Bíðum enn eftir hærri hita

Hæsti hiti ársins, það sem af er, mældist á Dalatanga 1. mars, 15,7 stig. Við bíðum enn eftir hærri tölu. Í fyrra var hæsti marshitinn 20,7 stig og mátti bíða til 23. maí eftir hærri hita. Nú biðjum við bara um 16 stig - af hógværð.

Lítum á mynd sem sýnir hæsta hita hvers dags á landinu frá áramótum.

w-blogg150513

Lóðrétti ásinn sýnir hita en sá lárétti daga frá áramótum. Til að auðvelda lesturinn hafa mánaðamót verið sett inn sem rauðar lóðréttar strikalínur. Ef svarið væri ekki gefið væri ekki auðvelt að giska á hvaða árstíma við erum að horfa á. Reiknuð leitni er að vísu upp á við (0,01 stig á dag) - en tilfinningin er samt sú að fyrri hluti línuritsins sýni hærri hita en sá síðari. Sá dagur sem lægsta hámarkshitann á í janúar og febrúar sýnir 4,6 stig (13. janúar) en slatti af dögum á síðari hlutanum er talsvert fyrir neðan það.

Kaldastur er sá eftirminnilegi 5. mars þegar hiti komst hvergi upp fyrir frostmark á landinu. Um það kuldakast fjölluðu hungurdiskar um í mjög bólgnu máli - og ekki skal vottur af því endurtekinn hér.

Þegar þetta er skrifað hafa níu dagar í röð átt landshámarkshita yfir 10 stigum. Þetta hljómar því miður eins og um hlýindi sé að ræða - en meðalhiti síðustu 30 daga í Reykjavík er aðeins 3,2 stig. Það er 1 stigi undir meðallaginu 1961 til 1990, en 2,3 stigum undir meðallagi sömu daga ársins síðustu 10 ára (2003 til 2012). Sýnir kannski að við erum orðin góðu vön. Reyndar ... (?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við biðjum ekki af neinni hógværð! Við heimtum 20 stigin og það strax!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2013 kl. 00:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þennan dag (14.) árið 1960 voru einmitt frá 20,6 stigin í Reykjavík!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2013 kl. 00:53

3 identicon

Hálf kuldalegt þetta Global Warming? í myndinni The Great Global Warming Swindle er sagt að hitastig hafi ekki hækkað í 10 ár. Er það rétt?

GB (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 10:26

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=YtevF4B4RtQ

GB (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 10:31

5 identicon

Meðalhitastig andrúmslofts jarðar (á ársgrundvelli) hefur staðið í stað sl. 15 ár, GB, og litlar líkur á að það hækki fram til 2017, samkvæmt upplýsingum bresku veðurstofunnar (http://www.guardian.co.uk/environment/blog/2013/jan/09/global-warming-met-office-paused).

Óðahlýnunin hans Trausta lætur víst eitthvað bíða eftir sér! :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 14:59

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Trausti, hvernig stendur á því að það vantar veður og veðurspár fyrir Stórhöfða og Stjórnarsand (Kirkjub.kl.) á Veður.is?

Pálmi Freyr Óskarsson, 15.5.2013 kl. 19:56

7 identicon

Held að þessi grein skýri um margt hvað er að gerast í veðurfarinu á norðurslóðum. http://robertscribbler.wordpress.com/2013/04/12/human-climate-change-is-wrecking-the-jet-stream-uk-met-office-calls-emergency-meeting/

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 22:14

8 Smámynd: Trausti Jónsson

Hitastig hækkar hvorki né lækkar, hitinn gerir það hins vegar. Drögum úr notkun orðsins hitastig þar sem betur fer á því að segja hiti. Ég kann að vera gripinn einhverri blindu en tekst ekki með nokkru móti að sjá neitt lát á „meintri“ hnatthlýnun síðustu 15 árin. Sveiflur í bratta hennar eru auðvitað athyglisverðar og greining á þeim hið besta mál. Pálmi, veðurspár fyrir Stórhöfða og Stjórnarsand vantar vegna þess að ekki er búið að tengja sjálfvirku stöðvarnar við forritið sem býr til veðurspár og setur fram veður á þessum stöðvum. Ég veit ekki hvers vegna það hefur ekki verið gert og ekki heldur hvenær málinu verður kippt í lag. Þú og þeir sem láta sig málið varða ættuð að kvarta á eyðublaðið „hafa samband“ á vef Veðurstofunnar.

Trausti Jónsson, 16.5.2013 kl. 01:05

9 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ég vildi bara að fá að vita hvers vegna það tekur hálfan mánuð að breyta þessu. Búið að vera ansi tómlegt Suðurland á veðurkortunum síðustu dagana. Enn er loksins komið í lag núna.

Pálmi Freyr Óskarsson, 16.5.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 29
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 2343282

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband