8.6.2013 | 01:31
Tveir kuldapollar og hæðarhryggur á milli
Nú og næstu daga blasa tveir stórir kuldapollar við á norðurhvelskortum. Annar yfir Atlantshafi en hinn yfir Norðuríshafi. Á milli þeirra er hæðarhryggur sem við njótum góðs af. Kortið að neðan sýnir þetta vel. Það gildir kl. 12 á sunnudaginn (9. júní). Kortið er frá evrópureiknimiðstöðinni.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn. Hann blæs nokkurn veginn samsíða línunum. Litafletir sýna þykktina. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og gulu litanna er við 5460 metra og milli blárra og grænna við 5280 metra. Ísland er rétt neðan við miðja mynd.
Kuldapollurinn stóri suðvestur í hafi er öflugur, hann geymir enn bláan blett. Þar er loft mjög óstöðugt. Takist hlýju lofti að brjótast inn í pollinn myndast djúp lægð. Allt undir 970 hPa telst til tíðinda. Til að búa til svoleiðis þarf rúmlega 5500 metra þykkt að ná inn í miðju hringrásarinnar. Spár undanfarna daga hafa ekki verið sammála um hvort það gerist og ekki heldur hvort eða hvenær pollurinn færist alveg austur til Bretlandseyja. Ólíklegt er að við sleppum alveg við úrkomusvæði, skil eða lægðir tengd þessu stóra kerfi.
En á sunnudaginn má sjá að Ísland er í námunda við hæðarhrygg sem rauða strikalínan markar og við erum sömuleiðis á mörkum grænna og gulra lita. Svo virðist sem gulu litirnir sæki heldur á. Mánudagsveðrið fer síðan eftir því hvort ræður, lægðarbeygja kuldapollsins eða hæðarbeygja hryggjarins. Verður það vonbrigðadagur eða nær hitinn vestanlands sér verulega á strik í einn til tvo daga? Nágrenni Esjunnar getur verið býsna gæft á hita í til þess að gera lágri þykkt í réttri gerð af austanátt og blikuhnoðraskotnu lofti. Sömuleiðis Borgarfjörður í austræningi.
Hér mega flestir hætta að lesa því afgangurinn er tyrfinn.
Kuldapollurinn yfir Norðuríshafinu er öflugur. Hæð 500 hPa-flatarins er rétt rúmir 5 km (= 5000 metrar). Ef hann næði inn í sig hlýju lofti með þykktina 5320 metra yrði úr því sambandi 960 hPa lægð. Hér væri ekki verið að minnast á þetta nema fyrir þá sök að þannig spám hefur brugðið fyrir á stangli í reiknilíkönunum undanfarna daga. Á kortinu má sjá að þykktin í miðjunni er nú tæplega 5160 metrar. Sé sú þykkt og hæðin í miðju bornar saman fæst út að lægðarmiðjan er á bilinu 980 til 985 hPa við sjávarmál.
Spár sýna ekkert lát á norðurskautspollinum næstu viku til tíu daga en hann skýtur afkvæmum í ýmsar áttir - vonandi fáum við ekkert af þeim í hausinn. Sjá má eitt afkvæmanna við norðausturhorn Grænlands - heldur illilegt þótt lítið sé. Evrópureiknimiðstöðin segir það fara til Norður-Noregs - tilbreyting frá hitunum upp á síðkastið. Ekkert er þó víst um það því ameríska spáin fer mildari höndum um norðmenn.
En við vonum að við njótum hryggarins sem lengst - jafnvel þótt við lendum í suðurjaðri hans og inni í úrkomunni suðurundan. Allt frekar en enn einn skammt af kalsa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 110
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1642
- Frá upphafi: 2457197
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 1495
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta ætlar að verða svalt, vætusamt og sólarlítið sumar.
Skyldi þetta verða svona "The Year without a summer" eins og varð árið 1816?
Reyndar höfðu komið mörg stór eldgos í röð á árunum fyrir 1816, en ekkert slíkt hefur átt sér stað undanfarin ár.
Skyldi því vera að kólna í heiminum?
Björn J. (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 01:47
"Skyldi því vera að kólna í heiminum?" spyr Björn J. kolefnisklerkinn Trausta Jónsson sem vill "allt frekar en enn einn skammt af kalsa" :)
1. Don Easterbrook, Professor Emeritus, Dept. of Geology, Western Washington University:
> "Expect global cooling for the next 2-3 decades that will be far more damaging than global warming would have been."
2. Syun Akasofu, Professor of Geophysics, Emeritus, University of Alaska, also founding director of ARC:
> He shows cooling for the next cycle until about 2030/ 2040.
3. Prof. Mojib Latif, Professor, Kiel University, Germany:
> He makes a prediction for one decade only, namely the next decade [2009-2019] and he basically shows the global average temperatures will decline to a range of about 14.18 C to 14.28 C from 14.39 C.
