Á skerplu

Er nú komið að öðrum íslenska sumarmánuðinum, skerplu, harpa er fyrst í röðinni. Skerpla byrjaði í ár 25. maí og stendur í 30 daga, til og með 23. júní. Daginn eftir byrjar sólmánuður, en með þeim mánuði má segja að hið stutta íslenska sumar sé hafið fyrir alvöru. Auk sólmánaðar tekur það líka til næsta mánaðar þar á eftir, heyanna.

Við víkum að morgunhitanum í Stykkishólmi á skerplu allt frá 1846. Þessi pistill er því sá fjórði í röð þeirra sem fjalla um hitasögu íslensku mánaðanna frá miðri 19. öld til okkar daga.

w-blogg130613

Lóðrétti ásinn sýnir hita, sá lárétti árin. Súlurnar sýna þá meðalhita skerplu einstök ár tímabilsins. Hlýir mánuðir tímabilsins 1925 til 1941 skera sig nokkuð úr ásamt hlýindum á þessari öld. Langhlýjust var skerpla árið 1932 og síðan kemur 1871 og þar á eftir 1933, 2008 og 2010.

Skerpla sýnir tímabilaskiptingu sem er frábrugðin þeirri sem algengust er og heildarleitni tímabilsins er ekki nema 0,3 stig á 100 árum. Hlýindaskeið 20. aldar stóð mjög stutt, byrjar varla í alvöru fyrr en 1928 og lýkur með skerplu 1941 60 ára kuldaskeið. Síðan er algjör skortur á hlýjum mánuðum þar til nýja hlýskeiðið tekur við 2002. Skerpla fer vel á stað í ár (2013 - ekki sýnt á myndinni), er nálægt meðallagi áranna 2003 til 2012. Taka má eftir því að kalt var 2011 (fyrir tveimur árum).

Langköldust var skerpla 1860 en næstkaldast var 1882, 1949 er í þriðja sæti.

Hlýjasta skerpla í Reykjavík á árabilinu 1949 til 2012 var 2002 og næsthlýjust var hún 2010. Af tíu hlýjustu skerplunum í Reykjavík er sex að finna á nýju öldinni. Enginn skortur á hlýindum þar.

Í Reykjavík var skerpla 1979 jafnköld systur sinni 1973 og eru þær kaldastar frá og með 1949 að telja, 1949 er í þriðja sæti.

En skerpla er oft sólríkur mánuður - enda er sólargangur langur. Í tilefni af því lítum við á mynd sem sýnir sólskinsstundafjölda mánaðarins í Reykjavík 1924 til 2012.

w-blogg130613b

Lóðrétti ásinn sýnir sólskinsstundafjöldann en sá lárétti vísar í árin. Við sjáum oft var sólríkt fram til 1954 en eftir það leið lengri tími á milli sólskinsmánaðanna þar til nú nýlega. Allar skerplur frá 2004 eru yfir meðallagi tímabilsins alls, 2003 lítillega undir og er varla hægt að segja að sólarlítil skerpla hafi komið síðan 1999. Þá voru sólskinsstundir mánaðarins alls aðeins 136. Lökust var skerpla 1933 með 83 sólskinsstundir, en flestar voru stundirnar 1924 331,5 og nærri því eins margar 1952.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 325
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband