Tvö háþrýstisvæði

Við lítum á hæðir. Háþrýstisvæðin sem kennd eru við Norðuríshaf og Asóreyjar eru bæði áberandi á kortum þessa dagana, þau eru meira að segja ekki fjarri þeim stöðum sem þau eru kennd við.

w-blogg140513a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, en litafletir hita í 850 hPa-fletinum og gildir um hádegi á þriðjudag 14. maí. Norðuríshafshæðin er um 1032 hPa í miðju - við norðurskautið, en Asóreyjahæðin alveg neðst á kortinu, vestan eyjanna og er um 1038 hPa í miðju.

Myndarleg lægð er við Skotland og vestan hennar er hvass norðanstrengur, rétt að landið sleppur við hann. Þau líkön sem sjá Vatnajökul láta strenginn ná vestur á hann. Við sjáum líka að með norðanstrengnum fylgir örmjó görn af köldu lofti sem tekist hefur að þræða að norðan. Í bláa litnum er frost í 850 hPa meira en -6 stig. Það er 2 til 3 stigum lægra en var í dag (mánudag) - en telst ekki alvarlegt á þessum árstíma - meira að það sé þreytandi. Við þessi skilyrði er kaldast í löngum (háum)  brekkum áveðurs.

En heldur á að hlýna aftur til miðvikudags þegar görnin hrekst til vesturs þegar loftið sem á myndinni er austan við vindstrenginn nær hingað. Það er nú svosem ekki sérlega hlýtt hingað komið.

Ólík gerð hæðanna tveggja sést vel á þessu korti. Asóreyjahæðin er hlý, en norðurskautshæðin köld. Þar sem neðri hluti veðrahvolfs er kaldur fellur þrýstingur heldur hraðar með hæð en þar sem hann er hlýr. Kalda loftið hefur minni þykkt en það hlýja. Háloftafletir standa því mun lægra yfir köldum hæðum heldur en hlýjum þótt þær séu ámótaöflugar við jörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1831
  • Frá upphafi: 2350567

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1634
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband