Af íslenska monsúntímanum

Loftþrýstingur á Íslandi er að jafnaði hæstur í maí (þótt hæstu einstök gildi ársins leiti ekki í þann mánuð). Sömuleiðis eru sólskinsstundir þá einnig flestar að meðaltali og úrkoma minnst. Á árunum 1961 til 1990 hagaði þannig til að loftþrýstingur féll að meðaltali snögglega upp úr 10. júní, þá dró ský fyrir sólu á sunnaverðu landinu og bætti í úrkomu. Þetta kemur sérlega skýrt fram á myndum sem sýna þrýsting og sólskinsstundafjölda.

Við lítum nú á þær myndir.

w-blogg120613a

Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting í hPa en sá lóðrétti er merktur með dagi ársins. Þarna sést vel að þrýstingur var að meðaltali hæstur 27. maí og nærri því eins hár 9. júní. Myndin sýnir snöggt fall erfir það og áberandi dæld kemur í línuritið. Lítum líka á sólskinsstundafjöldann.

w-blogg120613b

Hámarkið í maí er áberandi og sömuleiðis dældin mikla - sem nær lágmarki 17. júní. Dældin er ámóta áberandi hér og í þrýstiritinu. Þetta fyrirbrigði hefur (bæði til gamans og í alvöru) verið kallað íslenski monsúninn. Alla vega kom það mjög heim og saman við veðurtilfinningar þessara ára. Fáeinir kaldir sólardagar komu í maí og byrjun júní, en síðan dró ský fyrir sólu og fór að rigna. Oftast urðu sólskinsdagar sumarsins fáséðir eftir það - eða svo segir minningin.

En hvernig skyldi þetta hafa verið síðustu 20-árin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta passar ágætlega við mína minningu einnig, er kominn á flakk frá höfuðborgarsvæðinu upp úr 1990 og alveg burtfarinn '94, ég man ekki annað en að 17. júní hafi nánast undantekningalaust verið blautur, frá því maður byrjaði að trítla um. Ef ekki þá ekta gluggaveður með sult í nös.

Veðurlýsingin síðustu árin eru meir í ætt við lýsingu föður míns frá því sem var á 5. og 6. áratugnum.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.6.2013 kl. 11:35

2 Smámynd: N1 blogg

Íslenska monsúntímabilið minnir óneitanlega á mikilvægi monsúntímabilsins fyrir uppskeru í Kína ;)

Nú berast nýjar upplýsingar um andstöðu kínverska ríkisháskólans við alheimstrúboð kolefniskirkjunnar (http://visir.is/kinverski-rikishaskolinn-efast-um-loftslagsbreytingum-af-mannavoldum/article/2013130619741)

visir.is greinir frá því í dag í fréttinni "Kínverski ríkisháskólinn efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum" að "að víða sé að myndast tortryggni í garð vísindamanna sem hafa um langt skeið haldið því fram að stórslys sé í vændum vegna framgöngu manna í umhverfismálum og að nýrri sönnunargögn sýni að loftslagsbreytingar séu að meginstefnu til ekki af mannavöldum eins og af er látið."

Ekki er að efa að spámenn Íslands fylgjast grannt með þessum fréttum... :)

N1 blogg, 12.6.2013 kl. 12:17

3 identicon

Ég er búinn að fá nóg af rigningunni hér um slóðir sem verið hafa ríkjandi meira eða minna síðan í seinni hluta apríl, þannig að varla sést til sólar.

Bið til Guðs að við fáum þurrkatímabil með sól og hlýindum næstu mánuði hér á S/V-horninu.  Það er búið að rigna NÓG! 
Ég mun ekki gráta þannig veður ef það verður til þess að við fáum sólskin og hlýindi.

Nú vil ég fá langan sólskinskafla með hlýidnum og það strax svo að þetta sumar beri ekki heitið; "The year without a Summer".

Björn J. (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 32
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1500
 • Frá upphafi: 2356105

Annað

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1405
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband