11.6.2013 | 00:34
Hlýr dagur
Mánudagurinn (10.júní) var hlýr á landinu, hlýjasti dagur ársins á um 40 prósentum allra veðurstöðva á landinu þar á meðal Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þar sem hitinn komst í 22,8 stig á sjálfvirku stöðinni [21,5 á þeirri mönnuðu]. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er ári.
Í Reykjavík mældist einnig hæsti hiti ársins til þessa, 17,7 stig á sjálfvirku stöðina við Veðurstofuna. Á Reykjavíkurflugvelli fór hitinn í 18,2 stig, 18,1 á Geldinganesi og einnig 18,1 á Skrauthólum.
Í viðhenginu er listi um hæsta hita það sem af er ári á öllum sjálfvirkum stöðvum, raðað er frá hæsta hámarkshita til þess lægsta. Hiti hefur enn ekki farið upp fyrir 7,8 stig á Þverfjalli - vestra, komst hæst í þá tölu í gær, sunnudaginn 9. Listann geta áhugasamir límt inn í töflureikni og raðað honum þar að lyst.
Sé farið í saumana á listanum kemur í ljós að á honum eru nokkrar eftirlegukindur. Einkennilegust þeirra er talan frá Dalatanga, 15,7 stig. Svo hátt fór hitinn þar 1. mars en ekki hærra síðan. Engin stöð liggur eftir með hæsta hita ársins í apríl, en níu stöðvar eiga enn eftir að gera betur heldur en hámark maímánaðar.
Þar má t.d. sjá Grindavík, Bláfjöll, Stórhöfða, Surtsey og Skarðsfjöruvita - suðurströndin á greinilega eftir að bæta sig. Talan á Skálafelli frá 8. maí er einkennilega há en hefur ekki enn verið afskrifuð. Sama má segja um töluna af Seljalandsdal frá 9. maí - hún er mjög grunsamleg.
Ekki er gert ráð fyrir því að næstu dagar verði jafngæfir á hita og dagurinn í dag. Vel má þó vera að sumar veðurstöðvar geri samt enn betur í vikunni en þær hafa gert hingað til. Þykktin á alla vega að haldast yfir 5400 metrum út vikuna. Það gæti verið betra - en þar sem meðalþykkt í júní [1981 til 2011] er aðeins 5420 metrar megum við sæmilega við una.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 111
- Sl. sólarhring: 264
- Sl. viku: 1643
- Frá upphafi: 2457198
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 1496
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það geisar nú ámáttlegur kvörtunarfaraldur á fasbók um það að ekki sé komið neitt sumar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.6.2013 kl. 00:51
Ég sé lítið af slíkum faröldrum mín megin á feisbúkk - til allrar hamingju. En í loftinu liggja spurningar svipaðs eðlis - maður trúir vart eigin eyrum - og ekki nema 10. júní. Það eru þegar komnir nokkrir góðir sumardagar - gerðust vart fleiri allt sumarið þegar verst lét á árum áður.
Trausti Jónsson, 11.6.2013 kl. 01:10
Ehm... "Það eru þegar komnir nokkrir góðir sumardagar - gerðust vart fleiri allt sumarið þegar verst lét á árum áður."(sic)
Ertu að lýsa dæmigerðum sumarmánuðum á 17., 18., 19. eða 20. öld Trausti? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 01:32
Sumarið er allavega ekki komið hér í Vestmannaeyjum.
Spurning til þín Trausti. Á mánaðaryfirlit hér frá Stórhöfða að vera svona framvegis á þessari síðu V.Í.? Þ.a.s. NA-að allt nema úrkomuna. Eða er þetta enn eitt tæknivandamálið hjá tölvu"köllunum"? Eða er þetta að finna kannski einhverstaðar á örðum stað.
Ef svarið er tæknivandmál hjá þér, þá hendi ég spurningunni til tölvudeildar.
Pálmi Freyr Óskarsson, 11.6.2013 kl. 04:04
Hvað er gott sumar?
Þurrt, sólríkt og hlýtt? Sóldýrkendur brenna og gróðurinn visnar. Ekki er það gott.
Rakt og milt? Sóldýrkendur sleppa við að brenna og gróðurinn dafnar vel. Mun betra.
En, hafið þið tekið eftir hve svalur maímánuður var á heimsvísu...rétt yfir meðaltali síðustu 30 ára:
http://www.thegwpf.org/rss-satellite-data-close-30-year-average/
http://www.drroyspencer.com/2013/06/uah-global-temperature-update-for-may-2013-0-07-deg-c/
Er það ekki bara gott?
Það er óþarfi að kvarta yfir veðrinu.
