Mánudagur 10. júní - hlý tunga yfir landinu

Mánudaginn 10. júní er tunga af hlýju lofti yfir landinu og nýtur hennar helst á vestan- og norðanverðu landinu en e.t.v. víðar. Þetta sést vel á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð, vind og hita í 925 hPa-fletinum sem gildir kl. 18.

w-blogg100613

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindstyrk og vindátt má sjá af hefðbundnum vindörvum og hiti er sýndur með litaflötum. Kvarðinn skánar að mun sé myndin stækkuð. Ör bendir á þann stað sem líkanið velur sem hlýjastan. Þar er spáð 14,5 stiga hita. Flöturinn er í um og yfir 700 metra hæð yfir landinu. Ef 14,5 stigin bærust beint til jarðar myndi loftið hlýna um 7 stig og fara í 21,5.

Það má hins vegar ekki taka smáatriði svona korts allt of bókstaflega. Áttin er af suðaustri, mjög hvöss undan Suðvesturlandi. Hiti er áberandi lægri í uppstreymi áveðurs á landinu en hlémegin er trúlega bæði niðurstreymi og blöndun í gangi. Loftið næst fyrir ofan er þó ekki hlýrra - mættishita í 850 hPa er spáð um 21,5 stig yfir vestanverðu norðurlandi og þykktinni um 5500 metrum. Það bendir til svipaðs hámarks.

Skíni sól í heiði gæti hitinn komist hærra, njóti hennar ekki eru líkur á lægri hita. Falli úrkoma kælir uppgufun hennar loftið og hiti fer ekki eins hátt. Það skiptir líka máli hvort sjávarloft komi við sögu, það á alltaf greiða leið í fleyg undir loft sem er hlýrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 323
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband