri en 5760 metrar yfir mestöllum Bandaríkjunum og vestast er hún meiri en 5820 og jafnvel sjást smáblettir með 5880 metrum. Við sjáum skarpt lægðardrag teygja sig til suðvesturs frá Labrador. Það mjakast til suðausturs og segja sumar spár að það létti aðeins á hitanum í norðausturríkjunum
Við getum ekki yfirgefið stöðuna án þess að horfa á norðurslóðir. Þar er grænn litur áberandi en það segir að þykktin sé minni en 5460 metrar.
Mjög hlý hæð er yfir Vestur-Síberíu, þar er þykktin meiri en 5640 metrar á stóru svæði í kringum 70. breiddarbauginn, meira en hægt er að reikna með við 70 gráður næst Íslandi. Kalt loft er yfir Grænlandi öllu, en samt er þar enginn afgerandi kuldapollur einmitt núna. Hins vegar er stóri pollurinn nærri norðurskautinu með sterkasta móti miðað við árstíma (blár í miðju). Hann fer þar í hringi og færist í aukana. Komist hlýtt loft inn í háloftalægðina verður til mjög djúp lægð við sjávarmál og þá með miklum vindi. Varla verður lægðin sú þó eins djúp og ágústlægðin í fyrra sem rótaði upp í hafísnum þannig að meira bráðnaði en nokkru sinni á síðari tímum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 73
- Sl. sólarhring: 405
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 2413829
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 2212
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk, Trausti, þér tekst jafnan að færa meiri dýpt í veðrið. Eins og í heimsmálunum, þá verður maður að skilja stærri heildarmynd en bara rétt það sem er í fókus.
Ívar Pálsson, 19.7.2013 kl. 07:58
Þakka vinsamlegar kveðjur Ívar.
Trausti Jónsson, 20.7.2013 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.