Ágúst H Bjarnason, 11.6.2013 kl. 08:29
Já það er auðvellt að kvarta yfir veðrinu. Ekki kvarta ég þó svo að austan áttin sé mætt á Austfirðina. Hún varði nú ekki nema í 1/2 ár hérna hjá okkur í fyrra. Smá rok og rigning er nú ekkert nýtt í Reykjavík, reyndar man ég nú ekki eftir öðru á mínum uppeldisárum úr Garðabænum en hæfilega blautum sumrum með örfáum dögum yfir 15 stigum.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.6.2013 kl. 15:36
Pálmi. Þetta uppgjör fyrir Stórhöfða sem þú vísar til verður svona áfram. Vonandi sjá vefmenn sér fært að bæta hita og vindi við síðar - skýjahula er horfin veg allrar veraldar. Ágúst - ég horfi ekki á óþekkta tengla hér á blogginu - vonandi að aðrir njóti þeirra. Svo virðist sem dagur sé nú almennt talinn til sumars ef sólin skín og skjól er sunnan undir vegg - aðrir mælikvarðar eru löngu horfnir - hafi þeir þá einhvern tíma verið aðrir. Sindri - mér sýnist minni þitt úr Garðabænum vera nokkuð gott og raunsætt.
Trausti Jónsson, 12.6.2013 kl. 01:35
Mér datt svo sem í hug að skýjahulan verði NA-að hér eftir.
Gott að heyra að vefmenn eigi eftir að bæta hinu við.
Þá sé ég fram á að geta grúska ennþá mánaðarlega í þessum tölum.
Pálmi Freyr Óskarsson, 12.6.2013 kl. 02:17
Hlýtungustefna Trausta Jónssonar er alþekkt svo og að hann telur sig ekki geta nýtt sér "villta" né "óþekkta" tengla. :)
Árið 1990 sögðu Sameinuðu þjóðirnar að hitastig myndi óhjákvæmilega hækka um 0,5°C á tímabilinu 1997 - 2013. Þessi yfirlýsing leiddi til Kyoto- samkomulagsins þar sem iðnveldi heims hétu því að draga úr losun CO2 og breskir skattborgarar (m.a.) voru neyddir til að greiða billjónir punda í grænan orkuiðnað.
Nú vil ég vinsamlegast biðja Trausta að svara því hvað hitastig jarðar (þú manst "óðahlýnunina" Trausti) hefur hækkað á þessu umrædda tímabili:
a) 1,25°C
b) 0,75°C
c) 0°C
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 09:11
Trausti, örlítið smásmugulegt kvart og kvein eins og venjulega en átti færslan hjá þér ekki að vera að "hæsti hiti ársins til þessa í Reykjavík mældist 18,2 stig á Reykjavíkurflugvelli" og tilgreina síðan hvað mældist á Bústaðaveginum og jafnvel á öðrum stöðvum? Ég hef aldrei almennilega skilið afhverju hæsti hiti í Reykjavík skv. Veðurstofunni sé ávallt miðaður við stöðina við Bústaðaveg þótt hiti í "Reykjavík" sé hugsanlega hærri annars staðar í borginni.
Axel V. Birgisson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 11:36
Hilmar. Ef þú sendir mér hitaröðina (ár fyrir ár) sem þú ert með í huga skal ég reikna leitnina út. En þarf sífellt að vera að taka fram að 16 ár eru allt of stuttur tími til leitnireikninga - það eru líka 30 ár. Út úr slíku getur komið alls konar glóruleysi eins og þið þeir kolsýringsofsóttu klifið stöðugt á (og réttilega). Axel. Stöðin á veðurstofutúninu heitir Reykjavík - en mætti mín vegna heita Reykjavík - Bústaðavegur 7 til 9 (Bústaðavegurinn er svo langur). Við vitum aldrei hver hæsti hiti í sveitarfélaginu Reykjavík hefur verið þann eða hinn daginn. Kannski 1100 stig í einhverjum glerofninum.
Trausti Jónsson, 12.6.2013 kl. 23:29
Þakkir fyrir tilraun til svars Trausti, en rétta svarið er hins vegar c) liður, þ.e. 0°C, en það vissir þú nú væntanlega sjálfur. ;)
Grundvöllur Kyoto- bókunarinnar hefur m.ö.o. reynst vera rangur. Það sem meira er, grundvöllur kolefnistrúarbragðanna hefur líka sýnt sig að vera rangur, þ.e. meint áhrif aukningar CO2 í andrúmslofti á svonefnda "óðahlýnun".
Nú skyldi maður ætla að virðulegir vísindamenn á Veðurstofu Íslands væru vakandi og sofandi í þeirri viðleitni að vara Íslendinga við trú á veðurbábiljur, en því miður virðist þið hafa tekið, nokkuð samhljóma, undir kór kolefniskirkjunnar í seinni tíð.
Ekki hefur þessi samsöngur ykkar alltaf verið jafn afdráttarlaus. Ég má til með að minni þig á ágæta grein Borgþórs H. Jónssonar, "Kólnandi veðurfar"(!) í 1. tölublaði Veðurs, 21. árgangi 1978.
Þar hrekur þessi ágæti veðurfræðingur hindurvitni kolefniskirkjunnar og segir m.a: "Af því, sem nú hefur verið ritað, verður að telja, að kolsýringskenningin um hækkandi hitafar samfara vaxandi kolsýringsmagni andrúmsloftsins sé vafasöm, a.m.k. hvað viðvíkur Íslandi." ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.