4. Dr. Noel Keenlyside from the Leibniz Institute of Marine Sciences at Kiel University. The BBC writes:
> "The Earth's temperature may stay roughly the same for a decade, as natural climate cycles enter a cooling phase, scientists have predicted."
5. Professor Anastasios Tsonis, Head of Atmospheric Sciences Group University of Wisconsin, and Dr. Kyle Swanson of the University of Wisconsin-Milwaukee:
> "We have such a change now and can therefore expect 20 -30 years of cooler temperatures"
6. William M Gray, Professor Emeritus, Dept of Atmospheric Sciences, Colorado State University:
> "A weak global cooling began from the mid-1940's and lasted until mid-1970's. I predict this is what we will see in the next few decades."
7. Henrik Svensmark , Professor DTU, Copenhagen. Henrik Svensmark writes:
> "Indeed, global warming stopped and a cooling is beginning. No climate model has predicted a cooling of the Earth, on the contrary. This means that projections of future climate is unpredictable."
8. Jarl R. Ahlbeck, D.Sc., AboAkademi University, Finland:
> "Therefore, prolonged low solar activity periods in the future may cause the domination of a strongly negative AO and extremely cold winters in North America, Europe and Russia."
9. Dr. Alexander Frolov, Head of Russia's state meteorological service Rosgidromet.The Daily Mail.co.uk quotes Frolov:
> "From the scientific point of view, in terms of large scale climate cycles, we are in a period of cooling."
10. Mike Lockwood, Professor of Space Environmental Physics, University of Reading, UK.:
> "The UK and continental Europe could be gripped by more frequent cold winters in the future as a result of low solar activity, say researchers."
11. Dr. Oleg Pokrovsky, Voeikov Main Geophysical Observatory: Ria Novosti writes:
> "There isn't going to be an ice age, but temperatures will drop to levels last seen in the 1950s and 1960s."
12. Girma Orssengo, b.Tech, MASc, PhD:
> "The model in Figure 3 predicts global cooling until 2030. This result is also supported by shifts in PDO that occurred at the end of the last century, which is expected to result in global cooling until about 2030 [7]."
13. Nicola Scafetta, PhD.:
> "The partial forecast indicates that climate may stabilize or cool until 2030-2040."
14. Dr William Livingston, astronomer & solar physicist; and 15. Dr Matthew Penn - astronomer & solar physicist:
> "Astronomers Dr. William Livingston and Dr. Matthew Penn and a large number of solar physicists would say that now the likelihood of the Earth being seized by Maunder Minimum is now greater than the Earth being seized by a period of global warming."
16. Joe d'Aleo - Executive Director of Certified Consultant Meteorologists:
> "Longer term the sun is behaving like it did in the last 1700s and early 1800s, leading many to believe we are likely to experience conditions more like the early 1800s (called the Dalton Minimum) in the next few decades."
17. Harry van Loon, Emeritus at NCAR and CORA, 18. Roland Madden, Senior scientist at NOAA, Deputy Head of Climate analysis, 19. Dave Melita, Head Meteorologist at Melita Weather Associates, and 20. William M Gray, Professor Emeritus, Dept of Atmospheric Sciences, Colorado State University:
> "The global warming trend is done, and a cooling trend is about to kick in."
21. Dr. David Archibald, Australia, environmental scientist:
> "In this presentation, I will demonstrate that the Sun drives climate, and use that demonstrated relationship to predict the Earth's climate to 2030. It is a prediction that differs from most in the public domain. It is a prediction of imminent cooling."
22. Dr Habibullo Abdussamatov, Head of Space Research, Lab of Pulkov Observatory:
> According to him, a new ice age could start by 2014.
23. Dr Fred Goldberg, Swedish climate expert:
> We could have an ice age any time, says Swedish climate expert.
24. Dr. George Kukla, a member of the Czechoslovakian Academy of Sciences and a pioneer in the field of astronomical forcing:
> "The world is about to enter another Ice Age."
25. Peter Clark, Professor of Geosciences at OSU:
> "Sometime around now, scientists say, the Earth should be changing from a long interglacial period that has lasted the past 10,000 years and shifting back towards conditions that will ultimately lead to another ice age."
26. James Overland, NOAA:
> "Cold and snowy winters will be the rule rather than the exception."
27. Dr. Theodore Landscheidt. Predicted in 2003 that the current cooling would continue until 2030:
> "Analysis of the sun's varying activity in the last two millennia indicates that contrary to the IPCC's speculation about man-made global warming as high as 5.8°C within the next hundred years, a long period of cool climate with its coldest phase around 2030 is to be expected."
28. Matt Vooro, P. Eng.:
> "We seem to be in the same climate cycle that we were back in 1964-1976."
29. Thomas Globig, Meteorologist, Meteo Media weather service:
> "It is quite possible that we are at the beginning of a Little Ice Age."
30. Piers Corbyn, Astrophysicist:
> Corbyn suggested we should sooner prepare for another Ice Age than worry about global warming. Corbyn believed global warming "is complete nonsense, it's fiction, it comes from a cult ideology. There's no science in there, no facts to back [it] up."
31. Dr. Karsten Brandt, Director of donnerwetter.de weather service:
> "It is even very probable that we will not only experience a very cold winter, but also in the coming 10 years every second winter will be too cold. Only 2 of 10 will be mild."
(http://www.sott.net/article/260773-Ice-Age-Cometh-Global-Cooling-Consensus-Is-Heating-Up-Cooling-Over-The-Next-1-To-3-Decades)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 13:23
Í dag er 8. júní. Sumarið rétt að byrja. Og það hefur svo sannarlega ekki verið svalt síðustu daga þó sólarlitið hafi verið sunnanlands.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2013 kl. 19:27
Sl. fimmtudag benti ég á nýja rannsókn sem Qing-Bin Lu, prófessor í eðlisfræði og stjörnufræði, líffræði og efnafræði við Háskólann í Waterloo, veitti forstöðu. Niðurstaða rannsóknarinnar er, í stuttu máli, að það er efnasambandið CFC (vetnisflúorkolefni) sem orsakar meinta "ofsahlýnun" en ekki CO2.
Í kvöld birti svo mbl.is frétt um að "Kína og Bandaríkin hafa komist að samkomulagi um að draga úr framleiðslu vetnisflúorkolefnum sem eru notuð í ísskápa og loftkælingu, en með þessu vilja þjóðirnar leggja sín lóð á vogarskálar baráttunnar gegn loftlagshlýnun."!
Ennfremur segir í fréttinni að "Ríkin hafa sammælst um að starfa sameiginlega að því í gegnum alþjóðleg samtök að draga úr framleiðslu og notkun á vetnisflúorkolefnum, sem hafa verið kölluð ofurgróðurhúsalofttegundir vegna mengunarinnar sem þau valda."(sic)
(http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/06/08/sammala_um_adgerdir_i_loftlagsmalum/)
Hvað varð um skelfilega "spilliefnið" CO2?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 23:55
Björn. Ætíð eru nokkur áraskipti á hita - meira að segja á heimsvísu. Áratugasveiflur hér á landi eru meira að segja tvöfaldar að stærð miðað við almenna heildarhnatthlýnun - og þrefaldar á Grænlandi. Eitthvað meiriháttar er úr lagi gengið ef hlýnun á sér stað hikstalaust - líka á heimsvísu þótt þar séu áratugasveiflurnar minni heldur en heildarhlýnunin hnattræna. Hilmar. Rannsókn Qing-Bin Lu er ekki alveg ný, á heimasíðu hans sjálfs er niðurstaðan dagsett 2010. Ekki veit ég hvers vegna þetta komst í fréttir nú. Menn hafa haft af því áhyggjur lengi að kínverjar (og þróunarlönd) hafa setið á meiriháttar undanþágu frá framleiðslu halonefna - gott er ef tekst að komast fyrir þann leka. Aðaláhyggjur manna gagnvart þeim efnum felast í áhrifum þeirra á ósonveltu í heiðhvolfinu. Ég get tekið undir það með þér að það sé ekki góð hugmynd að kalla halonefni og koltvísýring mengunarefni - en um það eru ekki allir sammála frekar en spámannsins skegg. Þrítugalistinn þinn er skemmtilegur - ég hef auðvitað ekki tékkað á honum öllum (og geri það ekki) en sumt veit ég að dregið er illa úr samhengi (með öðrum orðum útursnúningur) og hefur ekkert með umræður um áhrif koltvísýrings á geislunarjafnvægi - og þar með gróðurhúsaáhrif að gera. Annað veit ég að rétt er eftir mönnum haft og það tengist umræðumu um hnattræna hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa.
Trausti Jónsson, 9.6.2013 kl. 01:49
Þakkir fyrir svörin Trausti ;)
"Rannsókn Qing-Bin Lu er ekki alveg ný, á heimasíðu hans sjálfs er niðurstaðan dagsett 2010. Ekki veit ég hvers vegna þetta komst í fréttir nú."(!)
Skyldi það nú vera vegna þess að þessi áhugaverða rannsókn var birt núna í maílok 2013 í International Journal of Modern Physics B? En það vissir þú nú væntanlega Trausti - og eins þá þekktu staðreynd að það hefur verið þrautinni þyngra fyrir vísindamenn að fá birtingu á rannsóknum sem stangast á við alheimstrúboð kolefniskirkjunnar :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 09:14
Hilmar. Eitthvað getur verið til í því - en ég þekki ekki þrautagöngu Lu.
Trausti Jónsson, 10.6.2013 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.