10.5.2013 | 00:59
Vorströggl
Vorinu hefur nokkuð miðað undanfarna daga og líkur til að næsta norðankast verði nokkru hlýrra heldur en þau sem á undan hafa gengið. - Hvað sem svo verður.
Kortið gildir um hádegi á sunnudag. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en litir sýna þykktina. Hún segir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra. Skipt er um lit á 60 metra bili. Allt blátt við Ísland er undir meðalhita þannig að sunnudagurinn verður ekki hlýr. En kalda loftið er að þessu sinni komið úr suðri - bítur varla.
Þegar háloftalægðin fyrir suðvestan land fer til austurs snýst vindur til norðausturs og norðurs eins og vera ber. Kalda loftið hringast loks um lægðina. Efnið í norðanáttinni verður þá að minnsta kosti til að byrja með komið sunnan fyrir lægðina, austur fyrir og loks til suðurs fyrir vestan hana. Von er til þess að bylgjan mikla yfir Ameríku loki fyrir loft sem annars kæmi til suðurs fyrir austan Grænland.
Það er nokkur kraftur í kuldapollinum mikla og má ef vel er að gáð sjá fjólubláan blett í honum miðjum. Þar er þykktin minni en 4920 metrar. Pollur þessi ógnar okkur ekki svo langt sem sést.
Lægðardragið í ameríkubylgjunni er öflugt og við sjáum að blái liturinn nær alveg suður um vötnin miklu. Vel má vera að það snjói og frjósi á þeim slóðum á sunnudag-mánudag. Miklar hitasveiflur eru þessa dagana vestra og hiti nærri metum sums staðar í norðvesturríkjunum á föstudag/laugardag.
Svo virðist sem hækkandi sól sé að takast að valda umskiptum í austanverðri Evrópu. Það er vorboði um norðanverða álfuna þegar loft úr austri hættir að vera kalt og verður þess í stað hlýtt.
Spár meir en 5 til 7 daga fram í tímann eru langoftast vitlausar á einhvern hátt. Þær breytast gjarnan hratt og mikið frá einu spárennsli til annars. Spá um öfgar langt fram í tímann eru nærri því alltaf rangar. En það er samt ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim - og svo kemur fyrir að þær rætast.
Rennsli reiknimiðstöðvarinnar miðvikudaginn 8. maí kl. 12 lét hlýja loftið úr austri ná alveg til Íslands. Rennslið í dag, fimmtudaginn 9. maí kl. 12 sýndi allt annað ástand. Við sjáum þykktarspárnar á kortinu hér að neðan. Þær eiga við sama tíma í framtíðinni. Í fyrra rennslinu er þykktin yfir Íslandi meiri en 5480 metrar. Það dugir í hátt í 20 stiga hámarkshita á landinu. Síðara rennslið sýnir ekki nema 5280 metra þykkt. Dugir varla í 10 stiga landshámarkshita. Heldur leiðinlegt þegar búið er að veifa hlýindum framan í mann.
En kalda rennslið (kalt hjá okkur) er hlýtt annars staðar því það segir að 5640 metra línan komist vestur á Mæri í Noregi við enda spátímabilsins. Það dugir í hátt í 27 til 30 stig ef heppni er með. Það væri nærri hlýindameti í Suður-Noregi í maí. Öfgar í enda spátímans - eru nærri því alltaf rangar. Skemmtiefni samt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 589
- Sl. viku: 2274
- Frá upphafi: 2458513
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2101
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, Trausti. Já, lagtímaspárnar hafa verið nokkuð á reiki og greinilegt að menn eru ekki búnir að ná það langt að geta sagt fyrir um veður í smáatriðum langt fram í tímann. Hinsvegar hefur kuldatíð að undanförnu beint huganum að því hvort verið geti að hafstraumar séu að veikjast hér á norðanverðu Atlantshafi og það valdi kaldari vorum en lengi vel hafa verið fyrirfarandi ár. Vel að merkja slær það í takt við reiknilíkön, sem menn notuðu þegar verið var að spá fyrir um langtímaáhrif hinar margumræddu hlýnunar jarðar.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 08:19
Vorströgglið hjá Veðurstofu Íslands lætur ekki að sér hæða. Sanntrúaðir íslenskir óðahlýnunarspámenn eiga erfitt með að halda andlitinu þegar náttúran rassskellir þá opinberlega:(http://www.visir.is/erfitt-ad-meta-umfang-vandans-/article/2013130519926)
"Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur að eins og sakir standa sé erfitt að meta nákvæmlega umfang vandans þar sem að það ræðst meðal annars af veðurfari næstu vikna. Það þykir því rétt að búa sig undir það versta en vona um leið hið besta." (Tilvitnunin er niðurlang glænýrrar fréttar á íslenska fréttavefnum visir.is (10. maí 2013) um erfiðleika bænda á Norður- og Austurlandi vegna mikilla snjóþyngsla).
Vituð ér enn eða hvað? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 18:27
Þorkell. Ekki er vitað til þess að meginhafstraumar hafi breyst á norðanverðu Atlantshafi á síðari árum en sjávarhiti hefur nú í um 15 ár verið mjög hár á okkar slóðum og ekki er lát þar á að ég veit. En norðan- og austanáttir hafa verið óvenjutíðar hér á landi síðustu árin - ekki síst í maí og júnímánuði. Hilmar, já til allrar hamingju er ekki síhlýnandi. Sífellt má endurtaka þær hamingulýsingar.
Trausti Jónsson, 12.5.2013 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.