Lítillega kólnar

Undanfarna þrjá daga hefur hiti náð 20 stigum víða á Norðausturlandi og meira að segja víðar. Hlýjasta loftið er nú farið hjá (til norðausturs) og ívið kaldara loft fylgir í kjölfarið. Það sést vel á þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 síðdegis á morgun (fimmtudag 6. júní).

w-blogg060613

Þykktin er sýnd með heildregnum línum og í dekametrum (1 dam = 10 metrar), en hiti í 850 hPa-fletinum með litum. Sá góði flötur er á morgun í um 1500 metra hæð og þar er vægt frost á smábletti við Vesturland. En það verður ekki lengi því mjór fleygur hlýrra lofts er suðvestur í hafi. Hann nálgast landið en grisjast heldur þar til hingað er komið.

Í vesturjaðri kortsins má sjá í jaðar kuldapolls, þar er þykktin um 5250 metrar - nokkuð kalt. Hann kemur þó ekki hingað heldur fer til austurs fyrir sunnan land og e.t.v. austur til Bretlandseyja um síðir og hlýnar á leiðinni. Meðan hann er á þeirri ferð ættum við að vera í sæmilega hlýju lofti og jafnvel verða hlýindi um landið sunnan- og vestanvert einhverja dagana.

Þótt þetta líti ekki illa út eru reiknimiðstöðvar samt tregar til að gefa okkur meiri þykkt en svona 5500 til 5530 metra. Við viljum auðvitað meira en talsverð vinna er fyrir veðrakerfið að leggja þá sókn upp þannig að mark verði skorað. Hitt liðið (kuldinn) er auðvitað til alls líklegt eins og venjulega - fái það færi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sannarlega byrjað að kólna lítillega á jörðinni:

"Moreover, in-depth analyses of time-series data of CO2, halogen-containing molecules and global surface temperature have shown solid evidence that the GH effect of increasing concentrations of non-halogen gases has been saturated (zero) in the observed data recorded since 1850. In particular, a statistical analysis gives a nearly zero correlation coefficient (R=-0.05) between CO2 concentration and the observed global surface temperature corrected by the removal of the solar effect during 1850-1970.

In contrast, a nearly perfect linear correlation with coefficients of 0.96-0.97 is obtained between corrected or uncorrected global surface temperature and total level of stratospheric halogenated molecules from the start of considerable atmospheric CFCs in 1970 up to the present. These results strongly show that the recent global warming observed in the late 20th century was mainly due to the GH effect of human-made halogen-containing molecules (mainly CFCs).

Moreover, a refined calculation of the GH effect of halogenated molecules has convincingly demonstrated that they (mainly CFCs) alone accounted for the global temperature rise of about 0.6 C in 1970-2002. Owing to the effectiveness of the Montreal Protocol, the globally mean level of halogen-containing molecules in the stratosphere has entered a very slow decreasing trend since 2002.

Correspondingly, a very slow declining trend in the global surface temperature has been observed. It is predicted that the success of the Montreal Protocol will lead to a long-term slow return of the global surface temperature to its value in 1950-1970 for coming 50-70 years if there is no significant emission of new GH species into the atmosphere."

(http://arxiv.org/ftp/arxiv/papers/1210/1210.6844.pdf)

Qing-Bin Lu, prófessor í eðlisfræði og stjörnufræði, líffræði og efnafræði við Háskólann í Waterloo, kemst að þessari gagnmerku niðurstöðu í nýrri vísindarannsókn.

"This leads to an interesting prediction that global sea level will continue to rise in coming 1~2 decades until the global temperature recovery dominates over the O3 hole recovery.

After that, both global surface temperature and sea level will drop concurrently.

It should also be noted that the mean global surface temperature in the next decade will keep nearly the same value as in the past decade, i.e., “the hottest decade” over the past 150 years.

This, however, does not agree with the warming theory of CO2. If the latter were correct, the current global temperature would be at least 0.2~0.3 C higher than the observed value. Actually a slow cooling trend has begun."

Já, það er byrjað að kólna lítillega á jörðinni... :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 49
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 1590
 • Frá upphafi: 2356047

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 1475
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband