Óvenjuhlýtt víða í Noregi

Eins og minnst var á hér á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum situr mjög hlýtt loft yfir Noregi þessa dagana. Þjóðhátíðardagur norðmanna (17. maí) var sá hlýjasti nokkru sinni á sumum veðurstöðvum og í dag (hvítasunnudag) voru maímet slegin í Þrændalögum og Vestur-Noregi. Norska veðurstofan segir frá því á sínum twitter að hiti hafi komist í 29,1 stig í Steinker í Þrændalögum og í 27,6 stig í Björgvin. Það er nýtt met fyrir maí þar á bæ.

Af þessu tilefni lítum við á hefðbundið 500 hPa hæðar- og þykktarkort, spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á annan í hvítasunnu (20. maí). Eins og venjulega eru jafnhæðarlínur heildregnar, vindur blæs nokkurn veginn samsíða þeim og því ákafar sem línurnar eru þéttari. Þykktin er sýnd með litaflötum, skipt er um lit á 60 metra bili.

w-blogg200513a

Rauða örin bendir á hlýja blettinn við Vestur-Noreg. Hann var aðeins stærri um sig í dag (hvítasunnudag) og rýrnar frekar næstu daga. Innan blettsins er þykktin meiri en 5580 metrar. Það þykir okkur draumaþykkt um hásumar - hefur varla sést hér í maí. Ekki nægir að þykktin sé mikil til þess að hiti við jörð verði hár heldur þarf líka að hindra aðgengi kælandi sjávarlofts. Í þessu tilviki er það austlægar og suðaustlægar áttir sem sjá um þann greiða vestan og norðan fjalla.

Ef vel er að gáð má sjá lítinn kaldari blett og smálægð yfir Skagerak. Hún ber með sér óstöðugra loft sem spillir hlýindum þar sem hún fer hjá.

Hér við land má sjá miklu gerðarlegri kuldapoll sem kælir okkur næstu tvo daga eða svo. Sólarglennur hjálpa þó til að deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1928
  • Frá upphafi: 2350797

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband