16.6.2013 | 01:00
Daufur 17. júní ?
Varla er hægt að segja að veðurspá fyrir þjóðhátíðardaginn sé vond - kannski veðrið komist nálægt því að vera svosem ekki neitt. Hafátt er sjaldan hlý um hásumar sé jafnframt skýjað. Svo eru líkur á síðdegisskúrum inn til landsins. Íbúar Norður- og Austurlands eru að sögn heldur betur settir - e.t.v. nægir suðvestanáttin þar til að halda þokuloftinu úti á sjó - fari svo verður hiti þar meiri en 15 stig þar sem best lætur. En lesendur eru hvattir til þess að lesa textaspár á vef Veðurstofunnar - á þeim bæ er fylgst mun betur með heldur en hér á hungurdiskum.
En við lítum samt á hefðbundið spákort sem gildir kl. 15 síðdegis þann 17. júní.
Þarna má sjá að sunnanátt er spáð yfir landinu í heild - von til þess að hún verði hafgolubani nyrðra. Sjá má lægð á suðvestanverðu Grænlandshafi, sú hreyfist austur og þess vegna fylgja henni engin hlýindi. Þau virðast ekki heldur eiga að fylgja lægðinni þar á eftir (yfir Austur-Kanada á kortinu) því hún á að fara svipaða leið og sú fyrri síðar í vikunni.
Hlýtt loft er víðs fjarri. Það má þó sjá yfir Alpalöndum á kortinu - hiti í 850 hPa er þar yfir 20 stig. Svo virðist sem mjög snörp hitabylgja sé í pípunum þar um kring því þykkt er spáð upp undir 5760 metra um og fyrir. En hún stendur e.t.v. ekki nægilega lengi við til að met fari að falla.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"Hlýtt loft er víðs fjarri" og það á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Nánast sumarsólstöður og sólin hæst á lofti.
Þetta fer á minna á kalárin miklu Trausti! ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 02:45
Sælir. Það er greinilega erfitt að spá um veður á Íslandi. Í dag, 16. júní spáði Veðurstofan sólríku veðri í Reykjavík, í raun á öllu Faxaflóasvæðinu. Nú er klukkan 12 og þétt skýjahula yfir öllu og þokuslæðingur á víð og dreif :)
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 11:25
Sæll Hermundur. Ég var staddur í dal einum á Faxaflóasvæðinu í gær 16 júní. Þar skein sólin linnulítið allan daginn. Eflaust átti annað við með ströndum.
Óðinn (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 17:23
Afsakið. Ég fór dag fram úr mér.
Óðinn (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 17:25
Sjálfvirku spárnar ráða greinilega ekki við þetta þokuloft hér á Faxaflóanum, enda hvetur Trausti menn til að lesa manngerðu textaspárnar. Á spásíðu veður.is er líka sagt að textaspáin gildi ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám! (já, með upphrópunarmerki)
Sjálfvirku norsku spárnar á yr.no sem margir vitna í spáðu einnig sól eða hálfsól í Reykjavík í dag.
Hinsvegar má velta fyrir sér hvort ekki sé réttara að myndgera manngerðu spána á spásíðunum og hafa þær meira áberandi frekar en sjálfvirku.
P.s. Er hlýtt loft ekki meira og minna aðflutt fyrirbæri á hér Íslandi og aðstreymi þess háð ýmsum duttlungum, hvort sem það er þjóðhátíðardagur eða einhver annar dagur ársins?
Emil Hannes Valgeirsson, 16.6.2013 kl. 18:30
Ef marka má langtímaveðurspá (http://weatherspark.com) þá er ljóst að það sem eftir lifir júní 2013 verður svalt, blautt og sólarlítið, bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Hámarkshiti á Akureyri verður á bilinu 8 - 15°C en lágmarkshiti 5 - 9°C. Hámarkshiti í Reykjavík verður á bilinu 10 - 13°C og lágmarkshiti 6 - 8°C.
Ef fram heldur sem horfir stefnir í týnda sumarið 2013 á Íslandi. Þá er gott fyrir heimilisveðurfræðinga (uppáhaldið hans Trausta) að geta kennt varanlegum skorti á "aðfluttu fyrirbæri" um ósköpin. :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 22:28
Innflutningshöft á hlýju lofti frá Evrópusambandinu eru allavega ekki vænleg til árangurs að sumarlagi.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.6.2013 kl. 00:19
Emil. Ekki kann ég að myndgera textaspár öðru vísi en gert er með veðurkortum - myndgerð textaspá - er það ekki hálfgerð þversögn? Hlýtt loft er langoftast aðflutt. Það er helst rétt í kringum sólstöðurnar sem sólin getur hjálpað til með heimagerðan hita - ef hún fær til þess algjöran frið - hann fæst sjaldan.
Trausti Jónsson, 17.6.2013 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.