Skýstrokkar í Bandaríkjunum

Grimmir skýstrokkar hafa síđustu daga herjađ á Miđvesturfylki Bandaríkjanna. Eftir fréttum ađ dćma virđist tjón til ţessa hafa orđiđ mest í Oklahómafylki. Meginátakasvćđiđ á ađ sögn ađ hreyfast austur á bóginn.

Hér má rifja upp hvers konar veđurstađa ţađ er sem býr til skýstrokkana. Ţeir verđa til í gríđarlegum ţrumuveđraklösum ţar sem bćđi eldingar og risahaglél valda líka tjóni. Kerfi sem ţessi verđa helst til ţegar fara saman ţrjú atriđi sem viđ skulum líta á á tveimur veđurkortum sem gilda um hádegi á ţriđjudag (21. maí). Ţau eru fengin úr spásafni evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg210513a

Svćđiđ nćr frá Miđ-Ameríku í suđri og norđur á mitt Kanada. Jafnţrýstilínur viđ sjávarmál eru heildregnar, en hiti í 850 hPa er sýndur međ litabrigđum. Dekksti brúni liturinn sýnir hvar hitinn í fletinum er meiri en 25 stig. Lćgđ er yfir Miđvesturfylkjunum norđanverđum og ţađan liggur lćgđardrag til suđurs og suđsuđvesturs. Austan lćgđardragsins er sunnanátt sem ber hlýtt og rakt loft til norđurs frá Mexíkóflóa (rauđ ör) (fyrsta atriđi).

Gula örin sýnir hlýtt loft ađ vestan streyma til móts viđ hlýja og raka loftstrauminn (annađ atriđi). Ţetta ađstreymi er meira áberandi í 3 til 5 km hćđ heldur en í 850 hPa (1500 m). Vestanloftiđ er jafnvel hlýrra heldur en ţađ sem kemur ađ sunnan - en ţađ er miklu ţurrara. Takist ţví ađ leggjast ofan á raka loftiđ byggist upp gríđarlegt veltimćtti (CAPE = convective available potential energy = losanleg uppstreymismćttisorka = veltimćtti). Rakt loft er léttara heldur en jafnhlýtt ţurrt. Fari uppstreymi í gang á annađ borđ verđur ţađ óstöđvandi og til verđur gríđarlegt ţrumuveđur.

En ţetta er ekki alveg nóg ţví til ţess ađ ţrumuveđrakerfi eđa klasi geti myndast ţarf ákveđinn takt til ţess ađ koma sífellt nýju lofti úr suđri og vestri inn í kerfiđ og út úr ţví efst uppi. Snyrtilegast verđur ţetta ef háloftaröst gengur inn í kerfiđ ofanvert - sú sama og útvegar ţurra loftiđ (ţriđja atriđi). Best er ađ mikill mismunur (vindsniđi) sé á vindhrađa og stefnu ofarlega og neđarlega í kerfinu ţannig ađ í ţví mćtist sífellt loft ađ sunnan og vestan.

Í stöđu dagsins má sjá röstina (ţéttar jafnhćđarlínur) á 500 hPa-kortinu hér ađ neđan.

w-blogg210513b

Vindröstin er einmitt ţar sem loftstraumarnir tveir sem sýnir voru á fyrri myndinni mćtast. Hvernig skýstrokkarnir verđa til er flóknara mál og frásögn af ţví verđur ađ bíđa betri tíma. En fyrir alla muni flettiđ skýstrokkum (tornado) og tilurđ ţeirra upp á netinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg210120c
 • w-blogg210120b
 • w-blogg210120b
 • w-blogg220120a
 • ar_1862p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.1.): 19
 • Sl. sólarhring: 676
 • Sl. viku: 3182
 • Frá upphafi: 1883456

Annađ

 • Innlit í dag: 18
 • Innlit sl. viku: 2740
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband